Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Qupperneq 18
14 SVEITARST J ÓRNAKMÁL JÓNAS GUÐMUNDSSON, skrifstofustjóri: Ferð til Finnlands. í júnímánuði s.l. barst Sambandi ísl. sveit- arfélaga bréf frá Kaupstaðasambandi Finn- lands, þar sem Sambandi ísl. sveitarfélaga var boðið að senda fulltrúa á 12. þing Kaupstaða- sambands Finnlands, er haldið skyldi í Tav- astahus í Finnlandi 30. ágúst 1949. Óvíst var með öllu hvort hægt yrði að þiggja boð þetta, en þá skipaðist svo síðari hluta ágústmánaðar, að ákveðið var að for- maður Samb. ísl. sveitarfélaga, Jónas Guð- mundsson skrifstofustjóri, skyldi sækja félags- málaráðherrafund Norðurlanda, sem halda átti í Oslo 25.-27. ágúst, og varð því úr að hann skryppi um leið til Finnlands og sæti fund finnska kaupstaðasambandsins, og hef- ur hann látið „Sveitarstjómarmálum" í té eftirfarandi frásögn af ferðalagi sínu til Finn- lands og þingi kaupstaðasambandsins. * Eftir að ráðið var, að ég skyldi sitja fé- lagsmálaráðherrafundinn í Oslo 25.—27. ágúst s.l. sumar, þótti rétt að tekið vrði boði Kaupstaðasambands Finnlands urn að gestur mætti þar frá samtökum íslenzkra sveitarstjórnarmanna, og þar sem það þurfti ekki að lengja för mína nema um 6—7 daga að fara þangað, og kostnaðarauki tiltölulega lítill, varð það úr að ég skyldi mæta þar sem fulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga. Ég lagði af stað frá Stokkhólmi 29. ágúst kl. 3.30 e. h. með Helsingfors-flugvélinni frá Bromrna flugvellinum. Veður var hið bezta og skyggni ágætt. Flogið var yfir Álandsevjar og stefnt nokkuð fyrir norðan Helsingfors, sennilega vegna hersetu llússa á Porkalaskag- anum, sem ekki rná fljúga yfir. Það er tveggja klukkustunda flug frá Stokkhólmi til Hels- ingfors. Úr flugvélinni sést alla leið til Rúss- lands stranda eða réttara sagt til stranda hinna litlu baltisku ríkja, sem hlutu þau ör- lög að verða innlimuð í Rússland, og síðan eru þau „týnd“, jafnvel hinum vestrænu ná- grannaþjóðum sínurn. Einn af starfsmönnum kaupstaðasam- bandsins kemur til rnóts við mig á flugstöð- inni og tjáir mér, að þingið eigi að hefjast næsta morgun í hinum fornfræga bæ Tavasta- hus, en þangað er 3 klst. ferð með jámbraut- arlest, og flestir séu þangað famir, en hann eigi að vera mér samferða, og við verðum að fara kl. 9.30 um kvöldið, enda fari þá einnig þeir, sem enn séu eftir í Helsingfors. Á tilsettum tíma er lagt af stað, en það er komið myrkur, svo að ég sé lítið af skógurn Finnlands og náttúrufegurð þess úr lestinni. Ég hafði séð Finnland úr lofti um daginn og séð hvemig skógar og vötn skiptust á, en fjöll sáust hvergi. í lestinni eru einnig ýmsir embættismenn frá Helsingfors og ráðherrar, sem taka eiga þátt í þinginu eða sitja það í heiðursskvni. Um nóttina kl. 12—1 komum við til Tav- astahus, sem er fomfrægur staður, sérstaklega í sambandi við kristniboð Svía í Finnlandi. Skammt utan við bæinn stendur stórt og veglegt hótel í hrein amerískum stíl og þar er þingið haldið. Allir fulltrúar og gestir, starfslið og þjónustufólk býr í hótelinu, með- an þingið stendur, enda hefur öllum öðrum

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.