Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 2
Mánudagur 22. október 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Löggan sótti
stolin verkfæri
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu gerði upptækt nokkuð
magn af verkfærum sem talið er
að sé þýfi úr innbrotum í vinnu-
skúra á höfuðborgarsvæðinu.
Þýfið var gert upptækt í Einholti
um miðjan dag á föstudag. Að
sögn varðstjóra hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu var einn
maður handtekinn á staðnum.
Um var að ræða töluvert magn
verkfæra en fjóra lögreglubíla
þurfti til að flytja þau af vett-
vangi.
Bíða krufningar
„Við bíðum enn eftir nið-
urstöðu krufningar til að leiða
hið sanna í ljós. Þá kemur í ljós
hvaða skref verða tekin í rann-
sókninni,“ segir Þorgrímur Óli
Sigurðsson, rannsóknarlögreglu-
maður hjá lögreglunni á Selfossi.
Ekki liggur enn fyrir með
hvaða hætti fangi lét lífið á Litla-
Hrauni 22. september síðast-
liðinn. Starfsfólk og fjölskylda
áttu samtöl við fangann laust
fyrir miðnætti kvöldið áður og
þá komu engar vísbendingar
fram um að eitthvað bjátaði á
hjá fanganum. Hann fannst lát-
inn í klefa sínum án sýnilegra
ummerkja um sjálfsvíg. Beðið er
niðurstöðu krufningar til að fá
frekari vísbendingar um dánar-
orsökina.
Nýr skólastjóri
ráðinn á Ísafirði
Sveinfríður Olga Veturliða-
dóttir hefur verið ráðin í starf
skólastjóra Grunnskólans á Ísa-
firði. Jóna Benediktsdóttir sótti
einnig um starfið en hún var
áður aðstoðarskólastjóri grunn-
skólans. Henni var sagt upp
störfum í vor en ástæðan fyrir
því var sögð vera skipulagsbreyt-
ingar.
Sveinfríður Olga var áður að-
stoðarskólastjóri í Borgarskóla
í Grafarvogi en hóf störf sem
kennari við Grunnskólann á Ísa-
firði í haust. Miklar deilur voru
um brottrekstur Jónu í sumar en
Skarphéðinn Jónsson var áður
skólastjóri. Hann ákvað hins veg-
ar að flytjast búferlum til höfuð-
borgarsvæðisins í haust.
Óvænt uppákoma á stefnumóti DV við Vestfirðinga:
Feðgar styrkja Björgunarfélag Ísafjarðar
„Ég er svo hrærður að ég má vart
mæla,“ sagði Haraldur Júlíusson, full-
trúi Björgunarfélags Ísafjarðar, þegar
hann tók við einnar og hálfrar milljón-
ar króna fjárstyrk síðastliðinn föstudag.
Það eru feðgarnir Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður DV útgáfufélags, og
faðir hans Loftur Magnússon sem sam-
an leggja þetta fé til starfsemi Björgun-
arfélagsins.
Styrkveitingin er tilkomin vegna
tengsla þeirra feðga við Ísafjörð, en
Loftur er fæddur og uppalinn á Ísa-
firði. Faðir Lofts, Magnús Friðriksson,
var sjómaður og réri frá Ísafirði. Hann
fórst í sjóslysi upp úr þarsíðustu alda-
mótum. „Til þess að kóróna þessa
óhamingju, þá brann ofan af ekkjunni
örfáum dögum seinna,“ sagði Reyn-
ir Traustason, annar ritstjóra DV, en
hann afhenti Björgunarfélaginu styrk-
inn fyrir hönd þeirra feðga sem báðir
voru fjarstaddir.
Afhending styrksins fór fram á
stefnumóti sem DV boðaði við Vest-
firðinga í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
á föstudagskvöldið. Á samkomunni
öttu bæjarstjórar og bæjarfulltrúar Ísa-
fjarðarbæjar og Bolungarvíkur kappi í
spurningakeppni, sem stjórnað var af
Lýð Árnasyni, lækni frá Flateyri.
Það voru þau Grímur Atlason,
bæjarstjóri í Bolungarvík, og Soffía
Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar
Bolungarvíkur, sem sigruðu Halldór
Halldórsson, bæjarstjóra Ísafjarðar-
bæjar, og Gísla Halldór Halldórsson
bæjarfulltrúa naumlega. Grímur og
Soffía fengu hundrað þúsund krónur
í verðlaun sem þau ánöfnuðu æsku-
lýðsstarfi í Bolungarvík.
Nánast var húsfyllir í Edinborg-
arhúsi og greinilegt að samkoman
kunni vel að meta framlag feðganna
til björgunarmála á staðnum því að
salurinn reis á fætur og klappaði
þegar upplýst var um styrkinn.
„Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Kveðjur og þakklæti,“ sagði Haraldur
Júlíusson áður en hann steig af svið-
inu.
sigtryggur@dv.is
Fjárstyrkur reynir traustason afhenti Haraldi Júlíussyni styrk upp á eina og hálfa
milljón króna.
Barði Önundarson var hætt kominn þegar báti hvolfdi í Mjóafirði. Með honum í bátn-
um voru fjórar konur sem komust fljótlega á þurrt. Barði segir að kuldinn hafi verið að
ganga af honum dauðum. Aldrei hafi þó komið til greina að gefast upp. Barði segist
aldrei gleyma þeirri stund þegar björgunarsveitarmenn komu að honum.
„Þetta var bara kalt, alveg skítkalt,“
segir Barði Önundarson, 43 ára,
einn þeirra sem féll útbyrðis er bát
hvolfdi á Fremra-Selvatni í Mjóafirði
seinnipartinn á laugardag. Barði var
við veiðar ásamt eiginkonu sinni
Elvu Jóhannsdóttur og þremur öðr-
um konum þegar alda kom und-
ir árabátinn að aftan með þeim af-
leiðingum að hann kastaðist á aðra
öldu fyrir framan bátinn. Barði segir
að þá hafi bátnum hvolft og þau öll
fallið útbyrðis. Konurnar fjórar kom-
ust fljótlega í land af sjálfsdáðum en
Barði var ekki jafn lánsamur og flaut
í burtu frá Elvu og hinum konunum.
Þær komust að litlu nesi sem er rétt
hjá þar sem bátnum hvolfdi.
Klukkutíma í vatninu
„Ég var í svo þungum galla að ég
gat lítið sem ekkert synt. Ég reyndi
að nota hendurnar eins og ég gat
en vatnið var svo kalt,“ segir Barði
en hann segir að kuldinn hafi alveg
verið að ganga af honum dauðum.
Hann var í snjósleðabuxum sem
fylltust fljótlega af vatni. Barði var
þó í björgunarvesti sem hann segir
hafa bjargað lífi sínu.
Aðspurður hversu lengi hann
var í vatninu segir Barði að honum
finnist eins og það hafi verið heil ei-
lífð. Hann hafi það á tilfinningunni
að hafa velkst um í vatninu í hátt í
klukkustund áður en hann náði að
koma sér upp í fjöru. „Þegar ég náði
landi gat ég ekki einu sinni skriðið
á fjórum fótum. Ég lá bara hreyf-
ingarlaus og beið eftir að einhver
myndi sjá mig. Ég var manna fegn-
astur þegar ég sá björgunarsveit-
armenn koma aðvífandi og loks
þyrluna.“
Björgunarsveitarmenn segja að
það gangi kraftaverki næst að Barði
lifiði af. Þeir segja að meðalmaður
hefði náð að endast í fimmtán mín-
útur í sömu aðstæðum og Barði.
Vildi ekki að lífið endaði
Barði segir að lífsviljinn hafi verið
það sterkur að ekki kom til greina að
enda lífið á þennan hátt. „Ég vildi ekki
deyja þarna. Þetta var allt of ódýrt til
að enda þetta svona. Það kom aldrei
til greina að gefast upp þarna í miðju
vatninu. Það var margt sem flaug í
gegnum hugann á meðan ég var í
vatninu. Ég hugsaði bara allan tím-
ann að ég mætti ekki gefast upp. Ef ég
gerði það, þá væri þetta að öllum lík-
indum búið.“
Barði segist hafa reynt að liggja á
bakinu og fikra sig áfram með bak-
sundshandtökum en hann þurfti að
synda um hundrað metra í ísköldu
vatninu. „Ég vissi svona nokkurn veg-
inn hvar ég var og ég reyndi að passa
hvert ég var að fara. Þetta var bara svo
kalt að maður hafði enga stjórn á því
sem maður var að gera. Einföldustu
hreyfingar voru bara stórmál.“
Umvafinn hitateppi
Björgunarsveitarmenn frá Ísa-
firði og Vestfjörðum voru kall-
aðir út ásamt þyrlu Landhelgis-
gæslunnar sem lenti með Barða á
Ísafirði rétt fyrir klukkan sex á laug-
ardaginn.
Barði segir að hann muni seint
gleyma þeirri stund þegar björg-
unarsveitarmenn komu að honum
og veittu honum aðstoð. Hann hafi
ekki síður verið feginn þegar hann
komst inn í hlýja þyrluna sem flutti
hann áleiðis að sjúkrahúsinu á Ísa-
firði.
„Ég vil bara koma á framfæri
miklu þakklæti til allra sem komu
að þessari björgun. Þessir menn
eiga mikið lof skilið.“
Barði eyddi aðfaranótt sunnu-
dagsins á sjúkrahúsinu á Ísafirði
þar sem hann var vafinn í hitateppi.
„Ég var ansi þrekaður eftir þetta og
var ekki lengi að sofna þegar ég var
kominn í hitateppið á sjúkrahús-
inu með frábæra þjónustu.“
Einar Þór SigUrðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
VILDI EKKI DEYJA
Á ÞENNAN HÁTT
Þyrlan flytur Barða Hér sést þyrlan koma með
barða til Ísafjarðar en sjúkrabíll flutti hann áleiðis
á Sjúkrahúsið á Ísafirði. DV MYND: SIGTRYGGUR
Bóluefni tryggt
Íslensk heilbrigðisyfir-
völd hafa keypt tíu þúsund
skammta af bóluefni gegn
H5N1-fuglaflensunni. Samn-
ingur þess efnis var undir-
ritaður af Haraldi Briem
sóttvarnalækni við fyrirtækið
GSK fyrir hönd heilbrigðis-
yfirvalda. Bóluefnið verður
afhent í desember og mun
samningurinn veita Íslend-
ingum möguleika á kaupum á
fleiri skömmtum af bóluefn-
inu verði þess óskað.