Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 20
Mánudagur 22. október 200720 Sport DV
spænska úrvalsd.
Deportivo – Valencia 2–4
Levante – Sevilla 0–2
Villarreal – Barcelona 3–1
- eiður Smári guðjohnsen kom inn á
sem varamaður á 72. mínútu.
Espanyol – Real Madrid 2–1
Almeria – Osasuna 2–0
Getafe – Murcia 2–0
Real Betis – Racing S. 1–1
Recreativo – Mallorca 0–2
Valladolid – A. Bilbao 1–2
A. Madrid – Real Zaragoza 4–0
Staðan
Lið L u J t M St
1. r. Madrid 8 6 1 1 17:5 19
2. Villarreal 8 6 0 2 14:9 18
3. Valencia 8 6 0 2 14:11 18
4. barcelona 8 5 2 1 17:7 17
5. espanyol 8 5 1 2 12:9 16
6. a. Madrid 8 4 2 2 15:7 14
7. Mallorca 8 4 2 2 15:10 14
8. racing 8 3 3 2 6:8 12
9. almeria 8 3 2 3 10:8 11
10. Zaragoza 8 3 2 3 11:13 11
11. Sevilla 7 3 0 4 13:10 9
12. Murcia 8 2 3 3 7:8 9
13. a. bilbao 8 2 3 3 7:10 9
14. osasuna 7 2 2 3 8:9 8
15. recreat. 8 2 2 4 7:12 8
16. deport. 8 2 2 4 6:12 8
17. betis 8 1 4 3 8:9 7
18. getafe 8 1 2 5 7:13 5
19. Valladol. 8 1 2 5 9:17 5
20. Levante 8 0 1 7 3:19 1
ítalska úrvalsdeildin
Roma – Napoli 4–4
Reggina – Inter 0–1
- emil Hallfreðsson var í byrjunarliði
reggina en var skipt af velli á 75.
mínútu.
Milan – Empoli 0–1
Atalanta – Torino 2–2
Cagliari – Catania 1–1
Fiorentina – Siena 3–0
Livorno – Lazio 0–1
Sampdoria – Parma 3–0
Udinese – Palermo 1–1
Juventus – Genoa 1–0
Staðan
Lið L u J t M St
1. Inter 8 6 2 0 17:5 20
2. Juventus 8 5 2 1 17:7 17
3. Fiorentina 8 4 4 0 16:7 16
4. roma 8 4 3 1 19:12 15
5. genoa 8 3 3 2 8:8 12
6. Palermo 8 3 3 2 11:11 12
7. udinese 8 3 3 2 9:11 12
8. napoli 8 3 2 3 14:10 11
9. Sampd. 8 3 2 3 8:7 11
10. atalanta 8 2 5 1 10:10 11
11. Milan 8 2 4 2 13:8 10
12. Catania 8 2 4 2 6:7 10
13. Lazio 8 2 4 2 9:11 10
14. torino 8 1 5 2 9:11 8
15. Cagliari 8 2 2 4 8:11 8
16. empoli 8 2 2 4 5:10 8
17. Siena 8 1 3 4 7:12 6
18. Parma 8 1 3 4 7:14 6
19. reggina 8 0 4 4 5:14 4
20. Livorno 8 0 2 6 6:18 2
þýska úrvalsdeildin
Cottbus – Duisburg 1–2
B. Leverkusen – Dortmund 2–2
Hamburg – Stuttgart 4–1
Rostock – Schalke 1–1
Nurnberg – Frankfurt 5–1
Bochum – B. München 1–2
W. Bremen – Hertha B. 3–2
Hannover – Wolfsburg 2–2
Karlsruhe – Bielefeld 0–0
Staðan
Lið L u J t M St
1. bayern M. 10 8 2 0 27:4 26
2. bremen 10 6 2 2 24:16 20
3. Hamburg. 10 6 2 2 16:8 20
4. karlsruhe 10 6 1 3 13:11 19
5. Schalke 10 4 5 1 16:9 17
6. Hannover 10 5 2 3 15:15 17
7. Leverkus. 10 4 3 3 14:8 15
8. Frankfurt 10 4 3 3 12:14 15
9. Wolfsburg 10 3 4 3 15:15 13
10. Hertha b. 10 4 1 5 13:15 13
11. dortm. 10 4 1 5 16:19 13
12. bielefeld 10 3 2 5 12:22 11
13. rostock 10 3 1 6 11:15 10
14. Stuttgart 10 3 1 6 11:18 10
15. nurnb. 10 2 3 5 14:17 9
16. bochum 10 2 3 5 13:17 9
17. duisburg 10 3 0 7 12:17 9
18. Cottbus 10 0 4 6 6:20 4
Úrslit helgarinnar
BristOl CitY BlanDar
sÉr Í tOPPBarÁttUna
dagur sveinn dagbjartsson
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
Watford er með sex stiga forskot í
Coca-Cola-deildinni á Englandi eftir
leiki helgarinnar. Bristol City, sem er
nýliði í deildinni, er í öðru sæti eftir
góðan útisigur á Norwich City.
Bristol City gerði góða fer til Nor-
wich og vann 3-1 sigur, með mörkum
frá Michael McIndoe, Scott Murray
og Lee Trundle. Darren Huckerby
náði að jafna metin fyrir Norwich í
leiknum en það dugði ekki til.
Bristol City komst með sigrinum
í annað sæti deildarinnar og er sex
stigum á eftir Watford. Norwich er
hins vegar í næstneðsta sæti deild-
arinnar með átta stig eftir ellefu leiki.
Aðeins Q.P.R. er fyrir neðan Norwich
en Q.P.R. á leik til góða.
Gary Johnson, stjóri Bristol City,
er í skýjunum með byrjun nýliðanna
en segir að sínir leikmenn verði að
halda sér á jörðinni.
„Við getum látið okkur dreyma ef
við verðum í þessari stöðu eftir 40
leiki, ekki ellefu. Það hefur ekkert
upp á sig að gera sér vonir, við erum
bara að njóta þess sem við erum að
gera á þessari stundu.
Við ræddum ekkert um að við
myndum vera í öðru sæti deildar-
innar þegar tímabilið byrjaði en við
höfðum alltaf trú á því að við gætum
spjarað okkur í þessari deild. Ég tel
mig vera að búa til gott fyrstu deildar
lið og við verðum að halda áfram að
gera það sem við höfum verið að gera
og sjá svo til hvert það leiðir okkur,“
sagði Johnson eftir leikinn.
Norwich er í leit að nýjum knatt-
spyrnustjóra eftir að Peter Grant var
rekinn á dögunum. Jim Duffy stýrði
liðinu gegn Bristol City og sagði eftir
leikinn ýmislegt jákvætt hafa verið í
leik liðsins. Norwich hefur tapað síð-
ustu sjö leikjum sínum. John Hart-
son lék sinn fyrsta leik fyrir Norwich.
„Á þessari stundu eru strákarnir
niðurbrotnir yfir tapinu en í fótbolta
verður maður að taka það jákvæða
úr leiknum og mér fannst margt já-
kvætt í leiknum í dag.
Við byrjuðum leikinn mjög vel
og fengum þrjú eða fjögur mjög góð
færi. Hefði eitt þeirra farið inn hefði
þetta verið allt annar leikur. John
Hartson lék vel í sínum fyrsta leik,
þrátt fyrir að hann hafi sagt eftir leik-
inn að hann hefði átt að skora tvö
mörk,“ sagði Duffy.
Ánægður hjá Watford
Watford fékk Hull í heimsókn á
laugardaginn og fór með 1-0 sigur af
hólmi. Sigurmarkið skoraði Marlon
King á 20. mínútu. Adrian Boothroyd,
stjóri Watford, hefur verið orðað-
ur við knattspyrnustjórastöðuna hjá
Bolton að undanförnu en hann vísar
þeim sögum alfarið á bug.
„Ég hef ekki verið í sambandi við
Bolton, það er algjör uppspuni. Það
er gaman að vera orðaður við Bolton,
því það þýðir að við erum að standa
okkur vel. Ég er enn að læra hlutina
hér og ég er ánægður hjá Watford og
hér vil ég vera þar til ég verð rekinn.
Ég er með fólk hér sem hefur skrifað
undir samning eftir að ég fékk það
félagsins og ef ég ætlast til að það
virði sinn samning þá mun ég virða
minn,“ sagði Boothroyd.
Stern John skoraði sitt þriðja mark
í tveimur leikjum fyrir Southampton
þegar liðið vann Cardiff 1-0 á heima-
velli. Þetta var þriðji sigur Southamp-
ton í síðustu fjórum leikjum og South-
ampton er 9. sæti deildarinnar.
„Við spiluðum ekkert sérlega
vel og gátum aldrei slakað á. En við
vörðumst vel og það höfum ekki gert
hingað til á tímabilinu. Við höfum
spilað betur og tapað, en það mikil-
vægasta var að halda hreinu,“ sagði
George Burley, stjóri Southampton,
eftir leikinn.
Cardiff fékk nokkur góð færi til að
skora í leiknum. Robbie Fowler og
Jimmy Floyd Hasselbaink fengu báð-
ir úrvals færi en allt kom fyrir ekki.
„Við sköpuðum nægilega mörg
færi til að vinna leikinn og að
minnsta kosti til að fá stig. South-
ampton varðist eins og það ætti líf-
ið að leysa, en ég mér fannst alltaf
eins og við myndum fá eitthvað úr
leiknum,“ sagði Dave Jones, stjóri
Cardiff.
Hafa komið á óvart nýliðarnir í
bristol City eru á mikilli siglingu og
eru í öðru sæti eftir ellefu leiki.
Leeds er enn taplaust í annarri deild í enska boltanum. Liðið vann Brighton 1-0 á útivelli:
KANDOL FAGNAÐI SAMNINGI MEÐ MARKI
Leeds er enn taplaust og heldur
áfram að þokast upp töfluna eftir eins
marks sigur á Brighton á útivelli um
helgina, 1-0. Heimamenn í Brighton
byrjuðu betur og áttu tvö færi snemma
leiks. Danskur markvörður Leeds, Cas-
per Ankergren, þurfti að grípa í taum-
ana snemma leiks þegar hann varði
gott skot Jakes Robinson og stuttu síð-
ar áttu Brighton-menn skot framhjá
markinu.
Leeds hefur ekki gengið vel gegn
Brighton á útivelli undanfarin ár og
þeir komu sér ekki í færi fyrr en eft-
ir hálftíma leik. Frakkinn í liði Leeds,
Seb Carole, tók þá boltann á lofti og
hamraði honum á markið en mark-
vörður Brighton gerði vel í því að verja.
Í seinni hálfleik voru það heimamenn
sem voru meira með boltann en Leeds
var alltaf líklegra til að skora. Ipswich-
maðurinn fyrrverandi, Jamie Clap-
ham, þaut upp vinstri kantinn og
náði gullfallegri fyrirgjöf fyrir markið
sem Jerome Beckford skallaði rétt yfir
eftir klukkustundar leik. Áfram hélt
Brighton að sækja en á 79. mínútu var
það Leeds sem skoraði fyrsta og eina
mark leiksins.
Tresor Kandol hélt þá upp á nýja
samninginn sinn með því að skora
sjötta mark sitt í deildinni á skrýtinn
máta. Leeds átti skot að marki sem virt-
ist vera laflaust. Markvörður Brighton
gerði samt mjög illa í að verja skotið
beint fyrir fæturnar á Kandol sem átti
ekki í vandræðum með að skora sig-
urmark leiksins. Leeds hefur nú unn-
ið tíu leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu
tólf leikjum sínum í deildinni. Ef þessi
fimmtán stig hefðu ekki verið dregin af
Leeds fyrir mótið væru þeir með 32 stig
í efsta sæti, níu stigum á undan næsta
liði. Þökk sé þessum mínusstigum sitja
þeir í 9. sæti með 17 stig, sex stigum á
eftir toppliði Leyton Orient. -tom alltaf á uppleið Strákarnir hans Wise eru enn taplausir og nálgast toppinn.
Nýliðarnir í Bristol City hafa
komið hvað mest á óvart í næst-
efstu deild Englands. Liðið er í
öðru sæti, sex stigum á eftir
Watford, eftir góðan útisigur á
Norwich, sem tapað hefur sjö
leikjum í röð í deildinni.