Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 22
Menning föstudagur 19. október 200722 Menning DV Dómsdags- mynd í Þjóð- minjasafninu Sýningin Á efsta degi verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safns Íslands á morgun kl. 15. Sýndar verða þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarna- staðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal. Á sýning- unni er saga þessara merku myndfjala rakin og gerð grein fyrir rannsóknum og kenning- um fræðimanna í tengslum við þær. Um er að ræða ómetanleg menningarsöguleg verðmæti sem vakið hafa áhuga margra fræðimanna, allt frá Bólu- Hjálmari og Jónasi Hallgríms- syni til sérfræðinga nútímans. Bækur Ný útgáfa af víðlesnustu bók heims kemur út í dag: Ólafur Ragnar tekur við nýrri biblíu Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, veitir fyrsta eintaki hinnar nýju útgáfu Biblíunnar við- töku fyrir hönd íslensku þjóðarinn- ar við hátíðlega athöfn í Dómkirkj- unni í dag. Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, sem jafnframt er forseti Hins íslenska Biblíufélags, mun afhenda Biblíuna af hálfu félagsins og JPV útgáfu. Frá upphafi hefur þýðingarstarf- ið verið stutt dyggilega af hálfu Al- þingis og ríkisstjórnar. Í virðingar- og þakkarskyni fyrir þann stuðning ganga biskup og forráðamenn út- gáfunnar yfir í Alþingishúsið að lokinni athöfn í kirkjunni og af- henda þar forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssyni, forsætisráðherra, Geir H. Haarde og dóms- og kirkjumála- ráðherra, Birni Bjarnasyni, hina nýju útgáfu að gjöf. Að því loknu verður haldinn fréttamannafundur í húsakynnum þingsins. Unnið hefur verið að þýðing- unni í rúman hálfan annan áratug. Þýtt var úr frummál- unum, hebresku og grísku, tillit tekið til stíls frumtext- ans, íslenskrar biblíumáls- hefðar, þarfa hins almenna lesanda og notkunar í helgihaldi kirkju og safnaða. Þetta er fyrsta heildarþýðing Biblíunnar sem út kemur á íslensku í hartnær heila öld, en sú sjötta frá upphafi. Hin nýja útgáfa er einkar vönd- uð að allri gerð, með afar aðgengi- legu letri í tveimur litum, tímatali, orðaskýringum og yfirliti yfir mikilvæga ritningarstaði. Einnig eru falleg litprentuð kort yfir sögustaði. Biblían er prentuð í tveimur stærð- um, bundin inn á fimm mismun- andi vegu og er með gylltu sniði og lesborðum. Bókin verður fáanleg í bókabúðum frá kl. 12 í dag. Athöfn- in í Dómkirkjunni hefst kl. 11 og er öllum opin. Heimsatlas 21. aldar Bókin Jörðin í öllu sínu veldi eftir Douglas Palmer er kom- in út hjá Máli og menningu. Í bókinni eru birtar glæsileg- ustu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar af plánetunni Jörð, að því er fullyrt er í tilkynningu. Gervitungla- myndir frá bandarísku geimferða- stofnunni NASA hafa verið unnar með fullkomnustu tækni og útkoman er myndaatlas sem sýnir allt yfirborð jarðarinnar, verk sem mætti kalla heims- atlas 21. aldarinnar. Í bókinni er meðal annars hægt að sjá hvernig Amazonfljótið streymir frá upptökum sínum í Andes- fjöllum til sjávar í Atlantshafi og hvernig árstíðirnar og veðrið breyta ásýnd jarðarinnar. Blótgælur Ljóðabókin Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er komin út hjá Bjarti. Kristín Svava er tuttugu og tveggja ára og búsett í Reykjavík. Blótgæl- ur er hennar fyrsta bók. Krist- ín hefur meðal annars fengið verðlaun í ritgerðasamkeppni framhaldsskólanema um heimastjórnartímann árið 2004 og hefur skrifað Bakþankap- istla í Fréttablaðið undanfarin misseri. Gjörningaklúbburinn kveður Nú eru síðustu forvöð að sjá yfirlitssýningu Gjörningaklúbbsins í Hafnarhúsi sem lýkur á sunnudag. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og þykir gefa góða yfirsýn yfir þróun hópsins á þeim ellefu árum sem hann hefur starfað saman. Á sýningunni eru myndbönd af gjörningum, ljósmyndir, vídeóverk, þrívíð verk, búningar og aðrir munir sem tengjast ferli hópsins. Sjón þarf vart að kynna fyrir nokkrum Íslendingi. Hann hóf rit- höfundarferil sinn sumarið 1978 með ljóðabókinni Sýnir og á því þrjátíu ára skáldaafmæli á næsta ári. Nýja ljóðabókin hans, Söngur steinasafnarans, er sú tólfta í röð- inni en Sjón hefur jafnframt skrifað sex skáldsögur, söngtexta, líbrettó og kvikmyndahandrit. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir einn söngtexta sinn í kvikmyndinni Dancer in the Dark og fyrir skáld- söguna Skugga-Baldur hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 2005. Kennari í Berlín Á dögunum flutti Sjón tíma- bundið til Þýskalands þar sem hon- um bauðst gestaprófessorsstaða við Freie Universität í Berlín þar sem hann kennir eitt námskeið um ís- lenskar og norænar bókmenntir. „Útgangspunkturinn er mitt höf- undarverk og hvernig ég hef nálg- ast bókmenntirnar. Þetta er dálít- ið skemmtilegt vegna þess að þetta krafðist þess að ég þurfti að skoða hvar ég staðset mig annars veg- ar í bókmenntaheiminum, og hins vegar hvernig ég upplifi íslenskar og norrænar bókmenntir og stöðu JÁTAST undir einlægniskröfuna VIÐTAL Sjón „Það hefur alltaf verið á hreinu hjá mér að ljóðin koma á sínum hraða. Nú bara var einhvern veginn komið að þessu.“ MYND JOHANNES JANSSON/NORDEN.ORG Í vikunni kom út ný ljóðabók eftir Sjón, sú fyrsta í tæpan áratug. Í viðtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir skáldið meðal annars frá ástæðu þess að hann sendir frá ljóðabók á þessum tímapunkti, dvöl sinni í Þýskalandi nú á haustmánuðum þar sem hann sinnir kennslu og einstöku sambandi manna við steina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.