Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Side 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
17
sjúkrasamlög þar greiða ekki önnur lyf.
Þar með er Noregur úr sögunni, en að því
er hin Norðurlöndum snertir, sjást höfuð-
drættir reglnanna um greiðslu lyfja, ann-
arra en hinna „lífsnauðsynlegu" af þessari
töflu:
Danmörk:
1) Sérlega þýðingarmikil lyf, skv. skrá
scm telur 700—800 lyfjanöfn.
2) í alvarlegum langvinnum sjúkdóm-
um, einnig viss önnur lyf („undan-
þágulyf", ekki greidd af öllum sam-
lögum).
V\ hlutar
Greidd lyf:
ísland:
Öll lyf, scm tekin eru á skrá, sem að-
allega gengur framhjá: a) nokkru af
„handkaupslyfjunum", b) tilbúnum
lyfjum, sem ekki eru á viðurkenndri
lyfjaskrá, c) nýjum lyfjum, ekki full-
rannsökuðum.
Greiðsluhlutfall:
Fúkkalyf og súlfalyf að V\. Annað að
hálfu.
SvíþjóÖ:
Allar lyfjabúðavörur og önnur efni,
cf þau innihalda eitur af „fyrstu
gráðu".
Kaupverðið -f- 3 kr.
2
Meðal-greiðsluhlutfall („lífsnauðsynleg44 lyf meðtalin):
75% 62,5% 32,5%
af verði lyfja, sem til greina koma. af verði lyfja, sem til greina koma.l) af öllum keyptum lyfjum.2)
1) Samkvæmt athugun á lyfseðlum frá einni lyfjabúð í Rvík, cina viku í okt. og eina viku í febr. 1959-60, 4070 að tölu.
2) Samkvæmt athugun á lyfseðlum sem til féllu í apríl 1955.
í öllum þrem löndunum eru lyfjagreiðsl-
ur mjög takmarkaðar samanborið við áður-
nefnd ISSA-lönd og þó á mismunandi hátt.
í Danmörku er greiðsluhlutfallið hæst, en
þau lyf, sem greitt er með, fæst. ísland hef-
ur nokkuð lægri prósentutölu, en lyfjateg-
undirnar allmiklu fleiri, en í Svíþjóð er
hundraðstalan langlægst, en greitt er svo
til með öllum lyfjum. Hlutfallstala Svíþjóð-
ar mun hafa hækkað eithtvað síðan í apríl
1955.
Lyfjagreiðslur sjúkratrygginga eru tak-
markaðar á tvennan hátt. í fyrsta lagi eru
því skorður settar, til hvaða lyfja greiðslurn-
ar taka (greiðslusviðið) og í öðru lagi eru
viðurkennd lyf ekki greidd nema að til-
teknum hluta (greiðsluhlutfallið).
í flestum löndum eru verulegar tak-
markanir í gildi, að því er greiðslusviðið
snertir, þ. á m. í Danmörku — og einnig
á Islandi, þó okkar reglur séu mun rýmri.
Svíjrjóð er hins vegar, e. t. v. með England
sem fyrirmynd, undantekning frá aðalregl-
unni. Þegar „Lákemedelreformen“ var í
undirbúningi, gengu flestir, sem um málið
fjölluðu, út frá því að greiðslurnar yrðu
bundnar við skrá, sem setti gildissviðinu
alljDröng mörk. í nefndarálitum um þetta
bar mest á fjárhagslegum sjónarmiðum. í
sumum þein'a var bent á, að á ýmsum svið-
um væru til mörg lyf, sem hefðu svipaðar
eða jafnvel nákvæmlega sömu verkanir, en
væru mjög misdýr, — og að verðlagið skiptir
tiltölulega litlu fyrir eftirspurnina. Þegar
svo stæði á ætti einungis að hafa ódýrasta
lyfið á skrá. Ennfremur var út frá því geng-
ið að aðeins fullkönnuð og viðurkennd lyf
yrðu tekin með. Félagsmálanefndin og heil-
brigðisstjórnin lögðu jafnvel með því að
skráin yrði gerð eftir þeim sjónarmiðum,
sem danska lyfjagreiðsluskráin er byggð á
(sjá síðar). — Niðurstaðan varð Jró sú, að al-