Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 20
16 SVEITARST J ÓRNARMÁL Þingfulltrúar og gestir. Jónas Guðmundsson sést i fremstu röð lengst til hcegri. efnum þess, svo að við fylgdumst sæmilega með, þótt við skildum lítt mál manna á þing- fundum. Þingið stóð yfir í tvo daga og vom fyrri daginn flutt tvö, en síðari daginn eitt erindi. Fyrirlesarar og efni fyrirlestranna var þetta: Aarne Rekola prófessor: Endurskoðun lag- anna urn tekjur sveitarfélaga. Erkki O. Mantere skrifstofustjórí í stjóm- arráðinu: Breyting kauptúna í kaupstaði. Viljo Mertano borgarstjóri: Framkvæmda- stjórn kaupstaða og kauptúna. Auk þessara erinda voru rædd ýrnis mikil- væg mál, er snertu hina yfirgripsmiklu starf- serni sambandsins, svo sem endurskipulagn- ingu á endurskoðunardeild sveitarfélagasam- takanna, húsnæðismál sambandsins, laga- breytingar og margt fleira. Þingfundum lauk um kl. 5 síðdegis seinni þingdaginn og fóru þá flestir fulltrúanna, en gestimir ekki fyrr en næsta morgun. Það var ánægjulegt að vera þessa tvo daga með hinum finnsku sveitarstjórnarmönnum og margir voru þeir, sem fýsti að heyra sagt frá íslandi og íslenzku þjóðlífi. Finnum finnst að ýmsu leyti svipað ástatt um okkur og þá sjálfa. Mál þeirra skilja ekki hinar Norðurlandaþjóðimar, fremur en íslenzku, svo að þeir verða að bjarga sér á slæmri sænsku á líkan hátt og Islendingar bjarga sér í hópi Norðurlanda á slæmri dönsku. Finnar eru útverðir Norðurlanda í austri á svipaðan hátt og íslendingar eru það í vestri, og þeir eiga sína þrautasögu af undirokun og kúgun frá liðnum öldum ekki síður en ís- lendingar. Einhver heimskuvísindi kenna það enn, að Finnar séu Mongólar. Ekki ber þjóðin þess

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.