Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 23
Keppnin um högglengsta kylfing Íslands fór fram um helgina í Hraun- koti, æfingasvæði Keilis í Hafnarfirði, um helgina. Hver kylfingur fékk að slá fimm bolta af teig og var lengsta höggið mælt og varð það að vera á braut svo það teldist gilt í keppninni, allir slógu sömu tegund af boltum. Ólafur Már Sigurðsson úr GR sló lengst allra og er því högglengsti kylf- ingur Íslands 2007. Ólafur Már sló 322,3 metra og er það væntanlega Íslandsmet. Magnús Lárusson úr GKj, sem vann þessa keppni í fyrra, hafnaði í öðru sæti með högg upp á 317,45 metra. Þeir voru þeir einu sem náðu að slá lengra en 300 metra. Auðunn Einarsson úr GK átti þriðja lengsta höggið, 294 metra. Heiða Guðnadóttir úr GS sló lengst í kvennaflokki, 228,2 metra. Íslandsmeistarinn Nína Björk Geirs- dóttir úr GKj varð önnur með 219,5 metra. Þær mættu aðeins tvær í kvennaflokki. Keppt var í þremur forgjafar- flokkum karla í drive-keppninni. Í forgjafarflokki 10,1-20 sigraði Sverr- ir Birgisson úr GVS með högg upp á 267 metra og í forgjafarflokki 20,1 og yfir sigraði Stefán Aðalsteinsson úr GB með högg upp á 243 metra. Þá var keppni um hver væri besti chipparinn og þar sigraði Gunnar Snær Gunnarsson úr GKG, en hann hlaut 150 stig. Björgvin Sigurbergs- son, Íslandsmeistari í höggleik, sigr- aði í púttkeppninni, notaði 30 pútt á 18 holum. Fjölmargir komu í Hraun- kot til að fygljast með keppninni sem var mjög skemmtileg. Nokkur með- vindur var í keppninni högglengsti kylfingurinn og hjálpaði hann örlítið upp á lengdirnar. Annars heppnaðist þessi Golfdagur hjá Keili mjög vel og verður væntanlega haldinn aftur að ári. benni@dv.is DV Sport Mánudagur 22. október 2007 23 Úrslit Högglengsti kylfingurinn (forgjöf 10 og undir) Karlar 1. ólafur Már Sigurðsson GR 322,3 m 2. Magnús Lárusson GKj 317,45 3. auðunn einarsson GK 294 Konur: 1. Heiða guðnadóttir GS 228,2 2. nína björk geirsdóttir GKj 219,5 N1-deild karla Valur – ÍBV 31–19 Mörk Vals (víti): baldvin Þorsteinsson 11 (4), arnór gunnarsson 5, Hjatli Pálmason 4, Fannar Þór Friðgeirs- son 3, elvar Friðriksson 3, kristján Þór karlsson 2, gunnar Harðason 2, Ingvar árnason 1. Varin skot (víti): Pálmar Pétursson 21. Mörk ÍbV (víti): nikolav kulikov 6, Sindri Haraldsson 4, Leifur Jóhannes- son 4, Janis grisanovs 3, Sigurður bragason 1, Sigþór Friðriksson 1. Varin skot (víti): Friðrik Sigmarsson 23. Akureyri – Stjarnan 26–29 Mörk akureyrar: Magnús Stefáns- son 8, goran gusic 7, Heiðar Þór aðalsteinsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2, ásmundur Friðriksson 2, andri Snær Stefánsson 1, bjarni óli guðmundsson 1, einar Logi Friðjóns- son 1, nicolaj Jankovic 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 7, Hörður Flóki ólafsson 7. Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn árnason 8, ólafur Víðir ólafsson 7, björgvin Þór Hólmgeirsson 4, gunnar Ingi Jóhannsson 3, Volodmyr kysil 3, ragnar Már Helgason 2, Jón Heiðar gunnarsson 1, roland eradze 1. Varin skot: roland eradze 12, Hlynur Morthens 3. HK – Fram 26–24 Mörk Hk: augustas Straztas 7, tomas etutis 4, ragnar Hjaltested 4, ólafur bjarki ragnarsson 3, gunnar Steinn Jónsson 3, Sergei Pebraytis 2, arnar Þór Sæþórsson 2, brynjar Hreggviðs- son 1. Varin skot: egidijus Petckevicius 21. Mörk Fram: Jóhann gunnar einarsson 6, daníel berg grétarsson 5, Filip kilszcyk 5, Stefán baldvin Stefánsson 3, einar Ingi Hrafnsson 2, Hjörtur Hin- riksson 1, guðjón Finnur drengsson 1, Haraldur Þorvarðarson 1. Varin skot: björgvin gústavsson 16. Afturelding – Haukar 24–30 Mörk aftureldingar: davíð ásgeirsson 4, daníel Jónsson 4, Hilmar Stefáns- son 3, Hrafn Ingvarsson 3, Magnús einarsson 3, einar Örn guðmundsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, aleksandar Popov 1, Haukur Sigurvinsson 1, Jón andri Helgason 1. Varin skot: Smári guðfinnsson 8, davíð Svansson 2. Mörk Hauka: arnar Jón agnarsson 7, andri Stefan 5, Freyr brynjarsson 4, Jón karl björnsson 4, Halldór Ingólfs- son 2, Sigurbergur Sveinsson 2, Þrös- tur Þráinsson 2, gísli Jón Þórisson 2, Pétur Pálsson 1, arnar Pétursson 1. Varin skot: gísli guðmundsson 15. Staðan Lið L u J t M St 1. Stjarnan 6 5 0 1 184:165 10 2. Hk 6 4 1 1 171:150 9 3. Haukar 6 4 1 1 176:153 9 4. Fram 6 4 1 1 174:159 9 5. Valur 6 2 1 3 148:141 5 6. aftureld. 6 2 0 4 156:165 4 7. akureyri 6 1 0 5 153:173 2 8. ÍbV 6 0 0 6 157:213 0 FormÚla 1 Lokastaða í keppni ökumanna 1. kimi räikkönen Ferrari 110 2. Lewis Hamilton McLaren 109 3. Fernando alonso McLaren 109 4. Felipe Massa Ferrari 94 5. nick Heidfeld bMW 61 6. robert kubica bMW 39 7. Heikki kovalainen renault 30 8. giancarlo Fisichella renault 21 9. nico rosberg Williams 20 10. david Coulthard red bull 14 11. alexander Wurz Williams 13 12. Mark Webber red bull 10 13. Jarno trulli toyota 8 14. Sebastian Vettel Str 6 15. Jenson button Honda 6 16. ralf Schumacher toyota 5 17. takuma Sato Super aguri 4 18. Vitantonio Liuzzi Str 3 19. adrian Sutil Spyker 1 aðrir voru með 0 stig. Lokastaða efstu liða í keppni bílasmiða 1. Ferrari 204 2. bMW 101 3. renault 51 Úrslit helgarinnarStjarnan komst á topp N1-deildarinnar í handknattleik eftir góðan sigur á Akureyri. Valur vann ÍBV örugglega. HK og Haukar unnu góða sigra á föstudagskvöld. Stjörnumenn sigruðu Akureyri 29-26 fyrir norðan og tylltu sér þar með á topp N1-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Ak- ureyri hafði frumkvæðið framan af og leiddi í hálfleik 16-14 eftir að hafa á tímabili haft fjögurra marka forystu. Stjarnan byrjaði síðari hálfleik vel og Roland Eradze hrökk í gang í marki Stjörnunnar. Akureyri leiddi 22-21 en þá kom góður kafli Stjörnumanna og þeir komust í 26-22 forystu sem lagði grunninn að sigri þeirra. Akureyri náði ekki að brúa bilið undir lokin og lokatölur urðu 29-26. Akureyrar- menn geta nagað sig í handarbökin en slæmur leikkafli þeirra undir lok leiksins kom í veg fyrir að þeir fengju eitthvað úr leiknum. Stjörnumenn eru sterkir þó þeir hafi oft leikið bet- ur. Það er þó styrkleikamerki að ná að klára jafna leiki sem þennan. Öruggt hjá Valsmönnum ÍBV stóð í meisturunum framan af leik. Valsmenn virtust eiga í mikl- um vandræðum með sterka vörn Eyjamanna. Eyjamenn spiluðu 5-1 vörn þar sem Sigurður Bragason tók Sigfús Pál Sigfússon leikstjórnanda Valsmanna úr umferð. Það riðlaði sóknarleik Valsmanna sem gekk illa að koma knettinum í netið framhjá Friðriki Sigmarssyni, hinum 16 ára gamla markverði Eyjamanna, sem fór hamförum í fyrri hálfleik og varði 17 skot. Vendipunktur leiksins kom í stöðunni 7-6 þegar ÍBV átti vítakast. Sigurður Bragason skaut þá vítakasti í andlit Pálmars Péturssonar mar- kvarðar Vals og fékk í kjölfarið reisu- passann eins og reglur gera ráð fyrir. Hann verður í leikbanni í næsta leik. Eftir þetta tóku Valsmenn frum- kvæðið og staðan í hálfleik var 16- 11 fyrir þeim. Í síðari hálfleik héldu Valsmenn uppteknum hætti og bættu við forystuna og unnu á end- anum 12 marka sigur, 31-19. Sigurður Bragason fyrirliði ÍBV var ósáttur við að fara í leikbann í næsta leik. „Þetta var nú bara slys. Boltinn var eitthvað blautur og ég notaði extra harpix til þess að halda á boltanum. Það hafði þau áhrif að ég hélt boltanum of lengi og skaut lélegu skoti sem fór óvart í andlitið á Pálmari. Auðvitað finnst mér þetta hart en það er ekki við dómarana að sakast, þeir eru bara að fara eftir reglunum. Hins vegar tel ég regluna um leik- bannið harða og það mætti alveg endurskoða hana,“ segir Sigurður. Föstudagsleikirnir HK sigraði Fram í toppleik um- ferðarinnar í Digranesi. Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn en HK seig fram úr undir lokin. HK byrjaði leikinn betur og komst í 4-0. Framarar náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik þar sem staðan var 14- 12 fyrri heimamenn. Framarar voru ákveðnir í síðari hálfleik og komust meðal annars tveimur mörkum yfir um miðjan síðari hálfleik. HK-menn spýttu þá í lófana og komust tveim- ur mörkum yfir þegar 5 mínútur voru eftir. Þeir létu þá forystu ekki af hendi og unnu góðan sigur. Þetta var fyrsta tap Fram í N1-deildinni. Góður sigur Hauka Haukar gerðu góða ferð upp í Mosfellsbæ þar sem þeir lögðu Aftur- eldingu með sex marka mun 30-24. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í stöðunni 9-8 fyrir Aftur- eldingu tóku Haukamenn við sér og náðu þriggja marka forystu 15-12. Þeir létu hana ekki af hendi í síðari hálfleik. Munurinn var á bilinu 4-6 mörk allan síðari hálfleikinn og sigur Haukamanna var öruggur í lokin. ViðaR GuðjónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is ólafur Már Sigurðsson úr GR er högglengstur kylfinga á Íslandi 2007: ÓLAFUR SLÓ 322 METRA stJarnan Á tOPPinn Baldvin Þorsteinsson Skoraði 11 mörk fyrir Val gegn ÍbV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.