Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Side 34

Fréttatíminn - 07.03.2014, Side 34
.„Ég hef mikinn áhuga á upplýsingalögum og kortum. Það má segja að „Open Street Map“ og þörfin fyrir að safna upp- lýsingum hafi verið þráhyggja mín í nokkur ár,“ segir Svavar Kjarrval sem situr í stjórn Einhverfufélagsins. „Það er ekki hægt að móta okkur öll í sama mótið, við verðum að fá viðurkenningu eins og við erum. Því fagna ég þeirri vakningu sem átt hefur sér stað í um- ræðunni um einhverfu á undanförnum tveimur árum,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem leikur í upp- færslu Borgarleikhússins á verkinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem fjallar um dreng á einhverfurófinu. Jóhanna Vig- dís segir umræðuna um einhverfu og Asperger mjög mikilvæga. „Ég hef heyrt af unglingsstelpum sem hafa ekki fengið greiningu fyrr en allt er komið í óefni því stelpur virðast eiga auðveldara með að sigla í gegnum bernskuna og skólakerfið án þess að nokkur átti sig á því að þær séu ef til vill á einhverfurófi. Þær lýsa því hins vegar að um leið og þær fengu greiningu hafi allt orðið miklu betra, þær fengu þar með viðurkenningu á því hverjar þær væru – og höfðu leyfi til að vera þannig,“ segir hún. „Þegar greiningin var komin var eins og einhver segði: „Þetta er allt í lagi, þú mátt bara vera eins og þú ert,“ segir hún. „Þetta er kannski eins og með alla aðra minnihlutahópa. Við þurfum að berjast fyrir því að allir fái að vera eins og þeir eru. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að við erum öll mismunandi og við þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfilegt. Það þýðir ekki að þeir sem eru í til- teknum minnihlutahópi þurfi sjálfir að berjast fyrir réttindum sínum, svo sem transfólk, svo ég nefni eitt- hvað, heldur verðum við öll að berjast fyrir réttindum þeirra,“ segir hún. Svavar Kjarrval er menntaður tölvunarfræðingur og situr í stjórn Einhverfusamtakanna. Hann er þrítugur en var greindur á einhverfurófi þegar hann var 26 ára.„Ég hef mikinn áhuga á upplýsingalögum og kortum. Það má segja að „Open Street Map“ og þörfin fyrir að safna upplýs- ingum, hafi verið þráhyggja mín í nokkur ár,“ segir Svavar. Hann segir greininguna hafa hjálpað sér við að mynda tengsl við fólk. „Ég hafði mínar grunsemdir og ákvað að panta tíma til að stað- festa þær. Það breytti sýn minni að fá þessa greiningu því maður fer að máta sum einkenni við sig, hluti sem maður sá ekki áður. Svo get ég líka spurt aðra sem eru á rófinu út í ýmislegt sem ég talaði ekki um áður. Ég átti mun erfiðara með félagsleg samskipti áður. Í skólanum bað ég aldrei um hjálp, fannst betra að gera hlutina sjálfur og leið betur í ein- staklingsverkefnum en hópaverk- efnum. Mér finnst almennt erfitt að treysta á frammistöðu annara,“ segir Svavar. Fannst þér þú vera öðruvísi en annað fólk áður? „Nei mér fannst aðrir frekar vera öðruvísi en ég. Munurinn á milli manneskju sem er á ein- hverfurófi og annara er aðallega menningarleg. Dæmi um það er hefðin að kveðja fólk. Áður fyrr kvaddi ég aldrei þegar ég fór úr veislum, en hér á landi telst það eðlilegt að maður fari upp að manneskjunni sem heldur veisl- una og kveðji hana. En í Víetnam er það talið eðlilegt að kveðja ekki. Áður fyrr reyndi ég ekki að heilla fólk með einhverjum siðum, óskrifuðum reglum sem ég vissi ekki einu sinni af.“ Umræðan er mikilvæg, segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona sem leikur í verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt”.. Munurinn á fólki á einhverfurófi og öðrum er menningarlegur, segir Svavar Kjarrval sem var greindur á einhverfurófi þegar hann var 26 ára. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís óskar eftir einstaklingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+ áætlunar ESB sem er ný styrkjaáætlun um menntun, æskulýðsstarf og íþróttir. Óskað er eftir einstaklingum sem hafa: l yfirgripsmikla þekkingu á íslensku menntakerfi l skilning og þekkingu á stefnumiðum ESB um menntun l reynslu af stjórnun innlendra og alþjóðlegra verkefna l góða íslensku- og enskukunnáttu, sérstaklega í rituðu máli l reynslu af því að meta verkefnisumsóknir l skapandi huga og góða rökhugsun Um er að ræða tímabundin verkefni í tengslum við umsóknarfresti Erasmus+. Aðeins um Erasmus+ Erasmus+ er ný styrkjaáætlun Evrópusambandsins á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta sem gildir 2014-2020. Markmið Erasmus+ er að auka gæði og stuðla að samstarfi í menntun og þjálfun innan þeirra 33 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni. Menntahluti Erasmus+ styrkir verkefni sem snúa að námi og þjálfun nemenda og starfsfólks og stór fjölþjóðleg samstarfsverkefni. Áhugasamir eru beðnir um að senda inn ferilskrá fyrir 17. mars á netfangið erasmusplus@rannis.is. Nánari upplýsingar á www.erasmusplus.is. Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Margréti Sverrisdóttur, margret.sverrisdottir@rannis.is Erasmus+ Mat á umsóknum Umsóknarfrestur 17. mars Hátækni á HeimsmælikvarðaNox Medical hefur þróað svefnrann-sóknabúnað sem vakið hefur verð- skuldaða athygli. Síða 2 krabbi fyrir og eftir kreppuMatthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein. Síða 4 karlar mikilvægir í umönnun Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar. Síða 8 einstakur grunnur til rannsóknaKrabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi. Síða 10 1. tölublað 2. árgangur 10. janúar 2014 Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán pró-sent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðis-kerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika. Síða 6 Ellisprengja Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nit Virk ni s tað fest í klín ísku m p rófu num * Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11. FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri www.licener.com Mjög auðvelt að skola úr hári! Kemur næst út 14. mars Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 34 fréttaskýring Helgin 7.-9. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.