Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 14
mánudagur 8. október 200714 Sport DV Watford efst Watford náði um helgina fjögurra stiga forystu í ensku Championship-deildinni þegar liðið vann spútniklið Scunthorpe 1–1. darius Henderson, marlon king og adam Johnson skoruðu mörk Watford, sem lauk leiknum manni færri eftir að Lee Williamson var vikið af leikvelli. „mér fannst spennandi að heimsækja Scunthorpe því þetta er skemmtilegt félag. Við höfum smakkað rækjusam- lokurnar hjá stórliðunum og ég er viss um að Scunthorpe á eftir að standa þeim fyllilega á sporði,“ sagði Adrian Boothroyd, stjóri Watford. Þungt yfir Bramall Lane óveðursskýin hrannast upp yfir Sheffield united, sem um helgina tapaði 0–2 fyrir bristol City. mörk davids noble og michaels mcIndoe komu City í fjórða sætið en united er rétt fyrir ofan fallsæti. „Fjöldi leikmanna okkar er ekki jafngóður og ég hélt þegar ég tók við starfinu og við eigum mikla vinnu fyrir höndum,“ sagði Bryan Robson, stjóri Sheffield- liðsins, eftir leikinn. „Ég bjóst ekki við að verða svona neðarlega eftir tíu leiki en við verðskuldum ekkert meira. Ég vonast til að geta fengið leikmenn að láni í janúar en við verðum líka að vera duglegir á æfingasvæðinu.“ Southampton skorar mörkin Southampton, sem fengið hefur 21 mark á sig í haust, sigraði West bromwich albion 3–2. Stern John og rudi Skacel komu Southampton í 2–0 áður en andrande teixeira og robert koren jöfnuðu metin. annað mark Johns skilaði heimamönnum þó sigri. george burley, stjóri dýrling- anna, segir sókn bestu leiðina upp úr Championship- deildinni. „mér finnst sóknarbolti skemmtilegur og tel hann skila bestu úrslitunum svo við munum halda áfram að spila svona. Þetta var stórkostlegur fótboltaleikur og frábær auglýsing fyrir deildina.“ Illa farið með góð færi mark varamannsins kims Christiansen í uppbótartíma færði barnsley stig á the Valley gegn Charlton. Heimamenn höfðu skotið tvívegis í marksúlurnar, áttu skalla sem bjargað var á línu og fóru illa með fjölda annarra góðra færa áður en Zheng Zhi kom þeim yfir á 82. mínútu. Alan Pardew, stjóri Charlton, tók tapinu með jafnaðargeði. „Við höfum ekki tapað í seinustu átta leikjum og ég get ekki áfellst leikmennina fyrir að hafa ekki reynt. Frammistaðan var góð svo ég er ekkert of súr.“ Vann uppáhaldsliðið Vandræði Sheffield Wednesday halda áfram þar sem liðið tapaði 0–2 fyrir Leic- ester um helgina. Wednesday er áfram í næstneðsta sæti en Leicester lyfti sér rétt upp fyrir fallsvæðið með sigrinum. gareth mcauley og sjálfsmark akpos Sodje tryggði refunum sigurinn. Gary Megson, stjóri Leicester, lék á sínum tíma ríflega 200 leiki fyrir Wednesday og faðir hans, don, var fyrirliði liðsins. „Ég bý enn í borginni og lít á mig sem stuðningsmann Wednesday en ég skila vinnuveitanda mínum vinnu minni og þetta voru góð úrslit fyrir mig og félagið,“ sagði megson. enSkI BoLtInn Sir Alex Ferguson reyndist sannspár á blaðamannafundi á föstudag þeg- ar hann spáði því að skammt væri þar til framherjar Manchester Unit- ed sýndu sitt rétta andlit. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að okkur hefur gengið illa að skora. Rooney meiddist, Ronaldo fór í bann og svo var það landsleikja- hléið sem hvert einasta félag þurfti að glíma við. En við eigum eftir að skora mörk, ég vona bara að það verði fyrr en seinna.“ En til að skora mörk þarf fram- herja og einn slíkur í liði United varð frá að hverfa í upphitun. Louis Saha, sem fyrr, kenndi sér meins í hné. Og það gekk meira á fyrir United í fyrri hálfleik, sem félagið hafði ágætis tök á. Nemanja Vidic fékk þungt höfuð- högg og varð að fara af velli. Við það fór John O‘Shea, sem byrjaði leik- inn á miðjunni vegna meiðsla sem herja á United þar, í miðvörðinn. Sjö mínútum síðar var Írinn far- inn sömu leið með marinn vöðva. Danny Simpson fékk þar með eld- skírn sína í úrvalsdeildinni og Ger- ard Pique varð miðvörður við hlið Rios Ferdinand. Tvö mörk Ronaldos Þessar miklu breytingar á lið- inu drógu úr því vígtennurnar í fyrri hálfleik. Leikmenn liðsins voru þó ósáttir við að Mike Riley dómari skyldi ekki dæma vítaspyrnu þegar Michael Brown virtist ryðja Ronaldo niður í teignum. Ryan Giggs hafði átt skot í þverslá áður en Carlos Tevez kom United yfir með laglegu marki á 54. mínútu. Argentínumaðurinn slapp inn fyrir vörn Wigan, eftir stungusendingu Andersons, stóð af sér Kevin Kil- bane og lék á varnarmann og mark- vörð áður en hann sendi boltann í netið. Pressunni var þar með aflétt og fimm mínútum síðar hafði Unit- ed skorað aftur þegar Ronaldo skall- aði inn af stuttu færi eftir að Kirkland hélt ekki fyrirgjöf Giggs sem breytti lítillega um stefnu af Kilbane. Ronaldo bætti við öðru marki sínu, og því fjórða í fimm leikjum, eftir fyrirgjöf Rooneys sem slapp upp í hornið eftir stungusendingu Piques. Átta mínútum fyrir leiks- lok skoraði Rooney svo sjálfur með skalla eftir fyrirgjöf frá Simpson. Í seinni hálfleik var góður hraði og flot í spili United. Brasilíumað- urinn Anderson splundraði vörn Wigan nokkrum sinnum með glæsi- sendingum en ekki kom síður á óvart að hann vann vel til baka og stöðv- aði nokkrar sóknir Wigan. Rooney, Tevez og Ronaldo voru hreyfanlegir og trufluðu flata vörn Wigan. Haldið hreinu sjötta leikinn í röð „Wigan ætlaði sér að gera okkur erfitt fyrir og það vantaði smá neista í okkur sem Carlos útvegaði. Það var sótt að honum úr öllum áttum en hann stóð það af sér og kláraði færið,“ sagði Ferguson um Argentínumann- inn. „Frammistaða okkar í síðari hálf- leik var stórkostleg. Við jukum hrað- ann og framherjarnir okkar virðast vera að ná betur saman.“ Þrátt fyrir ýmis meiðsli sem herjað hafa á vörn United náði liðið að halda hreinu sjötta deildarleikinn í röð. „Meiðslin hafa brotið upp taktinn hjá okkur svo þeir sem komið hafa inn í liðið verðskulda hrós,“ sagði Ferguson sem hrósaði sérstaklega ungu strák- unum, Pique og Simpson. „Danny er fullur sjálfstrausts. Hann er fljót- ur og frábær varnarmaður. Hann er í stöðugri framför og er meðal þeirra sem ég vil ekki lána í vetur því hann er orðinn okkur það verðmætur. Pique stóð sig líka mjög vel í dag. Hann var einn af okkar bestu mönnum gegn Coventry.“ Ekkert alvarlegt Til að gleðja Ferguson enn frekar er ekki útlit fyrir að meiðsli leikmann- anna þriggja séu alvarleg, auk þess sem stutt er í Owen Hargreaves, Darr- en Fletcher og Gary Neville. „Louis fann til í hnénu í upphitun- inni og því miður er staða hans þannig að við þurftum að taka hann út úr hópnum. Nemanja fékk heilahristing og fór upp á spítala. John O‘Shea fékk högg á lærið en ég er viss um að hann verður kominn aftur eftir tvær vikur. Darren byrjar að æfa með okkur á mánudag og ég er viss um að Owen verður orðinn heill eftir tvær eða þrjár vikur. Við vonumst líka til að geta lát- ið Gary spila með varaliðinu í vikunni. Hann er búinn að æfa í rúmar tvær vikur en þarf að koma sér í leikform.“ Hefði getað farið verr Chris Hutchins, stjóri Wigan, sagði sitt lið hafa getað fengið stærri skell á Old Trafford. „Mér fannst leikaðferð- in sem við lögðum upp með í byrjun ganga mjög vel fyrstu 45 mínúturnar en um leið og þeir skoruðu juku þeir hraðann í leiknum og hefðu sennilega getað skorað fleiri mörk. Við getum verið ánægðir með hvernig við vörðumst United í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur olli von- brigðum.“ - GG Loksins mörk Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Carlos Tevez og Wayne Rooney sitt markið hvor þegar Manchester United vann Wigan á heimavelli á laugardag. Þetta er í annað skiptið á leiktíðinni sem United skorar fleiri en eitt mark. Yfirvegaður Carlos tevez sýndi mikla yfirvegun þegar hann skoraði mark sitt. með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 75.300 man. United wigan kuszczak, pique, ferdinand, Vidic (anderson 21), evra, ronaldo, o’Shea (Simpson 30), Scholes, giggs, rooney, tevez (nani 81). kirkland, melchiot (hall 50), boyce, bramble, kilbane, Scharner, brown, Skoko, koumas, olembe (Valencia 66), bent. maðUr Leiksins Anderson, Man. United 57% 19 9 3 12 12 1 0 43% 8 2 1 2 9 1 0 4:0tevez 54., ronaldo 59., 76., rooney 82. Loksins mörk roonaldo-parið fagnar. Góð innkoma brasilíumaðurinn anderson kom inn fyrir nemanja Vidic á 21. mínútu og átti góðan leik. Ekkert sárt að skora Cristiano ronaldo fékk skurð á ennið í leiknum gegn roma í seinustu viku en lét það ekki hindra sig í að skalla boltann í netið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.