Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 18
Mánudagur 22. október 200718 Sport DV
ÚTSALAN HJÁ SPORTLAND ER HAFIN Í ÁRMÚLA 17
Sími 581-1212
mán-fös 11-18 / lau 11-14
afslát
tur af
líkam
srækt
arfatn
aði
frá Be
tter B
odies
50% Troðfullar slár af vörum á 500, 1.000 og 2.000 kr.
Topphlaupavörur frá Mizuno,
Fótboltaskór og æfingafatnaður frá Umbro
Handboltavörurnar frá Kempa
ÖRUGGT HJÁ ARSENAL
Arsenal-menn sýndu enn á ný að
þeir eru ekki tilbúnir að gefa neitt
eftir í titilbaráttu sinni. Lengi vel
héldu Bolton-menn í við Arsenal-
menn en mörk frá Kolo Toure og
Thomas Roskicky í síðari hálfleik
innsigluðu sigur heimamanna.
Fyrir leikinn fengu Cesc Fabre-
gas og Arsene Wenger viðurkenn-
ingu fyrir frammistöðu sína sem
besti leikmaður og þjálfari sept-
embermánaðar. Það styttist í að
Arsenal mæti Manchester Unit-
ed og Liverpool og það verður at-
hyglisvert að sjá hvernig Arsenal
stendur sig í þeim leikjum. En þar
til að þeim kemur verða þeir að
klára „auðveldari“ leiki. Það ætl-
aði að reynast erfitt á móti Bolt-
on og framan af leiknum vantaði
einhvern kraft sem hefur einkennt
Arsenal á leiktíðinni.
Bolton-menn voru sáttir við að
verjast og gerðu það sem þeir gátu
til þess að tefja leikinn, sáttir við 0-
0 stöðuna. Fyrri hálfleikur var svip-
aður og svo margir aðrir hjá Arsen-
al. Bolton-menn lágu aftarlega og
vonuðust eftir því að ná að halda
markinu hreinu á meðan Arsenal-
menn sóttu. Fyrir ári gekk Arsen-
al illa að klára slíka leiki en það er
annar bragur á leik liðsins nú.
Toure braut ísinn
Á 68. mínútu kom fyrsta mark
leiksins. Ivan Campo braut á sókn-
armanni Arsenal og aukaspyrna
var dæmd 25 metra frá marki. Þrír
menn stóðu við boltann, Fabregas
pikkaði í boltann og Kolo Toure
negldi knettinum neðarlega í horn-
ið.
Eftir að markið loksins kom
var ljóst hvort liðið færi með sigur
af hólmi. Boltinn gekk vel á milli
manna og Bolton þurfti að koma út
úr varnarskelinni til þess að reyna
að jafna leikinn. Annað markið lá í
loftinu þar til varamaðurinn Thom-
as Rosicky kláraði leikinn fyrir Ars-
enal um tíu mínútum fyrir leikslok
með marki af stuttu færi. Þar við sat
og Arsenal heldur sæti sínu á toppi
deildarinnar.
Theo Walcott lofaður af
Wenger
Arsene Wenger var að vonum
ánægður með leikinn og hann tiltók
sérstaklega hvað hann var ánægður
með hvernig leikur Theos Walcott
er að þróast. Hann kom inn á sem
varamaður eftir um klukkutíma leik
og breytti miklu í leik Arsenal með
hraða sínum. „Hann er að læra að
nota líkamann betur á þeim hraða
sem hann fer. Þegar þú sérð hvað
hann hefur fram að færa þá verð-
ur maður spenntur að sjá hvern-
ig hann verður í framtíðinni. Hann
mun á endanum verða meira inni
á miðjunni en eins og er þá er Al-
exander Hleb meira í því hlutverki
að sækja inn á völlinn. Hann hefur
þroskast mikið á stuttum tíma,“ seg-
ir Wenger.
Archie Knox sem tók við af Sam-
my Lee í vikunni til bráðabirgða býst
við því að nýr framkvæmdastjóri
taki við bráðlega. „Við erum ekki í
góðri stöðu og vitum af því. Engu að
síður er gott andrúmsloft í hópnum
og allt tal um deilur innan liðsins er
úr lausu lofti gripið,“ segir Knox.
Viðar Guðjónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 59.442
ARSENAL
boLToN
almunia, Sagna, toure, gallas,
Clichy, eboue (rosicky 62.),
fabregas, flamini, hleb (diaby
89.), eduardo (Walcott 62.),
adebayor.
jaaskelainen, joey o’brien, meite,
andrew o’brien, gardner, nolan,
Campo, mcCann, guthrie
(giannakopoulos 77.), diouf
(braaten 68.), davies.
mAðUR LEikSiNS
Kolo Toure, Arsenal
62%
23
4
1
5
15
1
0
38%
2
0
2
3
22
5
0
2:0toure 68., rosicky 80.
Arsenal sigraði Bolton
örugglega 2–0 á heima-
velli sínum Emirates
Stadium. Varnarmað-
urinn Kolo Toure braut
ísinn um tuttugu mín-
útum fyrir leikslok
gegn varnarsinnuðum
Bolton-mönnum.
1–0 fyrir arsenal kolo
toure skoraði fyrra mark
arsenal úr aukaspyrnu.
Walcott góður arsene Wenger
lofaði theo Walcott fyrir
frammistöðuna. Hér er hann að
kljást við abdoulaye Meite,
leikmann bolton.