Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 24
mánudagur 8. október 200724 Fókus DV
á þ r i ð j u d e g i í kvöld
TekjuhæsTa Tónleikaferðin
nú hefur verið reiknað út hversu mikið hljómsveitin Rolling StoneS græddi á
BiggeR Bang-tónleikaferðalaginu sem hófst árið 2005 og lauk í ágúst síðastliðnum.
túrinn kom hljómsveitinni í heimsmetabók guinness. Heildarinnkoma tónleika-
ferðalagsins var tæplega fimm hundruð og sextíu milljónir dollara sem samsavar-
ar um þrjátíu og fjórum milljörðum íslenskra króna.
Skrípalæti í helgidómnum
stórsveit
samma í
tónleikaferð
Stórsveit Samúels Jóns Samúlsson-
ar (Samma í Jagúar) leggur af stað
í stutta tónleikaferð um landið á
miðvikudaginn sem stendur fram
á sunnnudag. Fyrsti viðkomustað-
urinn er Domo á djassklúbbnum
Múlanum í heimasveitinni Reykja-
vík. Á fimmtudag spilar hljóm-
sveitin í framhaldsskólanum á
Grundarfirði, daginn eftir á Græna
hattinum á Akureyri, Herðubreið
á Seyðisfirði er tónleikastaður
laugardagskvöldsins og lokatón-
leikarnir fara svo fram í Rauða
húsinu á Eyrarbakka. Geisladiskur
sveitarinnar, Fnykur, hefur fengið
frábæra dóma og er nú uppseldur
hjá útgefanda en nýtt upplag er á
leiðinni til landsins.
Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók
„Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
Ég tala þínu máli.“
Talar þínu máli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
sýningar
haustsins
í MÍR
Rétt er að vekja athygli á kvik-
myndasýningunum sem fara fram
í MÍR-salnum við Hverfisgötu alla
sunnudaga í haust. Myndirnar sem
sýndar verða eru eins og oftast áður
úr ýmsum áttum; heimildarmyndir
um afrek Sovétmanna á sviði geim-
vísinda, leiknar myndir byggðar á
vísindaskáldsögum, sex verðlauna-
myndir sem sækja efni til Förður-
landsstyrjaldarinnar miklu og loks
verða sýndar tvær ballettmyndir á
jólaföstu. Næsta sunnudag verður
sýnd hin fræga mynd Andrejs Tar-
kovský, Solaris. Nánari upplýsingar
um dagskrána er að finna á mmed-
ia.is/felmir.
ævar Örn
gerir víðreist
Glæpasögur eftir Ævar Örn Jóseps-
son gera víðreist um þessar mund-
ir en bækur hans komu út í Þýska-
landi, Danmörku og Svíþjóð í lok
september. Að því er fram kemur á
heimasíðu Uppheima, sem gefur
út bækur Ævars, er höfundurinn
sjálfur líka á flandri. Í lok október
verður hann gestur á mikilli
glæpasagnahátið í Berlín (Krimi-
tage Berlin) ásamt fleiri íslenskum
glæpasagnahöfundum. Þann 11.
nóvember áritar Ævar Örn síðan
nýútkomna Svarta engla á sænsku
og les upp í stærstu bókabúðinni í
Helsingborg.
Íslenska óperan sækir fram og tekur áhættu.
Britten og Stravinsky hafa nýverið hljómað í Gamla
bíói, nú er röðin komin að Richard Strauss sem ekki
hefur heldur verið talinn til léttari klassíkera. Þeir,
sem vilja ekki hafa neina framúrstefnu í Íslensku
óperunni, eru tæpast mjög kátir, en geta alltént
huggað sig við að Verdi er næstur á dagskrá.
Ariadne auf Naxos er sérkennileg ópera. Hún er
eins konar blanda af gamanóperu, opera buffa, og
hefðbundinni óperu, opera seria. Þetta er djörf list-
ræn tilraun og má kannski deila um það hversu vel
hún hafi tekist frá hendi þeirra Strauss og librettist-
ans, Hugos von Hofmannsthals. Sá síðarnefndi var
raunar frægt leikritaskáld á sinni tíð, þó að leik-
ir hans séu sjaldséðir nú. Einn þeirra, Jedermann,
byggður á kunnum miðaldaleik, rataði meira að
segja. á sviðið í Iðnó fyrir áttatíu árum; spurning
hvort hann sé dauður úr öllum æðum enn. Sam-
starf þeirra Strauss og Hofmansthals var afar frjótt,
en frægust af óperum þeirra er sjálfsagt Der Ros-
enkavalier, þó að ekki hafi hún orðið fyrir valinu að
þessu sinni.
Ariadne auf Naxos skiptist í tvo hluta: eins kon-
ar forleik og svo óperuna sjálfa sem er langur ein-
þáttungur – á köflum satt að segja ansi langur. For-
leikurinn fer fram að tjaldabaki; þar eru söngvarar
að undirbúa sig, listrænir stjórnendur og svo tón-
skáldið sjálft sem er ungt og metnaðarfullt. Sýning-
in á að fara fram í húsi auðkýfings nokkurs sem ætl-
ar að skemmta gestum sínum með henni. Í þessum
forleik skýrist hvers vegna aðalóperan er svo kynleg
sem raun ber vitni.
Ekkert er ókeypis, segja frjálshyggjumennirn-
ir, ekki heldur listin, það þarf alltaf einhver að taka
upp veskið. Og sá sem borgar getur sett ýmis skil-
yrði. Þarna er sem sé líka mættur gamanleikflokk-
ur, úr hinni ítölsku commedia dell‘arte-hefð og nú
heimtar ríki kallinn, patróninn, að alvöruóperan sé
flutt um leið og gamanleikurinn. Allt kemst í upp-
nám, tónskáldið unga ætlar að vera með einhverja
stæla, en hann er talaður til af reyndari mönn-
um; að lokum reyna menn að finna einhverja leið
út úr þessari klemmu. Afraksturinn er seinni hluti
kvöldsins, hin eiginlega ópera um Ariadne. Ariad-
ne er fræg persóna úr goða- og hetjufræði Grikkja,
hún verður fyrir því að maðurinn sem hún elskar og
fórnar öllu fyrir, hafnar henni og skilur hana í ofan-
álag eftir á eyðiey. Hún leggst í þunglyndi, en lifnar
að lokum öll við þegar Bakkus sjálfur kemur í heim-
sókn og ástin kviknar á ný. Í Gamla bíói situr hún
að vísu eftir á sviðinu þegar guðinn svífur á brott.
Hinn þýski leikstjóri sýningarinnar, Andreas Franz,
hefur greinilega ekki viljað láta þetta enda eins vel
og höfundar óperunnar; hvers vegna skil ég ekki. Af
hverju mega leikrit – og alveg sérstaklega óperur –
ekki bara enda vel?!
Það er tæpast með öllu vandalaust að gera
þetta verk sannfærandi í augum nútímaáhorfenda.
Grunnhugmynd þess virðist sú að tefla upphafinni
óperuhefð gegn jarðbundinni kómík; þar liggja
vísast að baki djúpar hugsanir um hið tragíska og
kómíska sem klassíkin vildi halda aðskildu, en efa-
gjarn og tilraunaglaður nútíminn hefur fremur vilj-
að hrista saman. Andreas Franz fer í sviðsetningu
sinni þá leið að leggja mikla áherslu á dekadans-
inn, úrkynjunina, sem löngum hefur verið tengd
fyrri aldamótunum; en ég átta mig ekki alveg á því
að sú nálgun varpi skýrara ljósi á hugmyndir verks-
ins. Leikstjórinn kýs einnig að setja óperuna sjálfa
upp paródískt sem ég hef ekki séð gert áður og
mér finnst ekki virka sérlega vel; þó að margir leik-
enda standi sig bráðvel og einstakir leikpartar verði
skoplegir, og salurinn hlæi oft og einatt, þá verður
þessi skrípagangur fremur leiðigjarn þegar á líður.
Ég hygg líka að þessi túlkunarmáti hefti söngfólk-
ið, einkum þau sem fara með hlutverk Ariadne og
Bakkusar, Hönnu Dóru Sturludóttur og Kolbein Jón
Ketilsson. Hanna Dóra náði sér ekki verulega á strik
fyrr en undir lokin, söng þá glæsilega, en Kolbeinn
Jón, sem er auðvitað einn af okkar allra fremstu
söngvurum var ekki í toppformi á frumsýningunni,
að mér skilst vegna lasleika. Það heyrðist vissulega
og vonandi syngur hann betur á næstu sýningum.
Þó að karlhlutverkin séu hér fleiri að tölu er Ari-
adne mikil kvennaópera; auk Hönnu Dóru eru þær
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Arndís Halla Ás-
geirsdóttir í veigamestu hlutverkunum. Þær standa
sig báðar mjög vel, bæði leik- og sönglega. Arndís
Halla sveiflaði sér fimlega í kröfuhörðum kolórat-
úrum Zerbinettu, sem er fulltrúi hinnar holdlegu
ástar og finnst ekki tiltökumál að skipta um ást-
menn, andstætt Ariadne sem trúir bara á hina einu
sönnu ást. Guðrún Jóhanna, sem fer með hlutverk
tónskáldsins, vakti sérstaka athygli fyrir óþvingaða
og lipra sviðsframkomu. Tónskáldið er karlmað-
ur en hlutverkið skrifað fyrir sópran, þetta er sem
sé buxnarulla svokölluð, eins og Strauss var svo
spenntur fyrir. Hér er söngkonan færð í svart pils
sem mér finnst skrýtið, því að Guðrún Jóhanna hef-
ur líkamsvöxt og strákslegt yfirbragð sem hefði átt
að geta notið sín vel, miklu betur en þegar bringu-
breiðar óperudívur eru settar í hlutverkið.
Karlsöngvararnir skiluðu sínum hlut einn-
ig undantekningalaust vel; ástæðulaust að taka
neinn þeirra út úr. Sömuleiðis aðrar söngkonur. Og
Ingvar E. Sigurðsson var ágætur í allstóru talhlut-
verki. Hann talar á íslensku, en söngvararnir svara
á þýsku; þetta var svolítið skrýtið fyrst, en vand-
ist fljótt. Umgerð sýningarinnar, búningar, ljós og
sviðsmynd, er litskrúðug; sviðið með klassísku yfir-
bragði en í baksýn myndverk með vísun í symból-
ista og dekadenta.
Undirtektir áhorfenda voru góðar og mikið
klappað í lokin. Ég hygg að fögnuðurinn hafi þó
fremur beinst að frammistöðu flytjenda, söngv-
ara jafnt sem hljómsveitar, en áhrifamætti leiksins
í heild. Sú leið, sem leikstjórinn fer, orkar, þegar
upp er staðið, of yfirborðslega. Klisjukennd lýsing
úrkynjaðs umhverfis og kómíkin í sviðsetningunni
hafa ekki nógu djúpar rætur í verkinu sjálfu. En
kannski er verkið bara ekki nógu vel heppnað, þó
að þéttofinn tónavefur Strauss sé að vanda tilkomu-
mikill og á köflum hrífandi melódískur.
Íslenska óperan:
ariadne auf naxos eftir
Richard Strauss og Hugo von
Hoffmansthal
Leikstjóri: andreas Franz
Hljómsveitarstjóri: kurt kopecky
Leikmynd: axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: dýrleif Ýr Örlygsdóttir/
margrét einarsdóttir
Lýsing: björn bergsteinn
guðmundsson
HHHHH
leikdómur
Jón Viðar Jónsson
leiklistargagnrýnandi
„Klisjukennd lýsing úrkynjaðs umhverfis og
kómíkin í sviðsetningunni hafa ekki nógu
djúpar rætur í verkinu sjálfu.“