Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 44

Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 44
44 matur & vín Helgin 7.-9. mars 2014  vín vikunnar Louis de Grenelle Brut Cremant de Loire Gerð: Freyðivín. Þrúgur: Chenin, Chardonnay, Cabernet Franc. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 2.799 kr. (750 ml) Umsögn: Skemmti- legt, lífrænt ræktað freyðivín. Það er Cremant eins og freyðivín sem ekki eru gerð í kampavíns- héraðinu kallast, en er þó framleitt eftir sömu aðferð. Þetta er fínasta vín, bæði létt og þurrt. Hér færðu mikið fyrir peningana. Pujol Originel Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Grenache Noir, Carignan, Syrah. Uppruni: Frakkland, 2012. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.680 kr. (750 ml) Umsögn: Lífrænt ræktað rauðvín frá hinni rómuðu Pujol fjölskyldu í Frakk- landi. Ólíkt flestum öðrum vínum er engum viðbótar súlfötum bætt í það. Ferskt en með kröft- ugum ávaxtakeim. Era Veneto Pinot Grigio Gerð: Hvítvín. Þrúga: Pinot Grigio. Uppruni: Ítalía, 2012. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 1.998 kr. (750 ml) Umsögn: Eini Ítalinn í hópnum er lífrænt ræktað hvítvín. Fínasta Pinot Grigio, létt, þurrt, ferskt og áreynslulaust. Lífrænt vín í glasið mitt Íslendingar hafa smám saman verið að tileinka sér lífrænt ræktaðar vörur. Upp hafa sprottið sérverslanir sem bæði bjóða upp á „gourmet“ matvæli og leggja áherslu á lífrænt ræktaðar vörur. Við búum reyndar enn ekki svo vel að geta keypt lífrænt ræktaða lausagangskjúklinga sem ræktaðir eru hér á landi eða íslenskan lífrænt ræktaðan geita- ost. Og ef út í það er farið er heldur ekki eins og verslanir fái leyfi til að flytja slíkar vörur inn þannig að hægt sé að selja þær á mannsæmandi verði. Þetta er þó ekki áhyggjuefni þegar kemur að vínum því þau er ekki hægt að rækta hér og ráðamenn myndu seint taka upp á því að banna innflutning á þeim. Í staðinn þurfum að sætta okkur við tolla og aðra gjaldheimtu sem ekki þekkist í sama mæli í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Einn mesti vöxturinn innan vínheimsins er í vínum gerðum úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Það er í takt við þá vakningu að fólk horfir í auknum mæli í hvað það setur ofan í sig. Í þessum mánuði eru lífrænir dagar í Vínbúðunum og af því tilefni eru lífræn vín í hávegum höfð í búðunum. Le Soleilla Petit Mars frá Languedoc er einmitt lífrænt ræktað. Það er unnið úr þrúgunum Syrah og dökkri Grenache og hefur fengið næga sól og þrúgurnar því þroskast vel. Þetta er mjúkt vín með örlítið sultuðum keim sem gerir það gott með ostum og fitusprengdu kjöti. Le Soleilla Petit Mars Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Syrah, Grenache. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.740 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Alvöru pylsur að þýskum sið Það mun eflaust reynast þrautin þyngri að ætla að finna sér lífrænt ræktað kjöt hér á landi. Þangað til það breytist er um að gera að gefa því gaum sem þó er vel gert eins og Tröllapylsum sem seldar eru á Laugalæk. „Maðurinn minn er Þjóðverji og hann á bæði uppskriftina að pylsunum og hvítkálssalatinu. Það tók margra mánaða tilrauna- starfsemi að þróa þetta og okkur tókst meðal annars að rústa heilli Kitchen Aid-vél hjá mömmu,“ segir Lóa Bjarnadóttir sem fram- leiðir Tröllapylsur ásamt manni sínum, Sascha Trajkovic. Tröllapylsur voru kynntar á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um liðna helgi og vöktu verðskuldaða athygli. Þær eru gerðar úr alvöru kjöti og eru ekki uppfullar af aukaefnum. „Það er kjöt, fita og krydd í þeim, ósköp einfalt. Við notum gott svínakjöt, kjöt sem valið er af skepnunni. Þetta eru ekki neinir afgangar,“ segir Lóa. Tröllapylsurnar eru að þýskri fyrirmynd og eru þær grófari og stærri en við eigum að venjast. Stærðin og það að notað er alvöru hráefni við gerð þeirra gerir það að verkum að þær eru talsvert dýrari en íslensku pylsurnar. Lóa og hennar fólk selur pyls- urnar í Ísbúðinni við Laugalæk. Þar er bæði hægt að kaupa sér pylsupakka og hvítkálssalat með, kjósi fólki svo, eða bara að fá sér eina slöngu á staðnum. „Í Þýskalandi eru þær vanalega bornar fram í rúnnstykki en við ís- lenskum þetta aðeins. Við seljum pylsurnar í íslensku pylsubrauði með steiktum og hráum lauk, hvítkálssalati og svo getur fólk valið úr mismunandi sinnepi og fleiri sósum. Þeir sem eru með glúteinóþol geta fengið þær bara á diski, þær eru frábærar líka með kartöflumús, salati eða kartöflu- salati.“ Lóa og Sascha opnuðu Ísbúðina við Laugalæk þegar þau misstu vinnuna eftir hrun. Þau eru með mikið af fastakúnnum í hverfinu sem kemur ekki á óvart enda er einstaklega hugguleg stemning þarna í kring; Frú Lauga í næsta húsi og Pylsumeistarinn og bakarí hinum megin við götuna. Vinsældir ísbúðarinnar minnkuðu ekki þegar þau hófu að selja pylsurnar fyrir fjórum árum. „Fólk fór að biðja um að fá þær í pökkum svo það gæti steikt þær eða grillað heima svo við urðum við því. Og það hafa litlar verslanir sýnt því áhuga að selja pylsurnar. Það verður bara að koma í ljós hvort við förum út í það.“ Lóa og Sascha selja Tröllapylsur í Ísbúðinni á Laugalæk. Þær eru gerðar að þýskum sið og eru frábær viðbót við matarmenn- inguna í borginni. Þau selja einnig ljúffengt hvítkálssalat sem passar einstaklega vel með pylsunum. Ljósmyndir/Hari Viking Pils Organic Með pylsum að þýskum sið drekkur maður bjór og hinn líf- ræni Pils smellpassar. Mörkinni 4 - 108 Reykjavík - Sími 533 3500 Síðasti dagur rýmingarsölu á morgun Laugardag 8. mars – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 248kr.pk. Verð áður 4 95 kr.pk. Cheerios, 3 97 g DÚNDUR 50%afsláttur TILBOÐ! Hámark 4 pakkará mann meðan birgðir endast!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.