Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 24
Mánudagur 22. október 200724 Fókus DV
á m á n u d e g i
Hvað veistu?
1. Hvað heitir nýja heimildarmyndin um vistheimilið á Breiðavík og fyrrverandi
vistmenn þar?
2. Hvað heitir nýr þjálfari knattspyrnuliðs Fram?
3. Hvað merkir orðið Sjúkalt?
Svör: 1. Syndir feðranna 2. Þorvaldur ÖrlygSSon 3. veikindaSaMt, kvillaSaMt
Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók
„Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
Ég tala þínu máli.“
Talar þínu máli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VONDI PABBI
Sambönd frægra skálda við feður sína eru vafa-
laust áhugavert rannsóknarefni. Það er til dæm-
is athyglisvert að fjögur af frægustu leikskáld-
um vestrænna bókmennta, Shakespeare, Ibsen,
Strindberg og Tsjekhov, áttu feður sem urðu með
einhverjum hætti undir í lífinu; að sumu leyti gildir
það einnig um Eugene O‘Neill, höfuðskáld banda-
rískrar leikritunar. Hvort þessi staðreynd er líkleg
til að dýpka skilning okkar á skáldskap þeirra er
svo annar handleggur, þó að víst getið verið gam-
an að velta henni fyrir sér.
Um föður Franz Kafka gegndi talsvert öðru
máli; hann var sannarlega enginn „lúser“, öðru
nær. Hermann Kafka var ekta nítjándu-aldar patr-
íarki, maður sem hafði brotist úr fátækt til góðra
efna og stýrði fjölskyldu sinni jafnt sem fyrirtæki
með styrkri hendi. Of styrkri að dómi sonar hans,
hins mjúklynda Franz Kafka. Hann þoldi ekki
pabba sinn, fannst hann hafa brotið sig niður, en
komst þó aldrei út úr skugga hans, gat aldrei orðið
frjáls af honum. „Öll skrif mín fjalla um þig,“ seg-
ir hann á einum stað, en talar jafnframt um þau
sem flóttaleið undan ægivaldi föðurins. Það kann
að hljóma mótsagnakennt, en þannig var víst sam-
band Kafka við föður sinn, sem hann bæði hataði
og elskaði.
Gestaleikur sá, sem Þjóðleikhúsið sýndi nú fyrir
helgi og ættaður er frá Kanada, er leikrænn flutn-
ingur á löngu bréfi sem Kafka skrifaði föður sínum,
þar sem hann leitast við að lýsa samskiptum þeirra
og áhrifum á sig. „Bréfið“ var raunar aldrei sent og
ekki birt fyrr en að höfundi látnum, þá auðvitað án
hans samþykkis eins og þau skáldverk sem hann
skildi eftir sig óprentuð. Sálfræðilega sinnaðir rit-
skýrendur hafa þóst finna í því lykil að furðuheimi
Kafka, þar sem eitthvert óskiljanlegt, sínálægt en
þó gersamlega óhöndlanlegt ægivald grúfir yfir
sögusviðinu; vald sem, samkvæmt þessum skiln-
ingi, er eins konar myndgerving á vanmáttarkennd
Kafka gagnvart föðurnum. Ég las þetta bréf á þeim
árum, þegar ég var talsvert uppteknari af Kafka en
ég er nú og varð fyrir miklum vonbrigðum með
það. Mér fannst ég nánast vera að hnýsast í einka-
mál, ekki lesa neitt sem varpaði raunverulegu ljósi
á víddirnar í skáldlist Kafka. Ásakanirnar, gremj-
an og reiðin, sem bréfið kraumar af, orkuðu sjúk-
lega hjá manni sem kominn var hátt á fertugsaldur
þegar hann skrifar þetta, eins og hann hefði alltaf
setið fastur í sjálfsvorkunn unglingsáranna, væri
sífellt að leita að sökudólgi sem hann gæti kennt
um allt sem miður hefði farið í lífi sínu. Nærðist
hann kannski sem höfundur á þessu hatri, var það
sú eitraða uppspretta sem hann sótti órakenndar,
en þó rökréttar hugsýnir sínar til?
Að einhverju leyti kann svo að hafa verið, en
það nægir ekki til að skýra þann áhrifamátt sem
skáldverk Kafka hafa haft, að minnsta kosti ekki
eitt og sér.
Ég verð að játa að þessi leikræni flutningur á
bréfi Kafka til föðurins vakti með mér ósköp svip-
aðar tilfinningar og lestur þess fyrir áratugum. Og
það hygg ég sé ekki að kenna sýningunni eða leik-
gerðinni sem var hvort tveggja snyrtilega unnið.
Leikarinn Alon Nashman dregur upp frekar hvers-
dagslega og litlausa mynd af Kafka, þar sem hann
gengur fram og aftur um sviðið, þylur texta bréfsins
eða skrifar hann með svörtum fjöðrum, afklæðist,
fer aftur í fötin, snarast á bak við lausa rimla eða
skríður inn í grindabúr sem vart geta táknað nema
eitt. Sú geggjun, það demóní, sem hugsanlega
má greina þarna, kom aðallega fram í háværum
hljóð- og tónlistareffektum og ljósabrigðum. Að
lokum spyr maður sig hvað mann varði eiginlega
öll þessi þráhyggja um snúin samskipti tveggja
feðga í austurrísk-ungverska keisaradæminu fyrir
hundrað árum? Gæti annars nokkur maður, sem
kynntist þessum texta án þess að þekkja höfund-
arverk Franz Kafka, látið sér detta í hug að hann
sé ritaður af manni sem talinn hefur verið til höf-
uðskálda nútímans? Væru menn yfirleitt að leggja
á sig að búa til úr honum leikrit, ef svo væri ekki?
Út af fyrir sig er það ágætis framtak hjá Þjóðleik-
húsinu að fylgja eftir leik sínum og Vesturports um
Hamskiptin með gestaleik sem þessum eða fræði-
mannaspjalli, eins og haldið var þar í síðustu viku.
Slík kynning gæti þó orðið enn áhrifameiri ef fleiri
menningar- og listastofnanir væru kallaðar til
samstarfs, til dæmis hefði verið fróðlegt að sjá sýn-
ingu á myndlist sem sótt hefur innblástur í Kafka
eða fáeinar þeirra fjölmörgu kvikmynda sem gerð-
ar hafa verið upp úr sögum hans. Af hverju þurfum
við alltaf að vera að potast þetta hver í sínu horn-
inu? Það er eins og mig rámi í að þjóðleikhússtjóri
hafi fyrir nokkru boðað aukið samstarf við Ríkis-
útvarpið. Fer ekki bráðum að bóla á einhverjum
ávöxtum þess samstarfs?
ÞjóðleikhúSið:
kafka og Sonur
gestaleikur sýndur á Smíðaverk-
stæðinu 18.–20. október
Höfundur og leikari: alon
nashman
Meðhöfundur og leikstjóri: Mark
Cassidy
HHHHH
Leikdómur
Jón Viðar Jónsson
leiklistargagnrýnandi
„Mér fannst ég nánast vera að hnýsast í
einkamál, ekki lesa neitt sem varpaði raunveru-
legu ljósi á víddirnar í skáldlist Kafka.“
Bókaþáttur á
mannamáli
Bókmenntaþátturinn Kiljan er
eitt það best heppnaða efni sem
Sjónvarpið býður upp á í vetur.
Það er vandasamt að gera þætti
um bókmenntir sem verða ekki
annaðhvort út úr snobbaðir og
upphafnir eða leiðinlegir. Kiljan
er laus við hvorutveggja. Þegar
þátturinn var kynntur í upphafi
kviknuðu áhyggjur um að Egill
Helgason umsjónarmaður væri of-
notaður en þáttur hans Silfur Egils
er áberandi og það gat orðið erfitt
hjá honum að brjótast út úr þeim
ham. En hann stóðst prófið og
tókst að koma upp afslöppuðum
bókmenntaþætti á mannamáli.
Þar nýtur hann auðvitað liðsinnis
Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem svo
sannarlega kann að koma frá sér á
mannamáli því sem um er að ræða
hverju sinni. Hinn þungbúni Páll
Baldvin Baldvinsson er líka nauð-
synlegt mótvægi við glaðsinna
Kolbrúnu. Og Egill er límið sem
heldur. Saman myndar þrenning-
in þá heild sem verður til þess að
bókaþjóðin á þess kost að hlýða á
umræðu á mannamáli og fræðast.
Það var sterkur leikur hjá Þórhalli
Gunnarssyni dagskrárstjóra að
landa Agli yfir á Sjónvarpið og slá
með því tvær flugur í einu höggi.
Kiljan og Silfrið eru Sjónvarpinu til
mikils sóma og fyrrnefndi þáttur-
inn er afskaplega vel til þess fall-
inn að auka áhuga þjóðarinnar á
bókmenntum. Þátturinn fær fjórar
stjörnur en það var álitamál hvort
hann ætti ekki að fá fimm.
kiLJAN
REYNIR
TRAUSTASON
horfði á Kiljuna
um helgina
HHHH
Ný stjarna
Stöð 2 ætlar að rústa föstudags-
kvöldunum í vetur heima hjá mér.
Þrír toppþættir og maður getur ekki
gert neitt annað en hlammað sér
í sófann og fylgst með. Flaggskip
föstudagsins er Logi í beinni með
Loga Bergmann. Þvílíkur þáttur.
Hrós til Stöðvar 2-manna fyrir allan
peninginn. Margur hefur reynt að
vera með spjallþætti hér á landi
en allir eiga það sameiginlegt að
hafa náð að láta viðmælendum líða
illa í settinu. Það var ekki þannig á
föstudaginn. Garðari Cortes, Ilmi og
alþingismanninum geðþekka Illuga
Gunnarssyni leið greinilega vel í
settinu enda Logi með húmor og
fær fólk til að líða vel. Fyrir utan eitt
og eitt viðtal sem týnist með Nick
Faldo er Logi yfirleitt alltaf í góðu
skapi en það er önnur saga. Þátt-
urinn var þægilegur áhorfs, jafnvel
aðeins of stuttur, og þá var stundum
klippt á myndavélar sem voru ekki
alveg tilbúnar. Mig langar að gefa
þættinum fullt hús en hef það ekki
í mér þar sem þetta er DV. Maður
verður að vera aðeins á móti.
BENEDIKT BÓAS
horfði á Loga
Bergmann
HHHHH