Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 56

Fréttatíminn - 07.03.2014, Page 56
56 fjölskyldan Helgin 7.-9. mars 2014 Samkeppni á ekki að vera um börnin Ó hjákvæmilega fylgja breytingar á daglegum venjum og hefðum við skilnað. Margir upplifa missi sem fylgir brostnum draumum, minni tilfinningalegan og efnahagslegan stuðning, aukið álag og breytt samskipti foreldra og barna. Í ljósi þess að um 36% hjónabanda enda með skilnaði hér á landi, tíðni sambúðarslita er há og að yfirgnæfandi meirihluti er kominn í ný sambönd innan fjögurra ára er í raun merkilegt hvað fjölskyldumálin fá litla athygli. Löggjafinn hefur enn ekki séð ástæðu til að tryggja fólki ráðgjöf við skilnað eða við stofnun stjúpfjölskyldna. Það ber þó að þakka að Félag stjúpfjölskyldna hlaut styrk á dögunum frá félags- og tryggingaráðuneytinu sem gerir því m.a. mögulegt að halda úti símaráðgjöf og vera með fræðsluerindi og námskeið sem ber heitið „Sterkari stjúpfjölskyldur“ fyrir félagsmenn sína. Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar á stjuptengsl.is. Þó flestir fari í ný sambönd virðast margir ekki nægjanlega undirbúnir undir þær breytingar sem oft fylgja eins og breytt foreldrasamvinna og samskipti for- eldra og barna. Í stað þess að foreldrar ákveði alla hluti þarf nú að taka tillit til fólks sem annar aðilinn veit kannski lítil eða engin deili á eða er jafnvel mjög ósátt- ur við. En ólíkt því þegar börn fá nýjan kennara eða íþróttaþjálfara þá þykir það ekki jafn eðlilegt að báðir foreldrar kynnast nýju stjúpforeldri barna sinna, jafnvel þó barnið sé í umsjá þess aðra hvora viku. Séu samskipti erfið milli foreldra er jafnvel litið á allar tilraunir foreldris til að fá upplýsingar um hvernig gengur sem eftirlit með fyrrverandi í stað umhyggju fyrir börnunum. Oftast vekur nýi maki fyrrverandi makans eðlilega forvitni en sé stutt liðið frá sambandsslitum og fólk ekki náð að jafna sig er meiri möguleiki á að viðkomandi finni fyrir tilfinningum eins reiði og sorg. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki en sumir voru kannski ósáttir við skilnaðinn og höfðu jafnvel vonast til að hann væri tímabundinn. Aðrir óttast að missa tengslin við börnin sín og að þau hafi ekki lengur sömu þörf fyrir þá og áður þegar þau eignast stjúpforeldri eða þau taki stjúpforeldrana fram yfir þá sjálfa. Tilfinningin að halda sig „hreinan óþarfa“ í lífi barna sinna er vond en það fjarri sanni að halda að foreldri skipti minna máli en áður. Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda, jafnvel meira en áður. Ótti foreldra við að börn þeirra „skipti þeim út“ fyrir stjúpforeldri eða foreldri sé ekki samkeppnisfært við það er oftast ástæðulaus. Hvorki stjúpforeldrar né foreldrar þurfa eða eiga að vera í samkeppni um börnin. Börn skipta ekki út einni foreldrafyrirmynd fyrir aðra, heldur geta þau átt margar. Ást og væntumþykja kemur ekki í takmörkuðu upplagi og börn græða á góðum samskiptum við alla aðila. Stjúpforeldrar geta verið ágæt viðbót. Ást og væntumþykja kemur ekki í takmörkuðu upplagi og börn græða á góðum samskiptum við alla aðila. Börn skipta foreldrum ekki út fyrir stjúpforeldra Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Ótti foreldra við að börn þeirra „skipti þeim út“ fyrir stjúpforeldri eða foreldri sé ekki samkeppnisfært við það er oftast ástæðulaus. Borgarbókasafnið er snið- ugur staður að heimsækja með börn. Aðalsafnið við Tryggvagötu er miðsvæðis og því upplagt að kíkja þangað þegar fjölskyldan fer á bæjarrölt, fær sér kakó á kaffihúsi, skoðar skipin við höfnina og kíkir jafnvel í Kolaportið að kaupa mat og skoða glingur. Menn- ingarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er í annarri leið en ekki síðri kostur. Á báð- um söfnunum er alltaf eitt- hvað um að vera um helgar fyrir börn. Borgarbókasafnið er góður gestgjafi. Hægt er að setjast niður með börnunum og skoða bækur, myndasög- ur eða dvd diska, og alltaf gengur maður vís að góðri og rólegri stemningu. Þar er geta börn og unglingar feng- ið frítt bókasafnsskírteini til 18 ára aldurs og hægt er að fá allt að 15 gögn í einu til láns, hvort sem það eru bæk- ur, tímarit, tónlist eða mynd- efni. Í dag, föstudag klukkan 16, er opnun myndasögusýn- ingar Lóu Hlínar Hjálmtýs- dóttur í aðalsafninu við Tryggvagötu. Lóa Hlín hefur skreytt fjöldann allan af barnabókum svo þetta er tilvalin sýning fyrir alla fjölskylduna. Svo er þrjúbíó fyrir börnin á sunnudaginn í aðalsafninu. Á morgun, laugardag- inn 8. mars klukkan 14, er spilastund í Gerðubergi þar sem Spilavinir munu kynna  borgarbÓkasafnið Myndlist, bíó og spilastund allskonar skemmtileg fjöl- skylduspil og öll fjölskyldan er hvött til að koma og prófa. Aðalsafnið við Tryggva- götu er opið frá klukkan 13- 17 um helgar og Gerðuberg frá klukkan 13-16. - hh Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Torino HORNSÓFAR Í MIKLU ÚRVALI Sjónvarpsskápur Salsa að verðmæti 59.900 kr. fylgir með hverjum hornsófa Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir Basel Havana Roma Rín ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM *tilboð gildir á meðan birgðir endast

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.