Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 17
Eftir mikinn baráttusigur gegn
Derby í síðustu umferð var Reading
snöggt að fara í útivallarformið gegn
Blackburn. Blackburn var betra á öll-
um sviðum fótboltans og landaði ör-
uggum sigri. Marcus Hahnemann
þurfti strax að taka á honum stóra sín-
um á tíundu mínútu þegar hann varði
gott skot frá miðverði Blackburn,
Christopher Samba, eftir góðan und-
irbúning Benni McCarthy. Reading,
sem fer vart í útileiki án þess að láta
hrúga á sig mörkum opnaði fyrir flóð-
gáttirnar á 18. mínútu. Brett Emert-
on sendi þá háa sendingu á fjærstöng
sem Roque Santa Cruz skallaði þvert
fyrir markið á félaga sinn í framlín-
unni, Benni McCarthy, sem átti ekki í
vandræðum með að senda boltann í
fyrstu snertingu í netið.
Aðeins fjórum mínútum síðar
voru Blackburn-menn búnir að bæta
við marki. Santa Cruz afgreiddi þá
sjálfur stungusendingu Davids Dunn
í netið en þessi landsliðsmaður Para-
gvæ hefur nú skorað sex mörk í öllum
keppnum. Eftir þetta var aðeins eitt
lið á vellinum og heimamenn gerðu
út um leikinn strax á 32. mínútu.
Tyrkinn Tugay hamraði þá knettinum
að því er virtist nánast beint á mark
Reading. Flöktið á boltanum var nóg
til að trufla Hahnemann sem reyndi
að kýla boltann frá en hitti hann ekki
og í netinu söng knötturinn. Íslensku
landsliðsmennirnir, Ívar Ingimarsson
og Brynjar Björn Gunnarsson, byrj-
uðu báðir á bekknum hjá Reading.
Í von um að reyna að snúa leiknum
við gerði Steve Coppel tvöfalda breyt-
ingu á liði sínu í hálfleik og sendi þar
Brynjar inn á. Skiptingarnar breyttu
litlu til að byrja með og áfram þurfti
Hahnemann að gera meira en landi
hans í hinu markinu þegar hann varði
gott skot McCarthys snemma í hálf-
leiknum. Leroy Lita sem hafði kom-
ið inn á í hálfleik með Brynjari var
nærri því að skora en aðeins frábær
markvarsla Brads Friedel hindraði
Reading-liðið í því að minnka mun-
inn. Gestirnir fengu þó fleiri færi til að
komast inn í leikinn. Miðvörðurinn
Michael Duberry var nálægt því að
skora þegar skalli hans af fjærstöng
fór í slána og út.
Það var nákvæmlega ekkert sem
féll með gestunum og það sýndi sig
endanlega þegar Stephen Hunt tókst
einhvern veginn ekki að skora, af met-
ers færi, eftir mikil læti upp við mark-
ið. Á endanum skilaði pressan sér þó.
Kevin Doyle skallaði þá knöttinn í
netið á 80. mínútu eftir fyrirgjöf Nick-
eys Shorey. Munurinn fór samt aftur
í þrjú mörk þegar Ibrahima Sonko
braut klaufalega á varamanninum
Matt Derbyshire inni í teig. Dómari
leiksins hikaði ekki við að dæma víta-
spyrnu sem Benni McCarthy skoraði
örugglega úr. Doyle var svo aftur á
ferðinni undir lok leiksins með ann-
að skallamark og aftur eftir sendingu
frá Shorey og þar við sat, 4-2. Reading
hefur nú aðeins náð í eitt stig á ferða-
lögum sínum í deildinni í ár og fengið
á sig heil ellefu mörk í síðustu tveim-
ur leikjum.
Mér að kenna
Mark Hughes, knattspyrnustjóri
Blackburn, var nánast sleginn yfir
því að hafa skorað þrjú mörk á hálf-
tíma. „Að vera þremur mörkum yfir
í hálfleik er eitthvað sem við könn-
umst ekki við. Ég held að við höf-
um aldrei gengið til búningsklefa 3-
0 yfir en það var mjög gaman,“ sagði
Hughes sem var mjög ánægður með
spilamennsku sinna manna. „Mér
fannst við frábærir, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Það var frábært að sjá hvern-
ig menn spiluðu boltanum á milli sín
og hreyfing leikmanna minna var
til fyrirmyndar. Það var einstaklega
gaman að sjá hversu vel okkur gekk
upp við markið.“
Hinn auðmjúki Steve Coppel,
stjóri Reading, kenndi sjálfum sér
um tapið. „Þetta var mér að kenna.
Ég valdi vitlausa aðferð til að spila
leikinn,“ sagði Coppel. „Ég vel hverj-
ir skulu spila og hverjir skulu hvíla
en í dag voru það greinilega rangar
ákvarðanir.“
- Tom
Brasilíski snillingurinn Elano
var maðurinn á bak við 1-0 sig-
ur Manchester City á Birmingham.
Hann skoraði eina markið, sem var
umdeilt, og stýrði City-liðinu til sjötta
sigursins í röð á heimavelli.
Manchester City vann aðeins
fimm heimaleiki á síðasta tímabili
en Sven-Göran Erikson hefur held-
ur betur snúið því við. Hann keypti
marga leikmenn, Elano meðal ann-
ars, og virðist hafa dottið í lukkupott-
inn með þennan frábæra leikmann.
Hann er með frábærar sendingar,
gríðarlega góða tækni og svo getur
drengurinn skorað. Hann skoraði
eina mark leiksins, sitt fjórða á tíma-
bilinu, með góðu skoti. Hann var
einnig á skotskónum þegar Brasil-
íumenn unnu Ekvador 5-0. Ólíkt fé-
lögum hans í landsliðinu sem leika á
Spáni kom Elano ekki of seint til æf-
inga og það var ekki að sjá að ferða-
þreyta væri í skrokknum.
Skömmu áður en markið kom
gerðist umdeilt atvik. Muamba,
leikmaður Birmingham, tók bolt-
ann af Michael Johnson og tók á
sprett. Johnson elti hann uppi, braut
á honum en ekkert var dæmt. Bolt-
inn barst til Elanos sem skoraði með
góðu skoti.
„Ég var hissa á því hvernig hann
hristi af sér flugþreytuna. Hann er
frábær leikmaður og hefur reynst
okkur gríðarlega vel. Hann skorar
einnig mikilvæg mörk fyrir okkur.
Ég trúi því að Elano geti orðið betri
en markið var þannig að hver sem er
hefði verið stoltur af því,“ sagði Sven-
Göran eftir leikinn.
Kollegi hans, Steve Bruce, var allt
annað en sáttur við að dómarinn
hefði ekki dæmt þegar boltinn var
tekinn af Muamba. „Þetta var aug-
ljóst brot og mér fannst dómarinn
fara illa með okkur. Þetta var fárán-
leg ákvörðun og leikurinn fór svona
út af einni ákvörðun. Við gáfum Ela-
no smá pláss og hann skoraði. En
við áttum ekki skilið að tapa þessum
leik.“ benni@dv.is
DV Sport Mánudagur 22. október 2007 17
NEWCASTLE FÆR TOTTENHAM
Í HEIMSÓKN
Mánudagsleikurinn í enska boltanum
ætti að bjóða upp á stórfína skemmtun.
tottenham ferð-
ast þá norður til
newcastle og
mætir heima-
mönnum. Leikir
þessara liða
undanfarin ár
hafa oftar en
ekki boðið upp á
mikið af mörk-
um enda tvö lið
sem setja varnarleikinn ekki ofarlega í
forgangsröðina. Það gæti þó breyst nú.
Stjóri newcastle, Sam Allardyce, hefur
alltaf lagt upp með sterkan varnarleik á
kostnað sóknarinnar. Þrátt fyrir það er
newcastle að fá á sig yfir mark að
meðaltali í leik en hefur þó skorað
þrettán mörk í þessum átta leikjum sem
liðið hefur spilað. Það munar um minna
að Michael Owen sé kominn aftur fyrir
newcastle-menn en hann er búinn að
jafna sig af meiðslum og kominn aftur á
skotskóna. Liðið sem þarf meira að sigra
þennan leik er gestirnir frá Lundúnum,
tottenham. eftir níu leiki sitja þeir í 18.
sæti deildarinnar
með sjö stig,
aðeins búnir að
vinna einn leik.
Varnarleikurinn
hefur verið
algjört grín á
löngum köflum
hjá tottenham
og liðið búið að
fá á sig átján
mörk. Þó totteham búi yfir hverjum
frábærum framherjanum á fætur
öðrum geta þeir ekki skorað nóg til að
bæta upp fyrir slakan varnarleik og því
situr þetta lið sem ætlaði sér svo stóra
hluti í fallsæti. newcastle vonast til að
bjóða aftur velkominn til starfa
miðvörðinn sterka Steven Taylor sem
hefur verið meiddur. Þá gætu
stuðningsmenn newcastle séð Joey
Barton leika í hvítu og svörtu treyjunni
í fyrsta skiptið í kvöld. Fyrrverandi
leikmaður tottenham Jermaine Jenas
snýr aftur á sinn
gamla heimavöll
en hann býst við
einhverjum
öskrum frá
áhorfendum.
Þeir eru ekki
ánægðir við
ummæli sem
sögð eru hafa
komið frá Jenas
þar sem hann
sagði lífið í newcastle vera eins og líf í
gullfiskaskál. „Ég lét þessi frægu orð
aldrei nokkurn tíma falla,“ sagði Jenas.
„Ég get samt ekkert hugsað um þetta í
leiknum þó áhorfendur verði
örugglega að kalla á mig. Ég mun bara
hugsa um totteham því við verðum að
ná í þrjú stig.“
ENSKI bOLTINN
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 19.425
BlackBurn
reading
friedel, emerton, Samba, ooijer,
Warnock (khizanishvili 54.),
bentley, Savage, kerimoglu,
dunn (pedersen 66.), Santa Cruz
(derbyshire 77.), mcCarthy.
hahnemann, murty, Sonko,
duberry, Shorey, bikey (lita 46.),
harper, fae (doyle 64.), rosenior
(brynjar björn 46.), kitson, hunt.
maður leiksins
Roque Santa Cruz, Blackburn
59%
12
7
2
4
8
0
0
41%
12
4
4
9
6
0
0
4:2mcCarthy 18., 82. vítaspyrna, Santa Cruz 22., tugay 32. doyle 80., 90.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 45.688
man. city
Birmingham
hart, Corluka, richards, dunne,
garrido, ireland (ball 80.),
johnson, hamann, petrov,
mpenza (Samaras 65.), elano
(gelson 89.).
maik taylor, kelly, Schmitz (danns
87.), ridgewell, Queudrue,
mcSheffrey (de ridder 58.),
palacios, muamba, nafti
(o’Connor 76.), kapo, jerome.
maður leiksins
Elano, Manchester City
59%
13
3
4
6
18
3
0
41%
14
7
3
7
16
2
0
1:0elano 37.
Blackburn fór létt með Reading sem gengur ekkert á útivelli. Stjóri Reading tók tapið á sig.
Elano sýndi enn á ný snilli sína þegar Man. City vann Birmingham 1-0:
SjÓðheitur elano
Byrjaði á bekknum brynjar björn
gunnarsson byrjaði á bekknum og
kom inn í ómögulegri stöðu.
reading getur
e kert á útivelli
Aðalmaðurinn elano er
að verða einn besti
leikmaður deildarinnar.