Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Síða 18
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL þannig aukizt um tæp 89% á árunum 1955—1958. Útgjöld til lífsnauðsynlegra og annarra mjög mikilvægra lyfja í Dan- mörku liafa hækkað úr kr. 6.33 í kr. 13.85 á meðlim á árunum 1952—1957 eða um 114.5% á 6 árum. Á sama tíma hafa útgjöld íslenzkra sjúkrasamlaga næstum þrefaldazt, en mik- ill meirihluti þeirrar aukningar á rætur sínar að rekja til mikillar verðbólgu, sem orsakað hefur óbeina gengisfellingu, og haft í för með sér stökkbreytingar á lyfja- verði. Frá byrjun síðari heimsstyrjaldar og ekki sízt á tímabilinu urn og eftir 1950 hef- ur dýrtíðarþróunin verið slík, að mjög hef- ur torveldað mat á hagskýrslum. Við vitum að vísu, að slíkt hefur og átt sér stað í flestum löndum, en Island er þar í sérflokki. Það er því ekki hægt að draga neinar ályktanir af breytingu'm á tölunum einum, heldur verður að gera sér grein fyr- ir þeim orsökum, sem breytingunum valda, og þýðingu hverrar þeirra um sig. Tilraun til nánari könnunar varðandi lyfjaneyzluna sýndi, að á tímabilinu 1950—55 varð með- alhækkun lyfjakostnaðar í fyrrnefndum ISSA-löndum 64,74%, en aðeins 4.37% mið- að við þjóðartekjur á hvern íbúa. Breyting- ar á þjóðartekjum — í tölum taldar — geta stafað bæði af breytingum á peningagildi og mismun á heildar-framleiðsluverðmæt- um. Að því leyti sem hækkun lyfjakostnað- ar er afleiðing af hækkuðu verðlagi, er eðli- lega ekki um neina aukna lyfjaneyzlu að ræða. Standi útgjaldaukningin til lyfja í sambandi við raunverulega hækkun þjóðar- tekna, getur hún verið eðlileg, en þó e. t. v. jafnframt óæskileg, því hinum auknu þjóð- artekjum mætti verja á betri hátt. Að því leyti, loks, sem hækkunin stafar af tilkomu nýrra, dýrra, en mikilvirkra lyfja, er ein- ungis sá hluti hennar óæskilegur, sem á rætur sínar að rekja til óhagkvæmrar notk- unar þeirra. Enda þótt það þannig ekki liggi ljóst fyrir, hvort hækkunin út af fyrir sig tákni þróun, sem vinna beri gegn, þá eru menn í flestum löndum sammála um, að lyfjanotkunin sé miklu meiri en vera ætti. Meira að segja læknar viðurkenna Jjetta almennt og hafa lengi gert. Það er orðið mikið mál, sem eftir lækna liggur á prenti um lyfjagjafir og hinar margvíslegu hættur, sem eru samfara notkun lyfja. Virð- ist víða vera pottur brotinn í þessu efni. Ekki þarf að fjölyrða um, að svona er ástandið, en gagnlegt er að ihuga orsak- irnar fyrir því. Oft er því haldið fram, að það séu læknarnir, sem mestu ráði um lyfjakostnaðinn, og er það vissulega rétt. En ósanngjarnt væri að benda ekki einnig á þann mikla þátt, sem afstaða hinna tryggðu — sjálfsagt að einhverju leyti vegna réttarins á hendur tryggingunni — á í því, hversu torleyst vandamálið virðist vera. Við á Norðurlöndum erum að mestu laus við það, sem flest lönd telja aðalorsökina, þ. e. a. s. taumlausan áróður lyfjaframleið- enda, því að hér er bannað að auglýsa lyf opinberlega, og erurn við að því leyti betur á vegi stödd en önnur lönd, sem ekki hafa hliðstæð bönn. Áróður er þó rekinn á ann- an hátt, t. d. kemur fram í grein (um tauga- lyf) eftir Knud O. Möller, að lyfjafram- leiðendur reka áróður og hann ekki lítinn „ . .. kænlega falinn í dálkum dagblaða og vikurita . ..“ Þetta erum við á íslandi að mestu leyti laus við, þótt við sleppum ekki alveg við gervi-vísindagreinar um ýmis töfralyf og aðferðir ásamt ótímabærum skrifum urn rannsóknir á tilraunastigi. At- hugandi væri að hafa ritskoðun á slíkum skrifum, jafnvel þótt í lýðræðisríki sé. Hvað viðvíkur auglýsingum ætluðum lækn- um, þá virðist ástandið hvarvetna vera eins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.