Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 7

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 7
FÉLAGSBRÉF 5 ekki ljós. Hún svaraði: Ég las ekki. Ég rifjaði upp í liuganum þær bækur, sem mér voru minnisstæðastar. í lok þessa þáttar segir höfundurinn: Oft er um það spurt, hversvegna okkur hafi auðnast að sigra Þjóðverja. Sumir svara: Það var af því, að land okkar er svo víðáttumikið. Aðrir svara: Það var vegna þess, að við erum villtir tartarar. Enn aðrir segja: Það var af því, að Ameríkumenn sendu okkur vopn og verjur. Ég held aftur á móti, segir Ilja Ehrenburg, að við höfum sigr- að af því, að æskan hjá okkur liafði fengið góðan bókakost. — Hvort sem Ilja Ehrenburg hefur bókstaflega rétt fyrir sér eða ekki, þá er það vafalaust, að án góðra bóka sigrar nú orðið engin þjóð. Hitt er einnig mjög athyglisvert í þessu sambandi, að bækurn- ar, sem rússneska stúlkan unga grípur til í „heljarnauðum“, eru e.kki áróðursrit Lenins eða Stalins heldur listaverk höfuðskálda. íslenzka þjóðin hefur aldrei átt í styrjöld við aðrar þjóðir og vonandi kemst hún hjá því að þurfa þess. En hún háði um langt skeið hart lífsstríð við „ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða“ — og vann sigur. Þann sigur hefði hún ekki unnið, ef hún hefði ekki átt bókmenntir, almennan bókmenntaáhuga og skáldhygð. Það var í senn bæði skemmtilegt og táknandi, að Halldór Kilj- an Laxness hugsaði til þeirra, er á bak við hann standa í þjóðar- djúpinu og „sér í lagi“ til fátæku konunnar ömmu sinnar, þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann sagði m. a. um þetta í ræðunni, sem hann hélt á liinni liátíðlegu og stóru stund, er honum voru afhent verðlaunin: „Ég hugsaði einmitt til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóðardjúpsins, er veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar, og ég hugsaði sér í lagi til hennar

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.