Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 41
SVEITARSTJÓRNARMÁL 87 Dómar og úrskurðir. Svo er til ætlazt, að eftirleiðis birtist hér í ritinu undir þessari fyrirsögn meginefni dóma og úrskurða, sem kveðnir eru upp, um þau atriði, er einkum snerta sveitarstjórnarmál, og kynnu að vera til leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarmenn. FRÁ HÆSTARÉTTI. I. Cm útsvarsskyidu \ nóvembermánuði s. 1. bcnzínsöiu. var kveðinn upp domur í Hæstarétti um útsvars- skyldu h.f. Shell á íslandi í Blönduóshreppi vegna benzín- og olíusölu þeirra, er þar fer fram á vegum félagsins. Þessu máli er svo háttað, að H.f. Shell er eigandi benzín- og olíusölutækja þeirra, sem notuð eru til afgreiðslunnar á Blönduósi, og eru þau að nokkru á eigin lóð félagsins og að nokkru á landi, sem það hefir tekið á leigu. Samkv. samningi H.f.Shell og sölumanns þess á Blönduósi, hlítir sölumaðurinn ákvörðun- um H.f. Shell um útsöluverð benzínsins og olíunnar og annast söluna gegn tiltekinni þóknun. Hins vegar ber sölumaðurinn ábyrgð á birgðum þeirn, er hann veitir viðtöku, nema spjöll verði á þeim af óviðráðanlegum orsök- um. Einnig ber hann ábyrgð á skilvísri greiðslu á andvirði hinna seldu vara. Dómur Hæstaréttar féll á þá lund að Hi. Shell væri útsvarsskylt á Blönduósi vegna þessarar starfrækslu. Segir svo um þetta í for- sendum hæstaréttardómsins. Að formi til fjallar sanmingur þessi að vísu um verzlunarsvslu, en hins vegar er það nú leitt í ljós, að raunverulega er þetta samband H.f. Shell og sölumannsins með þeim hætti, að telja verður sölumanninn starfsmann H.f. Shell, að því, er nefnda sölu varðar. Ber því að líta á umræddan rekstur H.f. Shell sem heimilisfasta atvinnustofnun þess í Blöndu- óshreppi, og var félagið þess vegna útsvars- skylt þar samkvæmt a-lið 2. málsgr. 8. gr. laga nr. 66/1945. II. Raunverulegur dvalar- í marz S. 1. kvað Hæsti- ur útsvarssk.vldu. ^ttUf UPP d°m UU1 útsvarsskyldu manns, er taldi sig til heimilis utan lleykjavíkur, en hafði haft þar atvinnu allt skattárið. Málsatvik voru þau, að lagt var útsvar á mann þennan í Reykjavík og það tekið lög- taki, þar eð hann neitaði að greiða, á þeirri forsendu, að hann væri heimilisfastur annars staðar, og hefði greitt útsvar þar og bæri því ekkert útsvar að greiða í Reykjavík. Útsvars- greiðandinn mótmælti lögtaksgerðinni vegna þess, að útsvarið væri ranglega á sig lagt. Upplýst var í málinu að maðurinn hafði flutzt til Reykjavíkur um haustið 1947, tekið herbergi á leigu og hafið vinnu hjá Land- símanum, en alltaf talið sig heimilisfastan í kauptúni út á landi. Hann vann þó árið'

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.