Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 30
Mánudagur 22. október 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Eins og kunnugt er gaf ís-
lenska stuðsveitin Sprengju-
höllin út sína fyrstu breiðskífu
á dögunum. Í tilefni útgáfunn-
ar lét hljómsveitin búa til fyrir
sig sérstaka
Sprengju-
hallarboli í
hinum ýmsu
litum en á
bolunum
eru vel vald-
ar setning-
ar úr lögum
sveitarinn-
ar. Á einni útgáfunni stendur
„Djöfull er ég sammála með
þennan Bigga í Maus“ en sér-
staka athygli vakti að sjá svo
sjálfan Bigga í Maus vappandi á
milli tónleikastaða um helgina,
íklæddan umræddum bol.
n Og meira tengt Sprengjuhöll-
inni. Almenn ánægja virtist ríkja
með framlag hljómsveitarinn-
ar á Airwaves-hátíðinni en hún
steig á stokk í Lídó á fimmtu-
dagskvöldinu. Ekki verður
annað sagt en að staðurinn sé
svolítið öðruvísi en aðrir tón-
leikastaðir hátíðarinnar. Salur-
inn er til að mynda teppalagð-
ur og fannst að minnsta kosti
sumum að þeir væru frekar að
ganga inn á
árshátíð eða
í fermingar-
veislu þegar
þeir fundu
mýktina
undir skón-
um. Bergur
Ebbi, söngv-
ari Sprengju-
hallarinnar, hafði einmitt orð á
veisluandrúmsloftinu í salnum
og benti á að sviðið væri meira
að segja teppalagt. Hann bætti
svo við að það væri aldrei að
vita nema gömul „Bó Halldórs
hráka“ leyndist í flókanum.
n Innri barátta Stöðvar 2 um
útsendingartíma frétta heldur
áfram. Athugulir sjónvarps-
áhorfendur hafa veitt því athygli
að hann hefur styst mjög að
undanförnu og er nú ekki nema
um korter á lengd. Fréttahaukar
geta þó að einhverju leyti tekið
gleði sína á ný. Vegna breytinga
á dagskrá Stöðvar 2 á föstudög-
um lengjast fréttatímar á föstu-
dögum aðeins. Þess ber að geta
að ástæður
þess að Stöð
2 hefur stytt
fréttatímana
er sú að þeir
vilja með því
móti halda
fólki lengur
við skjáinn.
Landinn
virðist nefnilega skipta yfir á
RÚV-fréttirnar um sjöleytið og á
að sporna gegn því.
Hver er maðurinn?
„Ósköp venjulegur strákur frá venju-
legu alþýðuheimili í Vesturbænum.“
Hver eru þín áhugamál?
„Fjölskyldan og vinir. Annað fólk
og öll lifandi menning... og að sjálf-
sögðu fótboltinn.“
Hvað drífur þig áfram?
„Að sjá hlutina gerast.“
Eftirminnilegasta bók sem þú
hefur lesið?
„Þögn hafsins, eftir Vercour, er bók
sem ég las þegar ég var yngri og komst
aftur yfir nýlega hjá Braga Kristjóns-
syni bóksala. Hún stendur mér ofar-
lega í huga um þessar mundir.“
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Ég hlusta á alla músík.“
Ferðast þú mikið innanlands?
„Ekki eins mikið og áður fyrr.“
Nýtur þú þess að vera ríkur?
„Maður sem hefur lifað tímana
tvenna veit að peningar gefa þér sjálf-
stæði og skapa tækifæri til að fram-
kvæma.“
Haldast hamingja og peningar í
hendur?
„Örugglega ekki. Hef verið ham-
ingjusamur bæði ríkur og fátækur.“
Er toppurinn að vera í teinóttu?
„Að sjálfsögðu, enda KR í teinóttu.“
Hefur verið skorað á þig í
forsetaframboð?
„Já. Mönnum sem er illa við mig
hefur dottið það í hug, já.“
Hvernig er að eiga eigið fótbolta-
lið í enska boltanum?
„Sérstök upplifun. Eins og að sitja
í rússíbana.“
Er KR stórveldi?
„Var, er og verður stórveldi.“
Hvílir Hafskipsmálið þungt á
þér?
„Hefur alltaf hvílt þungt á mér og
valdið mér og mínum miklum erfið-
leikum í lífinu.“
Hefur þú fyrirgefið þeim sem þú
telur að hafi gert rangt?
„Það er mikill styrkur í fyrirgefn-
ingunni en allir menn verða að vera
ábyrgir gerða sinna.“
Áttu vini í alþýðustétt?
„Eru ekki allir Íslendingar í alþýðu-
stétt.“
Ertu trúaaður?
„Já. Hef sótt mikinn styrk í trúna
jafnt í blíðu og stríðu.“
Sækir þú kirkju reglulega?
„Ég fer nokkuð oft í kirkju.“
Hvað er fram undan?
„Er ungur maður og á uppleið.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
+11
1
+10
4+11
7
xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+94
+114
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+6
4
+13
7
xx
xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
+8
7
+13
7
+8
7
+7
12
+11
12
+10
7
+12
7
+11
4
xx
xx
xx
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
ER UNGUR MAÐUR
OG Á UPPLEIÐ
Björgólfur Guðmundsson
hefur verið í fréttum fyrir að fá sagn-
fræðinga og lögfræðinga til að rannsaka
Hafskipsmálið upp á nýtt.
Jón Baldvin Hannibalsson á
sameiginlegt með Ólafi Ragnari
Grímssyni að hafa gagnrýnt Hafskip
mikið á þingi um árið...
Ólafur Ragnar Grímsson á
sameiginlegt með Ólafi Páli
Gunnarssyni að halda með Ía...
Ólafur Páll Gunnarsson á sameigin-
legt með Dr. Gunna að hafa fjallað
um tónlist...
Dr. Gunni á það sameiginlegt með
Þórarni Þórarinssyni að vera
blaðamaður...
Þórarinn Þórarinsson á það
sameiginlegt með Gerði Kristnýju
að hafa ritstýrt Mannlífi..
Kolbrún Bergþórsdóttir á það
sameiginlegt með Jóni Baldvin
Hannibalssyni að hafa unnið á
alþýðublaðinu.
tengsl
Gerður Kristný á það sameiginlegt
með Kolbrúnu Bergþórsdóttur að
hafa skrifað minnst eina bók...