Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 6
2 SVEITARSTJÓRNARMÁL Kauptún, sem kosið var í 1942, voru 22. Árið 1946 voru þau 24. En nú í janúar skyldi kosið í 34 kauptúnum eða í samtals 47 sveit- arfélögum. Leyfi félagsmálaráðuneytisins til að fresta kosningu þar til í júnímánuði n. k. fengu 5 kauptún: Hellissandur, Flatey á Breiðafirði, Þórshöfn, Egilsstaðakauptún og Stöðvarfjörður. í tveim þessara kauptúna, Hellissandi og Stöðvarfirði, kom enginn listi fram og var kosningu frestað af þeim sökum. í fjórurn kauptúnum: Patreksfirði, Hofsós, Hrísey og Djúpavogi, var aðeins einn listi í kjöri, fór því engin kosninga fram og urðu frambjóðendur þar sjálfkjömir. Á Patreksfirði bar Sjálfstæðisflokkurinn einn fram lista, en á hinum stöðunum voru samkomulagslistar. Alls voru á kjörskrá við þessar kosningar: A. í kaupstöðum ...... 52.362 B. í kauptúnum ........ 9.188 eða samtals 61.550 kjósendur. Tala frambjóðenda var: A. í kaupstöðum ......... 850 B. í kauptúnum........... 780 eða samtals 1630 frambjóðendur. Tala bæjarfulltrúa og hreppsnefndar- manna, sem kjósa skyldi: A. í kaupstöðum ........ 117 B. í kauptúnum.......... 163 eða samtals 280. í kaupstöðunum 13 var um hrein flokks- framboð að ræða í 9 af þeim af hálfu stjórn- málaflokkanna fjögurra. En á ísafirði og í Hafnarfirði komu aðeins listar fram frá Al- þýðufl., Sósíalistafl. og Sjálfstæðisfl. En á Húsavík, þar sem einnig voru þrír listar, voru Framsóknarfl. og Sjálfstæðisfl. saman um einn lista, en Alþýðufl. og Sósíalistafl. með sinn listann hvor. í Neskaupstað voru aðeins tveir listar, því að Alþýðufl., Framsóknarfl. og Sjálfstæðisfl. voru þar saman um einn lista, en Sósíalistafl. einn sér með lista. í kauptúnum var meira um ýmis konar samvinnu milli flokka, svo komu og fram óháðir og óflokksbundnir listar. Hér á eftir eru birt úrslitin í kosningun- um. Greint er frá þeim listum, sem að fram- boðum stóðu, atkvæðatölu þeirra og fulltrúa- tölu. Bókstafsheiti listans er innan sviga. Þá er getið tölu kjósenda og þeirra, sem kusu. Síðan koma nöfn þeirra, sem kosnir voru, ásamt heiti listans, er þeir voru á. Nöfnunum er raðað eftir bókstöfum list- anna. Þá eru og birt nöfn forseta bæjarstjórn- anna og bæjarstjóranna í kaupstöðunum, en nöfn oddvita og sýslunefndarmanna í kaup- túnum, ennfremur hver þar er hreppstjóri. A. KAUPSTAÐIR. Reykjavík. Alþýðuflokkur (A) 4047 atkv. 2 fulltr. Framsóknarflokkur (B) 2374 — 1 — Sósíalistaflokkur (C) 7501 — 4 — Sjálfstæðisflokkur(D) 14367 — 8 — Á kjörskrá voru 34051. Atkvæði greiddu 28575. Kosnir voru: Jón Axel Pétursson (A). Magnús Ástmarsson (A). Þórður Björnsson (B). Sigfús Sigurhjartarson (C). Katrín Thoroddsen (C). Ingi R. Helgason (C). Guðmundur B. Vigfússon (C).

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.