Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 22
Menning föstudagur 19. október 200722 Menning DV Dómsdags- mynd í Þjóð- minjasafninu Sýningin Á efsta degi verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safns Íslands á morgun kl. 15. Sýndar verða þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarna- staðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal. Á sýning- unni er saga þessara merku myndfjala rakin og gerð grein fyrir rannsóknum og kenning- um fræðimanna í tengslum við þær. Um er að ræða ómetanleg menningarsöguleg verðmæti sem vakið hafa áhuga margra fræðimanna, allt frá Bólu- Hjálmari og Jónasi Hallgríms- syni til sérfræðinga nútímans. Bækur Ný útgáfa af víðlesnustu bók heims kemur út í dag: Ólafur Ragnar tekur við nýrri biblíu Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, veitir fyrsta eintaki hinnar nýju útgáfu Biblíunnar við- töku fyrir hönd íslensku þjóðarinn- ar við hátíðlega athöfn í Dómkirkj- unni í dag. Biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, sem jafnframt er forseti Hins íslenska Biblíufélags, mun afhenda Biblíuna af hálfu félagsins og JPV útgáfu. Frá upphafi hefur þýðingarstarf- ið verið stutt dyggilega af hálfu Al- þingis og ríkisstjórnar. Í virðingar- og þakkarskyni fyrir þann stuðning ganga biskup og forráðamenn út- gáfunnar yfir í Alþingishúsið að lokinni athöfn í kirkjunni og af- henda þar forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssyni, forsætisráðherra, Geir H. Haarde og dóms- og kirkjumála- ráðherra, Birni Bjarnasyni, hina nýju útgáfu að gjöf. Að því loknu verður haldinn fréttamannafundur í húsakynnum þingsins. Unnið hefur verið að þýðing- unni í rúman hálfan annan áratug. Þýtt var úr frummál- unum, hebresku og grísku, tillit tekið til stíls frumtext- ans, íslenskrar biblíumáls- hefðar, þarfa hins almenna lesanda og notkunar í helgihaldi kirkju og safnaða. Þetta er fyrsta heildarþýðing Biblíunnar sem út kemur á íslensku í hartnær heila öld, en sú sjötta frá upphafi. Hin nýja útgáfa er einkar vönd- uð að allri gerð, með afar aðgengi- legu letri í tveimur litum, tímatali, orðaskýringum og yfirliti yfir mikilvæga ritningarstaði. Einnig eru falleg litprentuð kort yfir sögustaði. Biblían er prentuð í tveimur stærð- um, bundin inn á fimm mismun- andi vegu og er með gylltu sniði og lesborðum. Bókin verður fáanleg í bókabúðum frá kl. 12 í dag. Athöfn- in í Dómkirkjunni hefst kl. 11 og er öllum opin. Heimsatlas 21. aldar Bókin Jörðin í öllu sínu veldi eftir Douglas Palmer er kom- in út hjá Máli og menningu. Í bókinni eru birtar glæsileg- ustu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar af plánetunni Jörð, að því er fullyrt er í tilkynningu. Gervitungla- myndir frá bandarísku geimferða- stofnunni NASA hafa verið unnar með fullkomnustu tækni og útkoman er myndaatlas sem sýnir allt yfirborð jarðarinnar, verk sem mætti kalla heims- atlas 21. aldarinnar. Í bókinni er meðal annars hægt að sjá hvernig Amazonfljótið streymir frá upptökum sínum í Andes- fjöllum til sjávar í Atlantshafi og hvernig árstíðirnar og veðrið breyta ásýnd jarðarinnar. Blótgælur Ljóðabókin Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er komin út hjá Bjarti. Kristín Svava er tuttugu og tveggja ára og búsett í Reykjavík. Blótgæl- ur er hennar fyrsta bók. Krist- ín hefur meðal annars fengið verðlaun í ritgerðasamkeppni framhaldsskólanema um heimastjórnartímann árið 2004 og hefur skrifað Bakþankap- istla í Fréttablaðið undanfarin misseri. Gjörningaklúbburinn kveður Nú eru síðustu forvöð að sjá yfirlitssýningu Gjörningaklúbbsins í Hafnarhúsi sem lýkur á sunnudag. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og þykir gefa góða yfirsýn yfir þróun hópsins á þeim ellefu árum sem hann hefur starfað saman. Á sýningunni eru myndbönd af gjörningum, ljósmyndir, vídeóverk, þrívíð verk, búningar og aðrir munir sem tengjast ferli hópsins. Sjón þarf vart að kynna fyrir nokkrum Íslendingi. Hann hóf rit- höfundarferil sinn sumarið 1978 með ljóðabókinni Sýnir og á því þrjátíu ára skáldaafmæli á næsta ári. Nýja ljóðabókin hans, Söngur steinasafnarans, er sú tólfta í röð- inni en Sjón hefur jafnframt skrifað sex skáldsögur, söngtexta, líbrettó og kvikmyndahandrit. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir einn söngtexta sinn í kvikmyndinni Dancer in the Dark og fyrir skáld- söguna Skugga-Baldur hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 2005. Kennari í Berlín Á dögunum flutti Sjón tíma- bundið til Þýskalands þar sem hon- um bauðst gestaprófessorsstaða við Freie Universität í Berlín þar sem hann kennir eitt námskeið um ís- lenskar og norænar bókmenntir. „Útgangspunkturinn er mitt höf- undarverk og hvernig ég hef nálg- ast bókmenntirnar. Þetta er dálít- ið skemmtilegt vegna þess að þetta krafðist þess að ég þurfti að skoða hvar ég staðset mig annars veg- ar í bókmenntaheiminum, og hins vegar hvernig ég upplifi íslenskar og norrænar bókmenntir og stöðu JÁTAST undir einlægniskröfuna VIÐTAL Sjón „Það hefur alltaf verið á hreinu hjá mér að ljóðin koma á sínum hraða. Nú bara var einhvern veginn komið að þessu.“ MYND JOHANNES JANSSON/NORDEN.ORG Í vikunni kom út ný ljóðabók eftir Sjón, sú fyrsta í tæpan áratug. Í viðtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir skáldið meðal annars frá ástæðu þess að hann sendir frá ljóðabók á þessum tímapunkti, dvöl sinni í Þýskalandi nú á haustmánuðum þar sem hann sinnir kennslu og einstöku sambandi manna við steina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.