Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 Þingstaðurinn — Hotel Avlanco. gestum verið úthýst þaðan meðan þingið situr. Þriðjudagsmorguninn 30. ágúst kl. 10.30 er þingið sett. Formaður sambandsins, Eero Rydman, yfirborgarstjóri í Helsingfors, býð- ur fulltrúa og gesti velkomna og mælir bæði á finnska og sænska tungu, en aðalræðuna, sem hann flytur við þetta tækifæri, flytur hann aðeins á finnsku. Næstur talar innríkisráðherrann, Aarre Simonen, og flytur sambandinu kveðju rík- isstjómarinnar og þakkar því margvísleg störf í þágu rikisins. Simonen var áður forseti sambandsins. Að ræðu hans lokinni tala hinir erlendu gestir, einn frá hverju landi. Fvrst formaður danska kaupstaðasambandsins, C. E. Christiansen borgarstjóri frá Maribo, þá formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, þá for- maður norska kaupstaðasambandsins, Jo- hannes Johnsen, fjármálaborgarstjóri (finans- rádman) í Stavanger, og loks varaform.sænska kaupstaðasambandsins, Erik Jung, lóðamats- stjóri frá Hemösand. Var þetta í fyrsta sinn sem fulltrúi íslenzkra sveitarstjórnarsamtaka mætti í Finnlandi og flestir, sem þama voru saman komnir, munu þá í fyrsta sinn hafa séð íslenzka fánann og heyrt þjóðsöng ís- lendinga leikinn, en hann lék hin finnska hljómsveit með mikilli prýði. Að þingsetningu lokinni hófust þingstörf- in og fór allt fram á finnsku, en allir gest- imir áttú sammerkt í því að skilja ekki það mál. Gátum við því lítið gagn haft af því að reyna að fylgjast með fundarstörfum. Þetta vissu Finnamir og höfðu því skipulagt ýmis ferðalög um nágrennið okkur til skemmtunar. Erindi þau, sem flutt voru á þinginu, voru prentuð á finnsku og sænsku og gátum við því lesið þau. Starfsmenn þingsins og þing- fulltrúar, sem töluðu margir sænsku, sögðu okkur frá gangi mála á þinginu og viðfangs-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.