Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Síða 4
mánudagur 8. október 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Illugi Jökulsson segir Steingrím Njálsson hafa hótað því að hengja hann og fjölskyld- una með, í nóvember 2006. Steingrímur segir Illuga hafa eyðilagt mannorð hans í rit- stjóratíð sinni á DV en kannast ekkert við að hafa hótað Illuga. Ákæruvaldið segir brotið skýlaust og krefst fjögurra mánaða fangelsisrefsingar yfir Steingrími. HENGJUM YKKUR ÖLL „Ég hlýt að hafa einhver réttindi,“ segir Steingrímur Njálsson. Hann bindur vonir við að verða sýknaður af ákæru um morðhótanir í garð Ill- uga Jökulssonar og fjölskyldu hans. Aðalmeðferð var í málinu á föstu- dagsmorgun. Hótanirnar sem um ræðir voru lesnar inn á talhólf í farsíma Illuga, aðfaranótt hins 8. nóvember 2006. Steingrímur er ákærður fyrir að hafa hótað því að fjölmenna heim til Ill- uga og bana honum og fjölskyldu hans. „Ég ætla að senda á ykkur menn. Við ætlum að hengja ykkur öll saman,“ segir röddin á talhólfinu. Illugi er sannfærður um að þetta sé rödd Steingríms. Hann hafi reglulega hringt í Illuga með fúkyrðum og sví- vyrðingum í gegnum tíðina. Einhver stolist í símann Sjálfur neitar Steingrímur alfar- ið sök. „Ég neita. Alveg tvímælalaust,“ sagði Steingrímur við Guðjón Mart- einsson héraðsdómara þegar hann spurði Steingrím út í símhringingarn- ar. „Ég veit ekkert um þetta. Það er oft fólk í heimsókn hjá mér og það er ekk- ert mál fyrir einhvern að stelast í sím- ann,“ bætti Steingrímur við. Dómari spurði þá Steingrím hvort hann hefði áður hringt í Illuga. Stein- grímur neitaði því. „Þetta er ekki mín rödd á upptökunni. Ég kannast ekk- ert við þetta,“ sagði hann. Þá kom fyr- ir dóminn Óli Viðar Þorsteinsson raf- eindavirki sem vitni. Hann útskýrði útprentun úr símkerfi fyrir viðstödd- um. Þar kom fram að nokkrum sinn- um var hringt úr farsíma Steingríms í síma Illuga. Mannorð Steingríms Illugi átti að koma fyrir dóminn til þess að gefa vitnisburð en skilaði sér ekki. Dómari gerði hlé á meðan hringt var í Illuga. Hilmar Ingimundarson stakk þá upp á því við saksóknara að málið yrði látið niður falla. Það þótti Einari Laxness, fulltrúa ákæruvalds- ins, fráleitt. „Falla niður! Við frestum þessu bara,“ sagði Einar við Hilmar. Að lokum náðist í Illuga, en hann hafði talið að réttarhaldið hæfist seinna sama dag. „Hann kann kannski ekki að lesa. Það útskýrir þá skrifin hans í dag- blaðið,“ sagði Hilmar Ingimundarson verjandi í heyranda hljóði. Illugi tjáði dómara að hann hefði orðið fyrir áreiti frá Steingrími, öðru hverju um langt árabil. „Alltaf þeg- ar ég hef skrifað pistil um of vægar refsingar á barnaníðingum, þá hef ég heyrt í honum fljótlega,“ sagði Illugi og horfði á Steingrím. „Hann hefur tönn- last á orðinu mannorðsmorðingjar. Mér varð hverft við þessar hringingar. Ég á ungan son og kæri mig ekki um að hafa Steingrím í nágrenninu,“ bætti hann við. Mögulega vana-afbrotamaður Í málflutningi sínum sagði Ein- ar Laxness Steingrím vera vana-af- brotamann. Líta verði á sakaferil hans sem spanni frá árinu 1963 til ársins 2001, hið minnsta. Með tilliti til þess að morðhótanir brjóti í bága við hegningarlög væri ekki ann- að hægt en að krefjast fangelsisvist- ar yfir Steingrími. „Ég tel að þriggja til fjögurra mánaða óskilorðsbund- in fangelsisvist væri hæfileg refsing í þessu tilviki,“ sagði Einar þegar hann lagði málið fyrir dómara. Hilmar Ingimundarson mót- mælti því eindregið að Steingrímur væri kallaður vana-afbrotamaður. Það væri með öllu óskilgreint hugtak og Steingrímur hefði ekki hlotið dóm frá árinu 2001. Ekki væri því hægt að kalla hann vana-afbrotamann. Steingrímur lagði til við verjanda sinn að loknu dómþingi að Illugi eða ákæruvaldið yrðu kærð fyrir að gera honum rangar sakir, ef sýknað yrði í málinu. „Við skoðum það þegar þar að kemur,“ sagði Hilmar. SIgtryggur ArI JóhANNSSoN blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Illugi Jökulsson „alltaf þegar ég hef skrifað pistil um of vægar refsingar á barnaníðingum, þá hef ég heyrt í honum fljótlega,“ segir Illugi. „Þetta er ekki mín rödd á upptökunni. ég kann- ast ekkert við þetta.“ Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, og sonur hennar Sean Ono Lennon komu til Íslands upp úr há- degi á laugardag. Við komuna varð nokkuð fár á Keflavíkurflugvelli en mæðginanna beið hópur japansks fjölmiðlafólks. Ringo Starr, trommari Bítlanna, og kona hans Olivia hafa staðfest komu sína til landsins og eru þau væntanleg í dag eða á morgun. Meiri leynd hvílir yfir komu Bítilsins Sir Pauls McCartn- ey, en hann hefur haft uppi áform um að koma til landsins. Hópurinn kemur hingað til lands til þess að vera viðstaddur þegar Yoko afhjúpar svokallaða friðarsúlu í Viðey á morgun. Verkið er nokkurs konar brunnur sem upp úr stafar öflug ljós- súla. Á brunninn er rituð setningin „Ímyndið ykkur frið,“ á 24 tungumál- um. Í viðtali við AP-fréttastofuna kveðst Yoko hafa fengið hugmyndina að frið- arsúlunni árið 1965. Hún segir John Lennon hafa verið hrifinn af hug- myndinni. „Hann sá fyrir sér á þess- um tíma að einhvern daginn yrði hugmyndin að veruleika,“ segir Yoko. „Loksins verður draumur okkar að veruleika.“ John Lennon hefði orðið 67 ára daginn sem súlan verður afhjúpuð en hann var skotinn til bana fyrir utan íbúð sína í New York þann 8. desem- ber 1980 af sturluðum aðdáanda, Mark David Chapman. Kveikt verður á ljóssúlunni frá 9. október til 8. desember, ár hvert. Yoko segir það gefa til kynna hve stutt lífið geti verið. „Sjálft ljósið er þó eilíft,“ seg- ir hún. Brunnurinn verður um tveggja metra hár. Yoko segir einnig að Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að það sé vistvænt land sem nýti sér jarðvarma- orku í stað kjarnorku, kola og olíu. „Ís- land er svo fallegt. Það er einhvern veginn svo undarlegt og töfrandi,“ seg- ir ekkja Bítilsins. „Þetta er stærsta af- mælisgjöf sem ég hef gefið John. Hann er mjög hamingjusamur með hana, ég veit það.“ sigtryggur@dv.is Yoko Ono er komin til landsins Ræða byggingu óperuhúss Bæjarfulltrúar Samfylking- ar í Kópavogi vilja að fundar- gerðir undirbúningsnefndar um byggingu óperuhúss verði lagðar fyrir bæjarráð. Guðríð- ur Arnardóttir bæjarfulltrúi segir tímabært að taka málið fyrir. „Þrír fulltrúar frá Kópa- vogsbæ hafa starfað í undir- búningsnefnd frá því í vor. Einnig er búið að ráða verk- efnastjóra, vinna viðskipta- áætlun og fleira. Þar af leiðandi finnst okkur orðið tímabært að færa þessa umræðu inn í bæj- arstjórn,“ segir Guðríður. Fella niður fasteignaskatta Hestamannafélagið Gustur hefur fengið niðurfellingu fast- eignaskatts frá bæjarráði Kópa- vogsbæjar. Bjarn- leifur Bjarnleifsson, formaður Gusts, segir málið snúast um reiðhöll félags- ins, en reglur kveða á um að íþrótta- félög þurfa ekki að greiða fasteignaskatt af íþróttamannvirkjum. Í bókun bæjarráðsins segir jafn- framt að félagið hafi óskað eftir fjárhagsstyrk til greiðslu gjalda. En samkvæmt upplýsingum frá Gusti er styrkupphæðin að and- virði nokkur hundruð þúsund króna. Á leið í dómssal Steingrímur njálsson kaus að hylja andlit sitt þegar hann gekk í dómssal á föstudag. Hann bindur vonir við að verða sýknaður af ákæru um að hafa hótað Illuga Jölulssyni og fjölskyldu hans lífláti. LR HENNING VIRKAR!! Japanskir fjölmiðlamenn fjölmenntu til Íslands á laugardag: yoko ono Yoko og Sean ono Lennon eru komin. ringo og olivia Starr eru væntanleg. Leynd hvílir yfir ferðaáætlun Pauls mcCartney. Ryk í Reykjavík Markvissar aðgerðir geta dregið úr svifryksmengun í Reykjavík enda er svifryk að mestu af mannavöldum, að sögn Þorsteins Jóhannssonar, meist- aranema í umhverfisfræði við Háskóla Íslands. Forvarnastarf felst meðal annars í því að ryk- binda göturnar með umhverfis- vænni efnablöndu áður en umferð hefst á líklegum meng- unardögum. Einnig minnkar það svifryk að þvo dekk flutningabíla áður en þeir fara af moldarmikl- um vinnusvæðum. Nánar er sagt frá niðurstöð- um Þorsteins á vef Reykjavíkur- borgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.