Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRÉF 17 verið beitt frekar en í Rússlandi og öðrunt kommúnískum ríkjum. Þar liefur kjörorðið verið: Allt réttarfar er ekkert annað en pólitík. Rétt- arglæpir liafa verið óþekkt hugtak þar, nenia ef þau undur liefðu getað gerzt, að réttarúrskurður væri gagnstæður vilja og boði flokks- forustunnar, en slíkt getur einmitt ekki gerzt. Kunnar eru þær kosningar, sem fram fara öðru hverju í hinum nýju lýðveldum til þess að auglýsa hinn samstillta þjóðarvilja. 99% atkvæða styðja liinn eina flokk og staðfesta gjörðir hans, það bregzt aldrei. Svo má heita að ríkið segi móðurinni, hvað hún eigi að tala við barnið sitt og vísindamanninum, hvað hann eigi að finna á rannsóknarsviði sínu og flytja í heyranda liljóði. Það hefur band um pensil málarans og penna tónsmiðsins og tungu skáldsins í hafti. Hver andstaða, liver jafnvel ósjálfráð frjáls hræring er kyrkt í fæðingu, því að hundrað- höfðuð Ekidna þessara Hadesarheima sér og lieyrir allt. Því að þrátt fyrir þá eindrægni, sem liinar furðulegu kosningar eiga að auglýsa, er það alkunna, að völd flokksins, tilvera alræðisins, byggist á lygilega fjölmennri og meistaralega skipulagðri leynilögreglu, á njósnakerfi, sem spennir yfir allt. Ekkert sannar betur að það ólgar undir, alræðið situr á glóðum. Tryggast er það, þegar liáski steðjar að utan frá, því að þá dvínar andstaðan, þjóðin samstillist ósjálfrátt. Það sannaðist í stríðinu, bæði í Þýzkalandi og Rússlandi. Þar skjátlaðist Hitler rnest, þegar hann hélt, að uppreisn myndi verða í Rússlandi, undir eins og þýzki lierinn kæmist inn yfir landainærin. Stríðsliætta, stríðsógnun er alræðisstjórn styrkur og þess vegna er vestrænn vígbúnaður og kjarn- orkuhótanir næsta tvíbentar ráðstafanir. V. Við slíkt stjórnarfar liafa Rússar búið í fast að fjórum áratugum og eftir síðari heimsstyrjöld urðu nágrannar þeirra hlessunarinnar að- njótandi að komast með þeim inn í anddyri hins fullkomna þjóðfélags. Og yfir öllu þessu hefur lengst af mynd eins manns skinið eins og árdegissól, ásýnd Jóseps Stalins, sem er „æðsta skepna jarðarinnar“, „salt sögunnar, súrdeigið í brauði mannlífsins“, svo að vitnað sé í íslenzka útgáfu lielgisögunnar um þann mann. En í ævisögu hans, sem sjálf Marx-Engels-Lenin-stofnunin liefur gefið út, segir svo að lyktum: „Á mörgum tungumálum yrkja þjóðir Ráðstjórnarríkjanna Ijóð um Stalin. Þessi ljóð eru skuggsjá þeirrar djúpu ástar og takmarkalausu elsku, sem þjóðir Ráðstjórnarríkjanna bera í brjósti til síns mikla foringja, fræðara og vinar. I skáldskap þjóðarinnar rennur nafn Stalins saman

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.