Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Side 20
mánudagur 8. október 200720 Sport DV Drogba til Real Madrid? Spánarmeistarar Real Madrid vilja fá Didier Drogba til liðs við sig frá Chelsea í sumar og að sögn spænska blaðsins el mundo hafa madridingar komið tilboði í hendur umboðsmanns leikmannsins sem hljóðar upp á fjögurra ára samning. drogba, sem er 29 ára gamall, er samningsbundinn Chelsea til ársins 2010 en hann hefur ekki farið leynt með það að hann er afar ósáttur að knattspyrnustjórinn José mouriho sé farinn frá félaginu og hvernig var staðið að brotthvarfi hans. Mowbray og Wise bestir Tony Mowbray knattspyrnustjóri Wba var útnefndur stjóri septembermánaðar í ensku 1. deildinni. Wba, sem naumlega missti af úrvalsdeildarsæti á síðustu leiktíð, vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli í mánuðinum og er í toppbaráttu 1. deildarinnar. Það kom fáum á óvart að dennis Wise skildi verða fyrir valinu sem stjóri mánaðarins í 2. deildinni en hann varð einnig fyrir valinu í ágúst. undir hans stjórn hefur Leeds unnið átta leiki og gert eitt jafntefli og eftir að hafa byrjað leiktíðina með 15 stig í mínus eru Leedsarar á fljúgandi ferð og ef þeir halda svona áfram gætu þeir vel komist upp um deild. Ronaldo ætlar að skora meira en í fyrra Cristiano Ronaldo leikmaður englandsmeistara manchester united segist ekki sjá neina ástæðu fyrir því að honum takist ekki að skora fleiri mörk á þessari leiktíð heldur en í fyrra þegar hann skoraði 23 mörk. ronaldo hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu, sigurmörkin gegn Sporting Lissabon og birmingham og tvö mörk gegn Wigan á laugardag. Hann tók út þrjá leiki í banni eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum við Portsmouth í 2. umferð úrvalsdeildarinnar. „23 mörk fyrir kantmann er mjög mikið og hafa skorað svo mörg mörk gerði tímabilið í fyrra mjög sérstakt fyrir mig. en ég hef trú á sjálfum mér og tel að ég geti geti gert betur eða alla vega jafnað tímabilið í fyrra,“ sagði ronaldo þegar hann kynnti nýútkomna bók sína, augnablikið. ronaldo segist vera afar ánægður í herbúðum manchester united og hann eigi knattspyrnustjór- anum, Sir alex Ferguson, mikið að þakka. „Ég er hjá þessu félagi vegna þess að hjá því er Sir alex Ferguon. Hann er frábær þjálfari og góður maður. Þegar maður gerir vonda hluti þá vill hann helst drepa þig en það er það góða við knattspyrnustjóra. Hann er einn af þeim sem gefur manni sjálfstraust til að spila. Ég hef notið þess í botn að spila með manchester united í fimm ár og ég vill halda því áfram.“ enski boltinn Aston Villa átti ekki í erfiðleikum með að gleyma leiknum gegn Tott- enham þar sem þeir misstu þriggja marka forustu niður í jafntefli. Liðið angaði af sjálfstrausti og vann West Ham auðveldlega 1-0. Sigurinn lyfti liðinu upp í fimmta sæti en aðeins tveir leikir voru á laugardag. West Ham olli vonbrigðum í leiknum og voru heppnir að fá aðeins á sig þetta eina mark. Heimamenn voru með tögl- in og hagldirnar framan af í leikn- um. Ashley Young bjó til færi fyrir Luke Moore en skot hans fór fram- hjá. Þvert gegn gangi leiksins skoraði West Ham mark sem dæmt var af. Henri Camara kom boltanum í net- ið en Steve Tanner dómari dæmdi hann brotlegan. Sagði að Camara hefði notað höndina og veifaði gula spjaldinu framan í Camara. Eina mark leiksins kom eftir 21 mínútu. Danny Gabbidon varnar- maður West Ham var dæmdur brot- legur rétt fyrir utan teig og Craig Gardner tók aukaspyrnuna. Þrum- aði boltanum framhjá Robert Green markverði West Ham. Boltinn fór í Gabbidon á leið sinni í markið. Freddy Ljungberg gerði sig líkleg- an til að jafna leikinn í næstu sókn á eftir en skalli hans var varinn af Scott Carson. Hraði Gabriels Agbonlahor og Ashleys Young var of mikill fyrir vörn West Ham og þeir félagar voru alltaf að búa eitthvað til fyrir félaga sína. Þó West Ham hafi verið betri eftir hlé ógnuðu þeir marki heima- manna sjaldan. Heimamenn vissu líka að þeir gætu legið til baka því hraði Agbonlahors og Youngs gæti sprengt vörn gestanna auðveldlega. Steve McClaren landsliðsþjálfari Englands var á leiknum og sá liðs- menn sína í Aston Villa Gareth Barry, Ashley Young og Scott Carson eiga góðan dag. Dean Ashton hins veg- ar var slakur og ekki líklegt að hann byrji inn á í landsleikjum Englands sem fram undan eru, hvað þá hann verði orðinn heill. Hann haltraði af velli þegar West Ham var búið með allar skiptingarnar. Erum að gera eitthvað rétt „Úrslitin eru mjög góð. Maður er alltaf ánægður að fara aftur á sigur- braut sérstaklega eftir mánudags- leikinn og ekki skemmdi fyrir að við héldum hreinu,“ sagði Martin O´Neill stjóri Villa. „Við spiluðum gríðarlega vel í fyrri hálfleik og hefðum kannski átt að vera með meira forskot í leik- hléi. Við bara náðum ekki að nýta þau tækifæri sem við fengum. Mánu- dagurinn sat greinilega í mönnum því við vorum orðnir þreyttir undir lokin. West Ham náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og gafst aldrei upp. Við fórum á hælana í tuttugu mínútur og það kann ekki góðri lukku að stýra. En við unnum og ég er virkilega sátt- ur með það. Áhorfendur fögnuðu okkur að minnsta kosti í lokin þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Alan Curbishley stjóri West Ham var ekki ánægður í leikslok. „Allir vita að við eigum í meiðslavandræðum en þó við höfum tapað hér 0-1 fannst mér við eiga stig skilið úr þessari við- ureign. En erfiður dagur þar sem enn bættist á meiðslalistann okkar. Ash- ton meiddist á hné og er ekki útséð um að hann verði orðinn klár þeg- ar landsliðiðið kemur saman. Hann var bara farþegi undir lokin. Labbaði um völlinn og var greinilega þjáður þannig ég sé hann ekki spila lands- leikina sem fram undan eru. Þannig eins og staðan er núna er ég með fjóra framherja frá vegna meiðsla og svo eru fullt af öðrum leikmönnum líka meiddir. En liðið stóð sína plikt og það er gott að fá smá hlé núna vegna allra meiðslanna.“ Ekkert gengur hjá West Ham á útivelli. Liðið tapaði fyrir Aston Villa 0-1 á Villa Park í Birmingham þar sem Craig Gardner skoraði sigurmarkið. Án Scotts Parker og Antons Ferdinand átti West Ham ekki möguleika. Dean Ashton meiddist einnig í leiknum. sannfærandi sigur með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 40.842 aston villa west ham Carson, mellberg, laursen, knight, bouma, gardner (petrov 78), reo-Coker, barry, agbonlahor, moore (maloney 66), young. green, neill, gabbidon, upson, mcCartney, ljungberg, bowyer, mullins (noble 80), etherington (boa morte 81), ashton, Camara (Cole 36). maður leiksins Craig Gardner, Aston Villa 39% 8 5 1 7 19 3 0 61% 16 3 1 4 13 2 0 1:0gardner 24. BEnEDikT BóAs HinRiksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is skallað frá martin Laursen hefur verið góður í undanförnum leikjum. 1-0 Craig gardner skoraði sigurmarkið í leiknum úr aukaspyrnu. með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 23.901 reading derby hahnemann, murty, duberry, ingimarsson, Shorey, rosenior (oster 60), harper, gunnarsson, hunt, doyle, kitson. bywater, mears, davis, leacock, griffin (earnshaw 75), feilhaber (lewis 65), pearson, oakley, mceveley, howard (barnes 65), miller. maður leiksins Kevin Doyle, Reading 55% 12 3 4 3 9 1 0 45% 7 0 10 3 18 1 0 1:0doyle 63. Steve Coppell gagnrýndi leik- menn sína fyrir helgi í kjölfar 7-4 ósigursins gegn Portsmouth um seinustu helgi. Coppell lét í veðri vaka að ferskt blóð vantaði í lið- ið til að mynda sigurvilja svo liðið lyfti sér frá fallsvæðinu. Fyrirliðinn Graham Murty svaraði því til að leikmenn félagsins yrðu að sanna fyrir stjóra sínum að hann þyrfti ekki að bæta við nýjum mönnum. Sjálfstraust þeirra ætti að hafa eflst eftir helgina með að hafa haldið hreinu. Slíkt er ekki síst afrek í ljósi þess að Michael Duberry er fasta- maður í vörn liðsins. Hann átti ekki góðan dag gegn Derby, en langar sendingar hans fram völlinn röt- uðu sjaldnast á samherja. Þegar heimaliðinu tókst að halda boltan- um til að skapa sér færin brást leik- mönnum þess bogalistin. Undan- tekningin frá þeirri reglu kom á 64. mínútu þegar Doyle skalaði bolt- ann inn af stuttu færi eftir að fyr- irgjöf Grahams Murty hafði flotið áfram af varnarmanni Derby. Æfingarnar borguðu sig Doyle var í leikslok ánægður með að hafa skorað sitt fyrsta mark á leiktíðinni. „Fyrsta markið er allt- af það erfiðasta og bætti ég nokkr- um við. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta eftir hinn fáránlega leik í seinustu viku svo það var frá- bært að halda hreinu. Æfingarnar voru tvöfaldaðar í vikunni og það hefur greinilega skilað sér.“ Reading vann sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni þegar liðið lagði Derby í gær. Kevin Doyle skoraði markið en Derby hefur ekki enn skorað mark á útivelli. doyle sá um derby Barist um boltann James Harper, leikmaður reading, gegn kenny miller, leikmanni derby. ódýrt mark Billy Davies, stjóri Derby, þótti Reading skora of auðveldlega. „Við fengum á okkur of margar auka- spyrnur í fyrri hálfleik en gerðum nokkrar breytingar og virtumst lík- legri til að skora í seinni hálfleik. En það er mikilvægt að halda hreinu og við fengum á okkur ódýrt mark. Við erum að skána og öðlast meira sjálfstraust – við þurfum bara að spila einn góðan útileik til að kom- ast í gang.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.