Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 32
Gunnar Stefán Möller Wathne situr enn í gæsluvarðhaldi í borginni Nýju-Delí á Indlandi eftir að hann var handtekinn á Indira Ghandi- alþjóðaflugvellinum þann 26. sept- ember. Satish Aggrwala, saksókn- ari í málinu, sagði í samtali við DV að umsókn Gunnars Stefáns um að verða leystur úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu hefði farið fyrir dóm- stól í Nýju-Delí á föstudag. Málflutningur saksóknara og verjanda Gunnars Stefáns tók nokkuð langan tíma og var málinu frestað um einn dag. Málflutningi lauk á laugardag. Aggrwala vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi lík- ur á að Gunnar Stefán yrði leystur úr gæsluvarðhaldi en sagðist búast við að niðurstaða dómara myndi liggja fyrir í dag eða á morgun. Ekki er vit- að hvort Gunnari hafi verið skip- aður réttargæslumaður eða hvort íslenskir fulltrúar á vegum sendi- ráðsins á Indlandi hafi hitt hann, en utanríkisráðuneytið veitir ekki upplýsingar um slíkt. Gunnar Stefán hefur nú set- ið í gæsluvarðhaldi í tæpar tvær vikur. Hann hafði ver- ið á flótta undan handtöku í rúm fjögur ár eða alveg frá því hann kom sér undan handtöku í Bandaríkjunum og flúði til Austur-Evrópu. Gunnar er eftirlýstur af bandarísku fíkni- efnalögreglunni, DEA, fyrir að- komu sína að peningaþvætti á mörg hundruð milljónum. Eins og greint hefur verið frá í DV var hann handtekinn af flugvallar- lögreglunni á Indira Ghandi-al- þjóðaflugvellinum eftir að alþjóðalögreglan Inter- pol lýsti opinberlega eft- ir honum. Skrifstofa DEA hjá banda- ríska sendi- ráðinu á Ind- landi staðfesti við DV í síð- asta helgarblaði að unnið væri að framsal- skröfu á hendur Gunnari Stefáni svo hægt verði að rétta yfir honum í Bandaríkjunum. valgeir@dv.is Dorrit Moussiaeff forsetafrú er ein af styrktaraðilum verðlauna sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók við í New York fyrir um hálfum mán- uði. Ólafur Ragnar veitti verðlaunum Louise T. Blouin stofnunarinnar við- töku við hátíðlega athöfn sunnudag- inn 23. september. Verðlaunin hlaut hann fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. Spurn- ingum DV um það hvort aðkoma Dor- ritar að fjármögnun verðlaunanna hafi haft áhrif á að Ólafur Ragnar var valinn hefur ekki fengist svarað. Örn- ólfur Thorsson forsetaritari er á ferða- lagi með forsetanum í Kína. Stórir styrktaraðilar Verðlaunin voru sem fyrr segir veitt við glæsilegan hátíðarkvöldverð af stofnandanum Louise T. Blouin og Elie Wiesel, handhafa friðarverðlauna Nóbels. Fjölmörg alþjóðleg stórfyrir- tæki komu að veitingu verðlaunanna, meðal annars tryggingafélagið AIG, tóbaksrisinn Philip Morris, sem fram- leiðir meðal Annars Marlboro, HSBC- bankinn og Bloomberg. Þá er nafn Dorritar Moussiaeff meðal annarra á lista yfir sérstaka styrktaraðila verð- launanna sem eiginmaður hennar veitti viðtöku. Með henni á listanum eru meðal annars Calvin Klein tísku- hönnuður og fólk af evrópskum kon- ungsættum. Louise T. Blouin stofnunin er ein stærsta stofnun sinnar tegundar sem ekki er fjármögnuð af ríkisstjórnum. Félagið hefur fjárfest fyrir tuttugu milljónir punda eða tæpa 2,5 millj- arða króna í verkefnum sem tengjast góðgerðarstarfsemi. Væntanlegur eftir hálfan mánuð Ólafur Ragnar Gríms- son er nú á ferð um Kína en flýgur svo til Bandaríkjanna þar sem hann mun dvelja í nokkra daga. Ferða- lagi hans um Asíu og Bandaríkin lýkur eftir tæp- ar tvær vikur þegar hann er væntanlegur til Íslands aftur. Louise T. Blouin stofnunin var sett á laggirn- ar fyrir nokkrum árum með það að markmiði að berjast gegn lofts- lagsbreytingum í heiminum. Stofnunin boðar árlega til al- þjóðlegs leiðtogafundar þar sem umhverfismál eru með- al annars ofarlega á baugi. Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, og Abdullahh II, konungur Jórdaníu, hafa meðal ann- ars fengið verð- launin. mánudagur 8. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Er forsetinn nýi Marlboromaðurinn? Dorrit og tóbaksrisi styrktU vErðlaUnin Verðlaun sem Ólafur ragnar Grímsson fékk fyrir baráttu gegn loftslagsbreytingum: Haustblíða Tilbreytingin frá slagviðrinu var góð og Reykvíkingar nutu sólar og blíðu í gær. DV mynd Róbert R. Íslenski flóttamaðurinn fyrir dómara í Nýju-Delí um helgina: stuðla að vændi Friðargæsluliðar á vegum Atl- antshafsbandalagsins hafa stuðlað að vændi á stríðshrjáðum svæðum. Þetta kom fram á ársfundi bandalags- ins sem haldinn var í Laugardalshöll um helgina. Fundargestir töldu mik- ilvægt að hermenn fengju fræðslu um kynferðisofbeldi og þeim væri refsað fyrir kynferðisbrot en dæmi eru um að þeir hafi misnotað sér neyð kvenna og keypt af þeim vændi. Íslenskir friðargæsluliðar eru meðal þeirra sem hafa starfað fyrir Atlantshafsbandalagið á átakasvæð- um en ekki er vitað til þess að þeir hafi keypt vændi. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti verðlaunum styrktum af eiginkonu hans Dorrit Mussiaeff. Gunnar Wathne situr enn í fangelsi beittu táragasi Lögregla þurfti að nota táragas til að leysa upp hópslagsmál í Reykjar- nesbæ að morgni sunnudags. Þegar lögreglumenn komu á staðinn í því skyni að stilla til friðar var að þeim veist með spörkum og frekara of- beldi af fjölda fólks. Ekki þótti önnur lausn fær en að nota táragas til að ná stjórn á lýðnum. Enginn slasaðist alvarlega í átökunum, að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum, en nokkrir leituðu sér læknisaðstoðar vegna minni háttar áverka. Eldur vegna gleymsku Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Akureyri í gær eftir að pottur gleymdist á eldavél. Slökkvilið var kallað út en eldur var ekki mikill þegar það kom á staðinn og gekk vel að slökkva hann. Tvö voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og voru þau flutt á sjúkrahús til skoð- unar vegna mögulegrar reykeitr- unar. Að öðru leyti sakaði þau ekki. Reykur og sót ollu þó nokkrum skemmdum á húsinu. ValGeir Örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Mútað með peningum og víni Lögmaður AFLs, starfsgreina- félags Austurlands, hefur kært GT verktaka til lögreglu fyrir að hafa hót- að erlendum starfsmönnum sínum öllu illa. Það hafi forsvarsmenn fyr- irtækisins gert vegna þess að starfs- mennirnir hafa haldið því fram við verkalýðshreyfinguna að þeir hafi fengið of lítið greitt fyrir vinnu sína. Í tilkynningu frá AFLi kemur fram að starfsmönnunum hafi verið boð- ið peningar og vín gegn því að þeir breyttu framburði sínum og sam- þykktu að fara úr landi í kjölfarið. Að sögn félagsins gekk meirihluti starfs- mannanna að tilboðinu. Fannst meðvitundarlaus Ráðist var á karlmann á fimm- tugsaldri í íbúð við Hringbraut í Reykjavík. Lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu barst tilkynning laust eftir hádegi í gær og er hún kom á staðinn fannst maðurinn meðvitundarlaus í íbúðinni. Hinn slasaði var með mikla áverka á höfði og var í gær talinn í lífshættu. Annar maður, karl á fer- tugsaldri, tilkynnti atburðinn til lög- reglu og var handtekinn á staðnum grunaður um verknaðinn. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.