Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Page 44
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL Auglýsing nr. 4/1950 frá skömmtnnarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afliendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. apríl 1950. Nefnist hann „Annar skömmtunarseðill 1950“, prentaður á hvítan pappír, í grænum og fjólubláum lit, og gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir: Sykur nr. 11—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1950, þó þannig, að í aprílmánuði 1950 er óheimilt að afgreiða sykur út á aðra af þess- um nýju sykurreitum en þá, sem bera númerið 11, 12 og 13. Jafnframt hefur verið ákveðið að sykurreitir nr. 1—10 af „Fyrsta skömmtunar- seðli 1950“ skuli halda gildi sínu til loka aprílmánaðar 1950. Reitirnir: Smjörlíki nr. 6—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1950. Annar skömmtunarseðill 1950 afhendist aðeins gegn því, að úthlutunar- stjórum sé samtímis skilað stofni af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“, með áletr- uðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til ársloka 1950: Skóreitir nr. 1—15 1950 af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“. Vejnaðarvörureitir nr. 1—700 af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“. Sokkareitir nr. 1—2 1950 af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“. Ennfremur skulu neðantaldir skömmtunarreitir frá 1949 halda gildi sínu til júníloka 1950: Vefnaðarvörureitir nr. 1—1600 af fyrsta, öðrum og þriðja skömmtunar- seðli 1949. Sokkareitir: „Skammtur 2 og 3“ af fyrsta skömmtunarseðli 1949. Sokkareitir: Nr. 1—4 af öðrum og þriðja skömmtunarseðli 1949, og „Ytrifataseðill“ (í stað stofnauka nr. 13). Ákveðið hefur verið að vinnufataseðill nr. 6 og vinnuskóseðill nr. 6 skuli báðir halda gildi sínu til 1. maí 1950. Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. 2—8, af „Fyrsta skömmt- unarseðli 1950“, og skammta 9—11, af þessum „Öðrum skömmtunarseðli 1950“, ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 31. marz 1950. SKÖMMTUNARSTJÓRI.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.