Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 20

Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 20
B örn sem ólust upp í íslenska haftasamfélag-inu á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum styttu sér stundir með lestri bóka, útileikjum, í Playmo og síðast en ekki síst við að búa til ævintýraheima með Lego- kubbunum dönsku. Þetta var í þá daga sem fólk gat valið á milli þess að drekka Braga- eða Kaaberkaffi, bjórinn var í útlöndum og Toblerone í Frí- höfninni. Lög unga fólksins voru á einu útvarpsrásinni og ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. Það liggur ekki jafn beint við börnum dagsins í dag að leika sér að kubbum í því offramboði afþreyingar sem á þeim dynur á netinu, í snjallsímum, spjaldtölvum og sjónvarpi. Lego-kubbarnir halda samt velli og eru vinsælli nú en nokkru sinni fyrr en eftir mögur ár tókst nýjum stjórnanda þessa gamalgróna fjölskyldufyrirtækis í Billund í Danmörku að laga sig að breyttum tímum með því að tengja kubbana beint inn í dægurmenningu samtímans. Lego- kubbakarlarnir fara því nú hamförum í vinsælum tölvuleikjum og nú síðast í bíó. Lego The Movie hefur farið sigurför um heiminn, byrjað er að huga að framhaldi, tölvuleikir byggja á henni og svo það sem mestu máli skiptir – það er hægt að kaupa ævintýraheim myndar- innar og persónur hennar í Lego- kubbasettum. Fyrir áratug var Lego í fári. Salan á kubbunum dróst saman um 26% á ári. Árið 2003 tapaði fyrirtækið 1,4 milljörðum danskra króna og hrægammasjóðir voru farnir að voma yfir því. Niðurskurður og fjöldauppsagnir voru því óhjákvæmi- legar og gamla Lego-fjölskyldan gaf stjórn fyrirtæk- isins eftir en með nýjum forstjóra hefur Lego verið í bullandi uppsveiflu níu ár í röð. Salan hefur aukist jafnt og þétt á milli ára og gróðinn vitaskuld líka í takt við það. Heimurinn sigraður – kubb fyrir kubb Lego-kubbarnir dönsku hafa notið mikilla vinsælda hjá börnum í áratugi. Lego-ævintýrið hófst í Billund í Danmörku fyrir rúmum 80 árum þegar blankur trésmiður byrjaði að búa til leikföng úr afgangstimbri. Fyrir áratug blés ekki byrlega fyrir leikfangarisanum og sala á Lego-kubbum dróst hratt saman. Alger viðsnúningur hefur orðið á þessu á síðustu árum og þessi „gamaldags“ leik- fangaframleiðandi hefur fest sig í sessi á tölvuleikjaöld með sterkum tengingum við afþreyingar- iðnaðinn, tölvuleiki og nú síðast bíómynd sem hefur gert stormandi lukku. Fyrsta leikfangið sem Ole Kirk Kristiansen setti á markað, öndin Lego. Lego-bíómyndin hefur slegið í gegn og heillar nú unga sem aldna út um allan heim. Með samvinnu við myndasögurisana Marvel og DC, Lucasfilm og fleiri framleiðendur vinsælla kvikmynda rífur Lego öll landamæri og „Lego kallar“ í gervum vinsælla kvikmyndahetja þvælast nú frá kubbaöskjum yfir í tölvuleiki og bíómyndir. Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP HYUNDAI i30 STYLE Nýskr. 09/08, ekinn 78 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.980 þús. Rnr. 130788. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/12, ekinn 58 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.690 þús. Rnr. 141776. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW X5 4.8i Nýskr. 07/07, ekinn 81 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 270529. MMC PAJERO INTENSE Nýskr. 05/08, ekinn 112 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.790 þús. Rnr. 281095. VW PASSAT ECOFUEL 1,4 Nýskr. 03/12, ekinn 73 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 191310. KIA RIO III Nýskr. 11/12, ekinn 21 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.420 þús. Rnr. 141967. LEXUS RX350 Nýskr. 11/07, ekinn 64 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.390 þús. Rnr. 130903. Frábært verð 5.990 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR 20 úttekt Helgin 7.-9. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.