Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Side 12
mánudagur 8. október 200712 Sport DV Tottenham var aðeins hársbreidd frá sigri gegn Liverpool á Anfield Road. Fernando Torres jafnaði metin í 2-2 í uppbótartíma fyrir Liverpool. Tottenham skoraði jafn mörg mörk í leiknum og Liverpool hefur fengið á sig allt tímabilið fram til þessa. Liverpool byrjaði leikinn betur og sótti frá upphafi. Gerrard og Mascer- ano höfðu yfirburði til að byrja með gegn Jenas og Taino. Fyrsta markið kom eftir einungis tólf mínútna leik þegar Voronin fylgdi á eftir auka- spyrnu Stevens Gerrard og skoraði í autt markið. Paul Robinson hefði lík- lega mátt gera betur en hann hefur að undanförnu verið æði mistækur og spurning hvort annar maður fái bráðlega tækifærið í stað hans í byrj- unarliði Tottenham. Eftir þetta voru Liverpool-menn áfram betri og fengu nokkur ágæt færi. Best þeirra var frá Steven Gerr- ard sem skaut knettinum í stöngina úr aukaspyrnu. Robbie Keane skorar tvö Totteham jafnaði leikinn nokk- uð óvænt rétt fyrir leikhlé. Dimitar Berbatov flikkaði boltanum áfram á Robbie Keane sem potaði knettinum framhjá Reina í markinu. Síðari hálfleikur var einung- is tveggja mínútna gamall þeg- ar Robbie Keane hafði komið Tot- tenham yfir í leiknum. Uppskriftin var sú sama og í fyrra marki Totten- ham. Berbatov flikkaði knettinum á Keane sem skoraði með skoti á lofti úr teignum í slá og inn. Þeir félagar sýndu þarna enn einu sinni að þeir eru með hættulegri framherjapörum í enska boltanum. Torres er góður leikmaður Liverpool lagði nú aukið kapp á að jafna leikinn. Það gekk hins veg- ar brösulega að fá færi og áhorfend- ur urðu fljótt argir út í leikmenn. Það skilaði sér inn á völlinn og óþolin- mæði leikmanna jókst. Alltaf var reynt að gefa úrslitasendingu í stað þess að byggja upp betri sóknir. Mínúturnar tifuðu og Tottenham- menn vörðust og beittu skyndisókn- um. Minnstu munaði að Tottenham skoraði úr einni slíkri þegar Jose Reina fór í skógarferð og missti bolt- ann. En dómari leiksins Mark Hals- ey mat það sem svo að Gareth Bale hefði brotið á markverðinum, um- deildur dómur þar á ferð. Fátt virtist benda til þess að Liver- pool myndi jafna í síðari hálfleik. Argentíski miðjumaðurinn Javier Mascerano átti tvær góðar tilraun- ir til þess að skora en að því undan- skyldu var fátt að gerast í sóknarleik Liverpool. Jöfnunarmark Liverpool kom í uppbótartíma. Steve Finnan átti góða sendingu á fjærstöng þar sem mættur var Spánverjinn öflugi Fern- ando Torres sem skallaði knöttinn í netið. Gaman er að sjá hvernig hann hefur komið inn í leik Liverpool og hann sýndi þarna mikilvægi sitt fyr- ir liðið. Báðir stjórar ósáttir eftir leikinn Martin Jol var svekktur að leiks- lokum. „Ég er með óbragð í munni eftir þessi úrslit. Við gerðum þá virkilega hrædda. Ef þú er grimmur að sækja í svæðin fyrir aftan varnar- mennina getur þú valdið Liverpool vandræðum. Við erum í 16 liða úr- slitum deildarbikarsins, í riðlakeppni Evrópukeppninnar og nú verðum við að fara að vinna leiki í deildarkeppn- inni. Það er heilmikið í vændum frá þessu liði og við þurfum að byrja á því að klifra upp töfluna. Rafa Benitez var æfur út í sína menn eftir leikinn. Sérstaklega lét hann varnarmennina heyra það. „Ef litið er á mörkin sem við feng- um á okkur má sjá að þau koma eftir tvö mjög slæm mistök. Ég finn eng- ar skýringar á því hvernig þau geta komið til, sérstaklega ekki seinna markið. Við áttum skilið stærri forystu eftir fyrsta markið. Við stjórnuðum leikn- um en náðum ekki að nýta færin. En það breytir því ekki að við töpuðum stigunum vegna lélegs varnarleiks. Það jákvæða við leikinn er að sókn- armenn okkar spiluðu vel og mark Torrres var okkur mjög mikilvægt.“ vidar@dv.is Torres forðaði Tapi gegn ToTTenha Livepool og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli á Anfield. Fernando Torres reyndist hetja heimamanna því hann jafnaði metin fyrir Liverpool í uppbótartíma. Liverpool þarf að gera betur ef þeir ætla sér Englandsmeistara titilinn: Fernando Torres Jafnaði leikinn gegn tottenham á síðustu stundu. ViðaR Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Robbie Keane Skoraði tvö mörk í leiknum og hér fagnar hann fyrra marki sínu. með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 43,986. liverpool ToTTenham reina, finnan, Carragher, hyypia, arbeloa (babel 63), pennant (kuyt 69), mascherano, gerrard, riise, Voronin (benayoun 77), torres. robinson, Chimbonda, dawson, kaboul, lee, tainio (malbranque 75), jenas, Zokora, bale, keane, berbatov. maður leiksins Robbie Keane Tottenham 48% 22 7 1 5 19 0 0 52% 3 13 3 3 12 1 0 2:2Voronin 12, torres 90. keane 45., keane 47.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.