Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 4
Mánudagur 22. október 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Erfiðlega gekk að koma konu til bjargar sem leið út af í útiklefa Sundlaugar Seltjarnarness í síðustu viku. Sjúkraflutningamenn gátu ekki komð sjúkrabörum inn í klefann og þurftu að sögn sjónarvotta að troða sjúklingnum út úr klefanum. Haukur Geirmundsson, for- stöðumaður Sundlaugar Seltjarnar- ness, staðfestir erfiðleikana sem upp komu í útiklefanum. Hann segir að búið sé að laga aðstæður þannig að svona lagað geti ekki endurtekið sig. „Hönnun klefanna byggðist upp á því að ekki sæist inn í þá þegar hurð- in opnast því slíkt er alltaf viðkvæmt. Þessi hugsun varð ofar öryggisþætt- inum og leiddi til vandræðanna,“ segir Haukur. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, gerði atburðinn að um- talsefni á vefsvæði sínu. Hann segir mildi að sjúklingurinn var grannur og bendir á að notendur laugarinn- ar hafi lengi barist fyrir úrbótum á útiklefunum. „Slösuðu fólki er bara unnt að koma út í keng. Meðalfeitt fólk verður að deyja á staðnum. Sjúkrabíll kom til að sækja granna konu í klefann. Björgunarfólkið lenti í vandræðum með að troða henni út. Allt bjargaðist um síðir á bráða- vaktinni. Notendur laugarinnar hafa reynt að fá dauðagildruna lagaða,“ segir Jónas. Aðspurður viðurkennir Hauk- ur að vandamálið hefði getað orðið stærra með þyngri manneskju. Hann segir vandann hafa verið bættan samdægurs. „Sem betur fer var þetta bara smotterí og kom ekki að neinni sök. Núna er búið að laga þetta og nú getum við með einu handtaki kippt hurðinni af hjörunum. Um var að ræða hönnunarmistök sem búið er að laga,“ segir Haukur. trausti@dv.is Meðalfeitir verða að deyja á staðnum Sjúkraflutningamenn gátu illa komist að sjúklingi í sundlaug: Búið að laga Forstöðumaður laugarinnar kennir hönnunarmistökum um vandann og segir að búið sé að laga aðstæður. „Það var algjört stríðsástand. Við neyðumst nú til að skoða það í fúl- ustu alvöru hvort takmarka þarf að- gang ákveðins aldurshóps á hátíðina að ári,“ segir Magnús Þór Hafsteins- son, varabæjarfulltrúi á Akranesi, um Írska daga sem haldnir eru há- tíðlegir á hverji ári á Skaganum. Í ár veittust ungmenni að lögregluþjóni og sprautuðu úr slökkvitæki í andlit hans og augu. Dönsuðu eins og villimenn Magnús stýrði ráðstefnu um menningar- og fjölskylduhátíðir sem haldin var á Akranesi á fimmtudag. Til að varpa ljósi á hversu alvarlegt ástandið hafi verið undanfarin tvö ár sýndi hann gestum myndband sem aðgengilegt er á vefveitunni Youtube og sýnir ólæti og ofbeldishegðun ungmenna á Írskum dögum í sumar. Myndbandið er um tíu mínútna langt og sjást þar mjög ölvuð ung- menni á tjaldstæði bæjarins. Nokk- ur þeirra sjást taka sig til og búa til varðeld úr rusli og öðru sem hendi er næst. Fólk safnast saman í kring- um eldinn, fagnar, dansar og hend- ir meira rusli á eldinn. „Þau dönsuðu í kringum eldinn eins og villimenn,“ segir Magnús. Í kjölfarið mætti lögreglan á svæðið enda mikil slysahætta sem þarna skap- aðist. Hún var með slökkvitæki með- ferðis og gerði tilraun til að slökkva eldinn. Það virtist takast en frekari eld- ur blossaði upp. Þá fagnaði fólkið enn meira, klappaði og hrópaði. Lögreglan tók til við að slökkva eldinn endanlega en þá veittist einn hátíðargesturinn að lögreglumanni og beindi slökkvitæk- inu að andliti hans þannig að hann fékk duftið úr því í augun. „Dreptu hann!“ Mikil múgæsing virtist eiga sér stað á hátíðinni og á myndbandinu má meðal annars sjá slagsmál og hvatningarhróp áhorfenda: „Dreptu hann!“ Ein athugasemdin við mynd- bandið á Youtube er: „Og slökkvi- tækið í smettið á löggunni.. haha.“ „Við höfum haldið Írska daga átta sinnum. Það gekk vel framan af en síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið,“ segir Magnús. Hann minnist þess að í fyrra hafi einn meðlimur björgun- arsveitarinnar verið rifbeinsbrotinn af gesti hátíðarinnar. Steinunn Bergmann, félagsráð- gjafi hjá Barnaverndarstofu og ræðu- maður á hátíðinni, benti á að sam- skiptatækni hefði fleygt mikið fram og nú væri hægt að skipuleggja stór- ar hátíðir með stuttum fyrirvara. Nafnið sms-hátíð hefur fest við há- tíðir þar sem ungmenni mæla sér mót með fjöldaskilaboðum í gegn- um farsíma eða jafnvel spjallforrit á netinu og vefsíður. Magnús segir að talið sé að ung- menni hafi ákveðið að fjölmenna á Írska daga í ár eftir slíkar fjöldasend- ingar. „Við höfum áhyggjur af því hvernig ástandið verður á næsta ári.“ Eyðileggja fyrir fjöldanum Á ráðstefnunni kom fram mik- ill vilji til að finna lausnir á vandan- um enda afar leitt ef fámennur hópur kastar rýrð á öll ungmenni og verður til þess að ekki er lengur mögulegt að halda bæjarhátíðir sem þessa. Heilbrigðisráðherra sagði í setn- ingarræðu sinni á hátíðinni að verða þyrfti viðhorfsbreyting gagnvart fjöl- skylduhátíðum. Hann vill að harðar verði tekið á þeim sem ekki fylgja sett- um reglum og haga sér ósæmilega á hátíðunum. Að hans mati þurfa for- eldrar að taka aukna ábyrgð og sýna gott fordæmi við meðferð áfengis. Erla HlynsDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Við neyðumst nú til að skoða það í fúlustu alvöru hvort takmarka þarf aðgang ákveðins aldurshóps á hátíðina að ári.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi á Akranesi, segir stríðsástand hafa ríkt á Írskum dögum í sumar. Virðingarleysi við lögreglu fer vaxandi og réðist ungur maður á lög- reglumann með slökkvitæki þegar lögreglumaðurinn reyndi að slökkva eld sem kom upp á tjaldstæði bæjarins. Björgunarsveitarmaður var rifbeinsbrotinn af hátíðargesti í fyrra. Slökkvitæki beitt á löggu Brot úr myndbandinu Hátíðargestur réðist á lögreglumann með slökkvitæki þegar lögreglumaðurinn reyndi að slökkva eld á tjaldstæðinu. Ræktaði kanna- bis á heimili sínu Björgvin Gíslason, 26 ára, var á föstudag dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands í 120 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, ella sæta fangelsi í tíu daga í fangelsi, fyrir að hafa haft nokkurt magn fíkniefna í fórum sínum. Lög- reglan fann á heimili mannsins fimm kannabisjurtir og við leit á honum fundust 0,74 grömm af amfetamíni og 0,24 grömm af kannabis. Hann hafði komið fyrir á heimili sínu þremur gróður- húsalömpum og rakatæki sem gerð voru upptæk, auk fíkni- efnanna. Dæmdur fyrir dóp á litla-Hrauni Ásgeir Ingi Ásgeirsson var á föstudag dæmdur til að greiða 450 þúsund króna sekt til rík- issjóðs, ella sæta fangelsi í 26 daga, fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum á Litla-Hrauni. Efnin fundust á Ásgeiri þann 20. maí á þessu ári en þá hafði hann í vörslu sinni 1,58 grömm af kókaíni og 44 skammta af LSD. Ásgeiri var einnig gert að sæta upptöku á efnunum sem fundust við leitina. Ásgeir Ingi hefur setið inni á Litla-Hrauni frá árinu 2001 en hann var þá dæmdur fyrir að myrða unga konu með því að henda henni fram af svölum háhýsis. Syngja í sturtu Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar vill hvetja kon- ur til að fara oftar í sund og fá allar konur frítt í Vesturbæjarlaug- ina miðvikudaginn 24. október milli sjö og tíu um kvöldið. Þetta er sjálfur kvennafrídagurinn og er vonast til að konur fjölmenni í sund, syngi í sturtunni og ræði jafnréttismál í pottinum. Góðir gestir verða á staðnum og laugin í sparifötunum. Mun fleiri karlar en konur sækja sundlaugar borg- arinnar að því er kemur fram í út- tekt sem gerð var í september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.