Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 30

Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 30
Fyrstu bœkur Almenna bókafélagsins GRÁT, ÁSTKÆRA FÓSTURMOLD eftir Alan Paton. Alan Paton er Suður-Afríkumaður af enskum ættum. Hann er fæddur í Natal árið 1903. Ættfólk hans var heittrúað, og hefur hann orðið fyrir sterkum og varanlegum áhrifum frá kristinni trú. Á yngri árum stjórnaði Alan Paton betrunarhúsi fyrir unga afbrotamenn í Suður-Afríku. Hann kom því þá til leiðar, að tekin var upp ný og mildari meðferð sakamanna við stofnun hans og varð um leið fyrir erfiðleikum, sem venjulega fylgja slíkum nýj- ungum, en sigraðist á þeim. Ætlun hans var að reyna að koma á sams konar endurbótum í öllum fangelsum Suður-Afríku, en áður en það kæmi til framkvæmda, brauzt stríðið út. Eftir styrjöldina fór Alan Paton í ferðalag til Norðurálfu og Ameríku, einkum í því skyni að kynna sér, hvernig refsimálum væri þar háttað. Mun honum hafa þótt mikið til koma, hversu þessum málum var skipað á Norðurlöndum. Á leið frá Stokkhólmi til Þrándheims fékk hann fyrst hugmynd- ina að skáldsögu sinni, Grát, ástkæra fósturmold, eða Cry, the he- loved country, eins og hún heitir á frummálinu. Hann lauk við að skrifa þessa bók á þremur mánuðum, og nokkuð af þeim tíma var hann þó á ferðalagi. Þetta var fyrsta skáldsaga hans, og kom hún út í Ameríku síðla hausts 1948 og þar næst í Englandi, en hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna notið almenn- ings hylli. Kvikmynd og leikrit hefur verið gert eftir sögunni. Söguefnið er sótt í endurminningar og reynslu höfundarins á bernsku- og æskudögum og síðar frá starfsárum hans, og lýsir hún hinum hörmulegu örlögum blökkumannanna í Suður-Afríku nú á dögum. Kjarni bókarinnar eða boðskapur hennar birtist í gömlum

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.