Fréttatíminn - 07.03.2014, Qupperneq 55
heilsa 55Helgin 7.-9. mars 2014
“Ég tók 4 töflur af Nurtrilenk Gold á dag allan
tímann sem ég var í ferðinni”, segir Ingólfur Geir
Gissurarson, annar eigandi fasteignasölunnar
Valhallar, sem varð í maí síðastliðinn elsti
Íslendingurinn til að toppa Everest.
Ingólfur hefur ávallt verið mikill íþróttamaður. Á
sínum yngri árum æfði hann og keppti í sundi og
setti 19 íslandsmet á sínum keppnisferli og var m.a.
valinn sundmaður ársins af sundsambandinu árið
1981. Eftir að sundferlinum lauk hóf Ingólfur að
stunda maraþonhlaup og varð 5 sinnum Íslands-
meistari á árunum 1995-2001. Á þessum tíma varð
hann var við að álagið á hnén var orðið töluvert
mikið. Vitandi að mamma hans væri með slitgigt og
komin með gervimjaðmir báðum megin ákvað
hann að gera eitthvað í sínum málum til að passa
betur upp á liðina. Hann byrjaði að taka inn
Nutrilenk Gold 2008 og tekur að jafnaði 2-3 töflur á
dag en eykur skammtinn þegar mikið liggur við.
Ingólfur segist finna mikinn mun á sér eftir að hann
byrjaði að taka inn Nutrilenk Gold og sé töluvert
minna þreyttur í liðunum eftir langar æfingar eða
mikil átök.
Fyrsti íslenski afinn á Everest
Ingólfur hefur verið viðloðandi fjallgöngur hér
heima og erlendis um árabil. Hann hefur m.a. klifið
fjallið Elbrus í Rússlandi sem er hæsta fjall Evrópu og
Aconcagua í Argentínu sem er hæsta fjall Suður
Ameríku. Draumurinn um að klífa Everest varð þó
sífellt sterkari og fyrr á þessu ári varð hann að
veruleika. Undirbúningurinn stóð yfir með hléum í
eitt og hálft ár og þurfti Ingólfur á því tímabili að æfa
gríðarlega mikið. “Þegar pakkað er fyrir svona ferð
þarf að huga sérstaklega að öllum smáatriðum og
taka með sér aðeins það nauðsynlegasta. Álagið á
hné, mjaðmir og kálfa var gríðarlegt á leiðinni á
toppinn og það mesta sem ég hef upplifað, því tók
ég að sjálfsöðu með mér góðan skammt af
Nutrilenk Gold.”
Nutrilenk er fáanlegt í estum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Skráðu þig á facebook síðuna
Nutrilenk fyrir liðina
- því getur fylgt heppni!
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.IS
NUTRILENK
- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina
Með Nutrilenk á toppinn!
Hvað getur Nutrilenk
gert fyrir þig?
Heilbrigður liður
Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur
brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna.
Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum
þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó-
tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til
mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan
hátt.
Náttúrulegt byggingarefni fyrir
liðbrjóskið og beinin
Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef
og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika.
Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er
öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af
kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki.
Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski
og slitnum liðum
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum.
NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög
gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf - upplifið breytinguna!
Liður með slitnum
brjóskvef
Ingólfur Geir Gissurarson
T
úrmerik, sem hefur
verið notað sem
krydd, lækningajurt
og litarefni í Suðaust-
ur-Asíu frá því um
600 fyrir Krist, er kærkomið inn í
vestrænan samtíma þar sem segja
má að bólgur í frumum líkamans,
sem valda margskonar hrörnunar-
sjúkdómum, fari um eins og farald-
ur. Sumpart er það rakið til lélegs
mataræðis og sumpart streitu sem
vitað er að hefur oxandi eða tær-
andi áhrif á starfsemi líkamans.
Gegn bólgum, liðagigt og
magavandamálum
Það er umfram allt rót túrmerik
jurtarinnar sem menn horfa til
því hún ákaflega rík af jurtanær-
ingarefninu kúrkúmu en það
er jafnframt það efni sem gefur
túrmerikinu hinn djúpa gula lit.
Í ayurvedískum og kínverskum
lækningum hefur túrmerik verið
notað um aldir gegn bólgum, liða-
gigt, magavandamálum, margs-
kyns ofnæmi, brjóstsviða og lifrar-
vandamálum. Ekkert af þessu
virðist fjarri lagi ef rýnt er betur í
nýlegar vestrænar rannsóknir.
Dæmi um það er blóðsykuró-
jafnvægi og insúlín ónæmar
frumuhimnur sem hafa úr-
slitaáhrif um framköllum bólgu-
ástands í líkamanum. Sýnt hefur
verið fram á að kúrkúmín kemur
jafnvægi á blóðsykurinn og snýr á
ónæmar frumuhimnur með því að
fjölga insúlín viðtökunum og með
því efla viðtaka bindingu insúlíns.
Þá hefur verið sýnt fram á það vís-
indalega að kúrkúmín dregur úr
virkni ensíma sem geyma sykrur
og virka þannig á lifrina að hún
fækkar og dregur úr virkni ensíma
sem sleppa frá sér sykri í blóðið.
Rannsóknir á tilraunastofum
hafa líka leitt í ljós að kúrkúmín
dregur úr glúkósa og þríglýseríði
í blóði. Og svo er hitt sem er ekki
síður mikilvægt að huga að; þegar
blóðsykurójafnvægi á sér stað án
fullnægjandi temprunar myndast
svokölluð glúkósa þvertenging við
virk prótein. Nýju mólíkúlin sem
þá verða til eru kölluð Advanced
Glycolytic Enzymes (AGE’S). Þau
eyðileggja frumuhimur, lífsnauð-
synleg ensím og viðhalda bólgum
í líkamanum. Kúrkúmín hamlar
myndun þessarra hættulega efna
og slekkur jafnframt á bólgu-
kveikjunni.
Eykur blóðflæði og þanþol æða
Túrmerik, þetta eitt öflugasta andoxunarefni
sem sögur fara af, eykur með öðrum orðum blóð-
flæði og þar með teygjanleika og þanþol æða.
Og þannig kemur það jafnvægi á blóðþrýsting
og bætir hjarta- og æðakerfi og kemur í veg fyrir
skemmdir á innri líffærum, þar á meðal heila
og það er einmitt það sem vísindamenn horfa
til varðandi Alzheimers sjúkdóminn og jafn-
vel Parkisons sjúkdóminn einnig. Gróandinn í
húðinni eykst að sama skapi og jafnframt dregur
kúrkúmín úr bólgusjúkdómum á borð við sóríasis
og exem.
Það leikur því engin vafi á að sem flestir ættu
að bæta túrmeriki við í sitt daglega líf en sam-
kvæmt vísindamönnunum eru allt sjö til tíu ár þar
til hið nýja lyf lítur dagsins ljós.
Tekið af vefnum ibodinatturunnar.is