Fréttatíminn - 07.03.2014, Side 18
Íslenskum konum tókst að hrista af sér lauslætisstimpilinn
Þess vegna þurfum við „öfgafemínista“
Í þróttavöruframleiðandinn Adidas tilkynnti á þriðjudag að tveir stuttermabolir sem fyrir-
tækið framleiddi í tilefni af HM í
Brasilíu yrðu teknar úr sölu. Femín-
istar um allan heim höfðu gagnrýnt
fyrirtækið fyrir bolina og brasilíska
ríkisstjórnin kvartaði í kjölfarið við
Adidas yfir því að bolirnir tengdu
Brasilíu við kynlífstúr-
isma. Annar bolurinn sýnir
bikiníklædda konu á strönd
í Ríó undir yfirskriftinni:
„Looking to score?“. Hinn
bolurinn var með áletrun-
inni „I (hjarta) Brazil“ og
var hjartað eins og mynd af
kvenmannsrassi í g-streng.
Nicole Froio, sem er
fædd og uppalin í Brasilíu
og er dálkahöfundur í The
Guardian, gerir bolina að
umræðuefni í nýjasta pistli
sínum. Hún segist hafa
þurfa að lifa með því allt sitt
líf að litið sé á brasilískar konur ein-
göngu sem kynverur og að myndir
af konum með tilvísunum í kynlíf
hafi verið notaðar um áratugaskeið
í því skyni að lokka ferðamenn til
Brasilíu enda hafi landið orð á sér
fyrir að þar sé stundaður kynlífs-
túrismi. Froio segir jafnframt frá
því að nýleg könnun sýni að 99%
brasilískra kvenna hafi orðið fyrir
áreiti á götum úti og að nauðgunum
hafi fjölgað verulega undanfarin ár.
Ríkisstjórn Brasilíu hefur barist
ötullega gegn þessari tegund
„ferðamennsku“. Forseti landsins,
Dilma Rousseff, brást ókvæða við
þegar bolirnir voru settir í sölu
og gagnrýndi forsvarsmenn Fifa
á Twitter síðu sinni, en Adidas er
einn stærsti styrktaraðili heims-
meistarakeppninnar. Ferðamála-
ráðuneytið krafðist þess nýverið að
rúmlega tvö þúsund vefsíður sem
tengdu á einhvern hátt klám og
vændi við Brasilíu fjarlægðu merki
ferðamálaráðs Brasilíu af síðu sinni
í því skyni að sporna gegn kynlífs-
túrisma í landinu.
Þessi ákvörðun Adidas, að nota
líkama kvenna með tilvísun í kynlíf,
til að auglýsa vöru minnir óneitan-
lega á auglýsingaherferð Icelandair
í Bretlandi fyrir um áratug þar
sem gert var út á íslenskar konur
með svipuðum hætti. Auglýsing-
arnar birtust undir yfirskriftunum:
„Fancy a dirty Weekend in Iceland“,
„One Night Stand in Reykjavík“,
„Free Dip every Trip“, „Tvær í tak-
inu“ og „Pester a Beauty Queen“.
Íslandi var á þessum tíma líkt við
„Bangok norðursins” og íslenskar
konur, líkt og hinar brasilísku,
fengu á sig þann stimpil að vera „til
í tuskið“.
Í báðum tilfellum risu upp konur,
sem margir myndu kjósa að kalla
„öfgafemínista“ og mótmæltu því að
konur væru kyngerðar með þessum
hætti og bentu á misréttið og
ofbeldið sem í því felst. Íslenskum
konum hefur tekist að hrista af sér
lauslætisstimpilinn og hingað koma
ferðamenn fyrst og fremst til þess
að njóta náttúrunnar. Við eigum
það meðal annars „öfgafemínistun-
um“ að þakka. Nú er sama barátta
í gangi í Brasilíu. Ég vona bara að
Brasilíubúar eigi nógu mikið af
„öfgafemínistum“.
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Íslenskum konum hefur tekist að hrista af sér lauslætisstimpilinn og hingað koma ferðamenn fyrst
og fremst til þess að njóta náttúrunnar. Við eigum það meðal annars „öfgafemínistunum“ að þakka.
Þyrnir í augum
Háhýsið sem nú stendur til að reisa
neðst við Skúlagötu í Skuggahverfinu er
virkilega vond hugmynd.
Líf Magneudóttir, sem skipar 2. sæti á
lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar í
Reykjavík, vill ekki sjá nýtt háhýsi.
Brimsalt heilsufæði
Saltkjöt og baunir er hollt og gott. Þetta
er rammíslenskur matur sem er búinn
að halda lífi í þjóðinni og við lýsum yfir
stríði á hendur grænmetisætunum í dag.
Jóhannes Stefánsson, matreiðslumaður og
eigandi Múlakaffis, mælir eindregið með
saltkjöti.
Best í hófi
En, þannig er að fólk át sér til óbóta í
fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og
sumir voru ælandi.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri
IKEA, upplýsti í Vísi að gráðugir gestir
IKEA hefðu farið sér að voða í fyrra þegar
saltkjötið var selt á túkall.
Önnur leiftursókn
Við hlökkum til þess að Bandaríkin
vakni.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, stjóri Plain
Vanilla, sér fram á aðra leiftursókn
spurningaleiksins QuizUp sem er nú í boði
fyrir Android-tæki.
Vikan sem Var
AHC samtökin óska eftir
styrkjum til að vinna að grunn-
rannsóknum á Alternating Hemi-
plegia of Childhood auk þess að
stuðla að kynningu á þessum
sjaldgæfa sjúkdómi.
Reikningsnúmer samtakanna er
0319-13-300200 kt. 5905091590
Upplýsingar um AHC er að
finna á heimasíðu AHC sam-
takanna www.ahc.is
18 viðhorf Helgin 7.-9. mars 2014
www.sveinsbakari.is
Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600
Tertur fyrir öll tækifæri
Fermingartertur
Skírnartertur
Útskriftartertur
Afmælistertur
Verið velkomin