Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL 21 Bætur almannatrygginga 1959. í yfirliti því um aikomu almannatrygg- inga á árinu 1959, sem birtist í síðasta hefti, var m. a. gerð grein fyrir útgjöldum lífeyr- istrygginga. Nú hefur lífeyrisdeild Trygg- ingastofnunarinnar nýlokið við hina árlegu skýrslu deildarinnar um bótaþega og bóta- greiðslur. I skýrslunni eru birtar tölur urn bótagreiðslur í hverjum hreppi landsins, lífeyrishækkanir, skertan lífeyri og fleira. Hér er að sjálfsögðu ekki rúm fyrir skýrsl- una í heild, heldur aðeins tekin yfirlitstafl- an um skiptingu bóta og bótaþega eftir bótategundum og tryggingaumdæmum. Samkvæmt bótaskýrslunni námu bætur lífeyrisdeildar 167.8 millj. kr. árið 1959, en í reikningum lífeyristrygginga eru hinar eiginlegu bætur taldar 150.8 millj. kr. Staf- ar mismunur þessi af því, að meðlagsgreiðsl- ur (endurkræfur barnalífeyrir), slysalífeyrir og liluti sveitarfélaga af lífeyrishækkunum teljast með bótum í skýrslu lífeyrisdeildar, en sjúkrasamlagsiðgjöld lífeyrisþega ekki. Má því sundurliða mismuninn á eftirfar- andi hátt: inum. Maður sér, að vítamínin eru í sér- llokki, kosta nær 13% af heildarverði (2.53% í Englandi!) Þetta ætti að vera ástæðulaust, því að vítamínskortur er ná- lega óþekktur hér á landi. Það er staðreynd, að sjúkrasamlög borga þarna lyf, sem í stórum stíl eru gefin eftir pöntunum neyt- enda sjálfra til nota með daglegri fæðu. Notkun geðlyfjanna er einnig viðsjárverð. Framhald á bls. 26. Þús. kr. Bætur samkværat bótaskýrslu ........................ 167.760 Sjúkrasamlagsiðgjöld lífeyrisþcga .................. 4.246 Bótagreiðslur samtals 172.006 -f- endurkræfur barnalífeyrir ....................... 16.548 —f— lífeyrir slysatrygginga .......................... 1.873 -4- hluti sveitarfélaga af lífeyrishækkunum .. 2.734 Eiginlegar bætur lífeyristrygginga 150.851 -f- færslur milli ára ................................... 14 Bætur lífeyristrygginga samkvæmt reikningum .. 150.837 Við samanburð við fyrri ár er það eftir- tektarverðast, að ellilífeyrisþegum hefur nú fjölgað um nær 3%, en tala þeirra stóð í stað á árunum 1956—1958 þrátt fyrir stöð- uga fjölgun fólks á ellilífeyrisaldri. Að því hlaut að koma, að lífeyrisþegum tæki að íjölga á ný, og að auki rnátti ætíð búast við stórfelldri fjölgun ef úr eftirspurn eftir vinnuafli drægi. Gera má ráð fyrir, að sú óvissa, sem af þessu stafaði, hverfi að mestu með afnámi skerðingarákvæðanna. Einnig liefur fjölgað þeim börnum, sem barnalífeyrir er greiddur með, en þeim fór sífækkandi á árunum 1954—1958. Eins og áður er getið, eru börn, sem slysalífeyrir er greiddur með, og sem fjölgaði mjög á ár- inu, talin hér með, þar eð lífeyrisdeild annast greiðslu lífeyrisins. í öðrum bótaflokkum hefur fjölgun orð- ið með eðlilegum hætti, og í yfirlitsgrein- inni um reikninga almannatrygginga fyrir árið 1959, sem birtist í síðasta hefti, var greint frá hækkunum bótafjárhæða og heildarhækkun bóta frá 1958 til 1959. Yfirlitstafla lífeyrisdeildar er á næstu fjórum síðum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.