Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Qupperneq 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL
19
félagslegra viðhorfa, annarsvegar og venju-
legra vátryggingarsjónarmiða liins vegar.
Hún syndir þó ekki hjá því að tryggja
gegn talsvert miklu af óverulegum útgjöld-
um. Tilraunir til að komast hjá því myndu
valda geysilegri fyrirhöfn í framkvæmd sbr.
síðar. — Danska skipunin er mjög athyglis-
verð tilraun, sem vert er að gefa gaum að.
Allar skrár um niðurgreidd lyf verða sí-
fellt að vera í endurskoðun. Annars geta
þær tafið eðlilega þróun. Þær liljóta alltaf
að valda því, að ný lyf verða, fyrst í stað, ut-
an við trygginguna. í mjög mörgum tilfell-
um er þetta réttmætt. Framþróunin fetar
slóðir, sem gera varfærni mjög nauðsynlega.
Notkun margra nýrra lyfja krefst í fyrstu
nákvæmara eftirlits en almennt verður með
góðu móti við komið utan sjúkrahúsa. En
einnig er réttmætt að gildi nýrra lyfja sé
örugglega í ljós leitt, áður en tryggingar
láta þau til sín taka. Reynslutíminn verður
auðvitað mjög mismunandi en stjórnvöld-
in, sem um þetta fjalla Jaurfa að gæta þess,
að sjúkratryggingin veiti alltaf, eftir Jrví sem
við verður komið, það bezta sem völ er á.
Að því er greiðsluhlutfallið snertir liefur
Svíþjóð líka farið aðra leið en Danmörk
og ísland. Síðarnefndu löndin greiða jafn-
mikinn hluta lyfjaverðsins, hvort sem keypt
er mikið eða lítið í einu, dýrt eða ódýrt, —
Danmörk % hluta, ísland oftast lielming
en viss lyf að %. Svíþjóð greiðir ekki fyrstu
3 krónurnar af hverjum lyfjakaupum og
aðeins helming afgangsins. Tilgangur: Að
útiloka óverulegustu útgjöldin og gera
minna eftirsóknarvert að fá lyfseðil fyrir
lyfjum, sem hægt er að fá án hans — og
spara þanng vinnuafl lækna og þar með út-
gjöld fyrir samlögin. — Á hinn bóginn virð-
ist það sannað mál, að 3-krónu reglan hefur
valdið því að keyptir eru mun stærri
skammtar í einu. Þá má og ætla að reglan
stuðli óbeint að aukinni eftirspurn eftir
dýrari lyfjum. Þetta táknar að tilganginum
hefur aðeins að nokkru leyti verið náð, og
að á móti árangrinum koma alvarlegir gall-
ar. — Þetta olli því að enn var sett nefnd í
málið, sem skilaði áliti — heilli bók — 1959
og lagði til alveg nýja skþran, sem sé, að
liver tryggður maður beri sjálfur fyrstu
50 krónurnar (sænskar) á hverju almanaks-
ári, en að samlögin greiði annað hvort 90%
Jress sem umfram verður, eða 75% af allt að
250 kr. og 100% úr því. Svipuðu fyrirkomu-
lagi var nýlega komið á í Frakklandi, en Jrar
er sjálfsáhættan 3000 frankar á misseri. —
Þessi skipan myndi í Svíþjóð kosta geysi-
mikla skriffinsku, sem myndi Jjó aukast um
allan helming ef komast ætti hjá að miða
sjálfsáhættu-upphæðina við almannaksár,
sem er mjög óeðlilegt, en ekki t. d. hvaða
12 mánaða tímabil, sem vera vildi. Uppá-
stunga nefndarinnar mun hafa mætt mjög
mikilli andspyrnu.
Hér að framan hefur verið reynt að bera
saman reglur Norðurlanda og benda á
kosti og galla sem þeim eru samfara. Saman-
burður milli landanna á árangrinum, að
Jdví er varðar heildarmagn lyfjaneyzlunnar,
er liins vegar mjög torveldur. — Upplýsing-
ar um krónur á hvern tryggðan mann, um-
reiknaðar eftir gengi, geta gefið algjörlega
villandi svör. Ég hef þó gert smátilraun til
að athuga hvar við hér í Reykjavík erum
á vegi staddir í samanburði við Danmörku.
Af 4070 lyfseðlum (sjá aths. við töfluna hér
að framan) frá lyfjabúð í Reykjavík, voru
þau lyf, sem að dönskum reglum falla í
flokkana I, „lífsnauðsynleg“ og II, „sérlega
Jrýðingarmikil“ lyf, verðlögð eftir danskri
lyfjaverðskrá frá 1. jan. 1960, til að fá bend-
ingu um 1) hve mikið af lyfjaútgjöldum
okkar félli undir þessa flokka og 2) hlut-