Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 22
Mánudagur 22. október 200722 Sport DV
Mark
Clattenburg -
dómari
Séð með augum
Liverpool-manna:
Með hlutina á hreinu
þegar brotið var á
Steven Gerrard innan
teigs og rak réttilega
Tony Hibbert af velli.
Gaf Dirk Kuyt gult
spjald fyrir háskalega
tæklingu þrátt fyrir að
hitta ekki Phil Neville
og flautaði að sjálf-
sögðu ekki víti þegar
Joleon Lescott lét sig
detta innan teigs
undir lokin.
Mark
Clattenburg -
dómari
Séð með augum
Everton-manna: Mark
Clattenburg dómari
stórleiks helgarinnar
Everton og Liverpool.
Hann gaf Liverpool víti
þegar Steven Gerrard
stakk sér til sunds,
dæmdi ekkert þegar
Dirk Kuyt ætlaði að
gera úti um feril Phil
Neville og flautaði
ekki víti undir lokin
þegar Joleon Lescott
var rifinn niður af
Jamie Carragher.
ATVIK HELGARINNAR
Markvörður:
Antti Niemi: Varði oft eins og berserk-
ur og hélt Fulham-liðinu á floti gegn
Derby.
Varnarmenn:
Joleon Lescott: Verður ekki sakaður
um að bera ábyrgð á tapinu gegn
Liverpool því hann barðist eins og
ljón allan tímann og átti að fá víti í
uppbótartíma.
Sol Campell: Nýtti líkamstyrk sinn vel
gegn Wigan og hélt sóknarlínu þeirra
í skefjum.
Alex: Skoraði stórbrotið mark sem
eitt og sér tryggir honum stöðu í liði
vikunar.
Glen Johnson: Loksins fengu aðdá-
endur Portsmouth að sjá eitthvað frá
Johnson. Skoraði fallegt mark eftir
góðan einleik.
Miðjumenn:
Alexander Hleb: Nýtti alla sína tækni
gegn Bolton og hikaði hvergi við að
leika á andstæðinginn.
Michael Essien: Naut að burðum
og með hlaupagetu á við maraþon-
hlaupara. Stóð fyrir sínu nú sem
endranær.
Dietmar Hamann: Lengi lifir í göml-
um glæðum og Hamann sýndi að
hann er ekki dauður úr öllum æðum.
Elano: Er að verða einn besti miðvall-
arleikmaður deildarinnar og enn á ný
skoraði hann mark fyrir þá heiðbláu.
Sóknarmenn:
Wayne Rooney: Skoraði tvö og lagði
sig allan fram þrátt fyrir vítaspyrnu-
klúðrið.
Carlos Tevez: Hætti aldrei að hlaupa
og var alltaf að búa eitthvað til fyrir
samherja sína. Sýndi og sannaði að
hann og Rooney geta spilað saman.
Mark helgarinnar Alex - Chelsea
Risinn frá Brasilíu þrumaði boltanum af um 30 metra færi, óverjandi fyrir Mark Schwarzer markvörð Middlesbrough. Sveigjan á boltanum var ótrúleg og langfallegasta mark helgarinnar.
Markvarsla
helgarinnar Stuart Taylor - Aston VillaÞað er ekkert auðvelt að koma inn á í stöðunni 3-1 og mæta Wayne Rooney á vítapunktinum. Stuart Taylor gerði það og varði slaka spyrnu Rooneys. Hann bætti um betur og varði tvisvar úr góðum færum Man. Utd.
Leikur
helgarinnar
Everton - Liverpool
Leikur sem bauð upp á allt,
stórglæsilegt sjálfsmark, umdeilt
víti þar sem Steven Gerrard lét sig
falla, rauð spjöld og sigurmark á
lokasekúndum leiksins. Hvað er
hægt að biðja um meira?
Dietmar Hamann
Antti Niemi
Alex Glen Johnson
Wayne Rooney
Sol Campbell
Michael Essien
Alexander Hleb
Carlos Tevez
Joleon Lescott
Elano
Frammistaða
helgarinnar
Antti Niemi - Fulham
Derby-menn voru sterkari á flest
öllum hliðum knattspyrnunnar en
mættu Niemi í banastuði. Þegar
Finninn knái tekur sig til standast
fáir honum snúning.
Ummæli helgarinnar
„Þetta var mér að kenna. Ég valdi
vitlausa
aðferð til að spila leikinn,“ sagði
auðmjúkur Steve Coppel stjóri Rea
ding.