Fréttatíminn - 07.03.2014, Síða 28
Erlingsson er meiriháttar og
þeir eru náttúrlega algerir snill-
ingar og öðlingar báðir tveir.
Svo er líka bara svo frábært
fólk í Íslensku óperunni og
það er bara búið að vera alveg
meiriháttar að fá að vinna með
þessum íslensku kollegum að
þessu verkefni.“
Alvöru ópera
Elmar segir Ragnheiði vera
alvöru óperu þar sem ekkert
skortir á heitar tilfinningar og
dramatík. „Þetta kom mér líka
svo mikið á óvart og það var
eiginlega uppgötvun fyrir mig
að Gunnar Þórðarson væri bú-
inn að semja óperu þegar þetta
var frumflutt í Skálholti í sumar.
Ég vissi nú ekkert við hverju ég
átti að búast.
Ég var staddur erlendis þegar
þetta fór fram í Skálholti og
komst ekki til landsins en lang-
aði virkilega mikið að koma og
hlusta. Svo heyrði ég hvað þetta
fékk ofboðslega góðar viðtökur
og þegar ég heyrði upptöku af
verkinu í haust heillaðist ég
alveg gersamlega. Þannig að ég
var ekki lengi að hugsa mig um
og samþykkja þetta.“
Elmar gerir ekki mikið úr þeim frábæru
viðtökum og dómum sem hann hefur fengið
fyrir frammistöðu sína í hlutverki Daða. „Já,
jú. Þetta hefur gengið alveg vonum framar
og það stóðu sig allir með einstakri prýði og
frumsýningin gekk rosalega vel. Þannig að
þetta er alveg meiriháttar.“
Og þótt Elmar hafi komið víða við hefur
hann aldrei sungið í jafn góðu húsi og
Hörpu. „Harpan er náttúrlega algerlega
einstök. Það er bara leitun að öðrum eins
hljómburði fyrir söngvara að syngja í. Það
er alveg sama hvar maður stendur í húsinu
og hvort maður gerir forté eða píanissimó
það kemur allt til baka til manns. Þannig að
það er einstaklega fullnægjandi
að standa þarna á sviðinu og fá að
syngja. Þetta er bara búið að vera
mjög skemmtilegt hjá Íslensku
óperunni og algert æði að hafa
fengið að vinna með og öllum
þessum yndislegu kollegum
mínum sem hafa ekki sýnt neitt
nema stuðning og skemmtileg-
heit.“
Leiðist montið fólk
Elmar gerir ekki ráð fyrir því
að snúa aftur til Íslands í bráð.
„Ég sé það nú ekki alveg fyrir
mér. Ég á tíu ára gamla dóttur
frá fyrra sambandi sem býr
hérna á Íslandi þannig að ég er
alltaf heima þegar ég get á milli
verkefna. Ég er með annan fótinn
hérna en það hefur gengið það
vel úti og verið það mikið að gera
og ég er með verkefni langt fram
á næsta ár.“
Það hefur löngum viljað loða
við tenóra að þeir séu drjúgir
með sig, miklir egóistar, en Elm-
ar segist laus við allt slíkt.
„Nei, ég myndi nú ekki segja
að ég sé montinn. En jújú, það
er allt í lagi að hafa sjálfstraust
og það er kannski nauðsynlegt
þegar maður stendur á sviðinu
fyrir framan mörg hundruð eða þúsund
manns. Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér
og vera sannfærður um að maður hafi það til
að bera sem til þarf. En ég held að það megi
segja að ég sé hógvær að eðlisfari og mér
finnst montið fólk leiðinlegt.“
Rafmagnsgítarrokkarinn úr Búðardalnum
segist síður en svo með öllu horfinn inn í
heim klassíkurinnar og römm er sú taug
sem bindur hann við rokkið. „Nei, nei, nei.
Ég er alæta á tónlist. Auðvitað hlusta ég
mikið á klassíska tónlist af hvaða sauðahúsi
sem er og hef algerlega heillast af henni.
Sérstaklega eftir að ég byrjaði að syngja þá
kynntist ég miklu af þessari söngtónlist,
kóra- og kirkjutónlist. Eðlilega. En rokkið og
þessi dægurtónlist á alltaf stað í hjarta mínu
og ég hlusta mjög mikið á rokk og þunga-
rokk. Ég hef meira að segja ennþá gaman
af dauðarokki. Ég spilaði það náttúrlega í
gamla daga og ég reyni, ef ég á þess kost, að
komast á tónleika með dauðarokksböndum.
Alveg hiklaust.“
Óþarfi að vera feitur
Elmar er nýorðinn 36 ára og á því heilmik-
ið inni sem söngvari. Og á hann ekki bara
eftir að hlaða utan á sig kílóum og syngja í
að minnsta kosti 30 ár í viðbót?
„Ég veit það nú ekki, hvort það sé nauð-
synlegt að fita sig. Það kemur kannski bara
án þess að maður sé eitthvað rosalega mikið
að reyna það. Ég held það sé mikill mis-
skilningur að maður þurfi að vera eitthvað
rosalega feitur til þess að vera óperusöngv-
ari. Það er ákveðin mýta.
Það reynir mjög mikið á líkamann að vera
óperusöngvari og sviðslistamaður, sérstak-
lega nú til dags vegna þess að síðustu 30 ár
eða svo hefur þetta listform verið að breytast
mjög mikið. Áður fyrr var þetta bara þannig
að óperusöngvarinn kom á sviðið, plantaði
sér niður og byrjaði að syngja. Og þegar
röðin kom að næsta þá kom hann bara fram
á sviðið og svo framvegis. Þetta er það sem
við köllum „park and bark“ en það er ekki
eins mikið um það núna eins og áður. Nú
hefur leikstjórinn mikið meira um hlutina
að segja og maður þarf oft að gera alls konar
æfingar, hlaupa upp og niður stiga, standa á
haus og ég veit ekki hvað og hvað og syngja
á meðan. Þannig að það borgar sig að vera í
góðu formi og í góðri þjálfun,“ segir óperu-
söngvarinn ungi sem birtist eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum á sviði Hörpu og söng
sig inn í hug og hjörtu áheyrenda.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Magnaður
söngur
Söngur hans var
svo magnaður að
ég fékk gæsahúð
hvað eftir annað.
Röddin var þétt
og fókuseruð, afar
sterk, söngstíll-
inn áreynslulaus
en músíkalskur.
Það var hreinn
unaður að hlýða
á hann syngja. Nú
vil ég ekki nota
orðið efnilegur
um fullmótaðan
listamann, en það
þarf eitthvað mikið
að kom fyrir ef
Elmar á ekki eftir
að verða áberandi í
tónlistarlífinu, bæði
hér og erlendis,
þegar fram líða
stundir. – Úr gagn-
rýni Jónasar Sen í
Fréttablaðinu um
Ragnheiði.
Það var eiginlega uppgötvun fyrir mig að Gunnar Þórðarson væri búinn að semja óperu.
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C02 ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g
HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000
Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn
Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið
valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.
Bí
ll á
m
yn
d:
H
on
da
C
ivi
c 1
.6
i-D
TE
C
E
xe
cu
tiv
e.
HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL
3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km
Utanbæjar akstur
Blandaður akstur
Innanbæjar akstur
CO2
útblástur
94 g/km
Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil,
með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem
býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.
Umboðsaðilar:
Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800
Bílver, Akranesi, sími 431 1985
Höldur, Akureyri, sími 461 6020
Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
www.honda.is
HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000
HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000
28 viðtal Helgin 7.-9. mars 2014