Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 Hérlendis eru þær og stundaðar mjög, og er blaðað er í læknatímaritum falla menn í stafi, er þeir sjá þau auglýsingabrögð, sem læknar eru beittir. Sá áróður, sem læknar fá í pósti og verða íyrir af hendi sölumanna er einnig óhugnanlega mikill. Danskur læknir, Börge Stahl, skrifar í aprílhefti þessa árgangs Mánaðarrits starf- andi lækna, mér er næst að segja skemmti- lega eða að minnsta kosti sérlega greinar- góða grein um hversu lyfjaframleiðendur kynna læknum ný lyf á óæskilegan hátt, og er auðfundið að höfundi finnst auglýsinga- flóðið hafa verkanir umfram þær, sem æski- legar geta talizt. Um aðalástæðurnar fyrir ofnotkun lyfja lief ég mjög ákveðnar liugmyndir. Ég hygg, að þær séu fyrst og fremst að finna i skorti á réttum skilningi almennings á því, í hverju læknisstarfið er eða ætti að vera fólgið. Það er ótrúlega almenn afstaða að lækn- isvitjun sé lítilsvirði nema hún gefi áþreif- anlegan árangur þegar í stað, og margir eiga bágt með að sætta sig við þann „árangur", að ekkert þurfi að gera. Það er eins og er- indisleysa hafi verið farin, ef ekkert áþreil'- anlegt fæst, eins og t. d. lyfseðill, sem sanni þýðingu þess að læknis var leitað. Þannig vill lyfið sjálft í hugum manna verða liinn beini árangur læknisbjálparinnar, og um leið njóta menn þeirrar þægilegu tilfinn- ingar að hafa fengið eitthvað „út á“ iðgjöld sín. Og því dýrara (og þess vegna betra?) sem lyfið er, þeim mun meira þykjast menn græða á tryggingunni, þó að þeirn! þurfi sjálfum að blæða dálítið fyrir um leið. En fari læknirinn eða sendi sjúklinginn frá sér án lyfseðils, þá vill kveða við sónninn um að aldrei geri þeir neitt þessir læknar. Því er oft auðveldara fyrir lækni að gera sjúkl- ing ánægðan með flausturslegri skoðun og lyfseðli, en nákvæmri rannsókn, sem ekki leiðir til sérstakrar meðferðar. í umsögn, sem formaður Læknafélags Reykjavíkur ár- ið 1943 gaf nefnd sem vann að endurskoð- un tryggingalaganna, sagði m. a.: „ . .. Þá þætti mér ráðlegt, að greiðslur tryggingarinnar vegna lyfja væru skornar niður til stórra muna. Að sjálfsögðu þyrfti Jjó að greiða lyf, sem lífsnauðsynleg mega teljast og sjúklingar þurfa að nota til lang- frama. Sýndist heppilegra að verja fé til al- mennrar heilsuverndar heldur en eins og verið hefur að dekra við oftrú landsmanna á mátt og gagnsemi lyfja. Með nokkrum rétti má segja, að lyfja- austurinn sé læknanna sök, og skal viður- kennt, að undanlátssemi þeirra hefur verið of mikil í Jaessum efnum. Aðalástæðan er sú, að straumurinn til lækna hefur aukizt svo mjög, vegna þess að tryggingin hefur rofið Jsar allar stíflur. Þessi örtröð hefur í för með sér, að læknar neyðast oft til Jjess að kaupa sér frið með lyfseðli. Mun liald- kvæmara mundi fólki að jafnaði, ef læknir- inn hefði tíma til að rannsaka það til hlít- ar, sannfæra það um, að engin hætta væri á ferðum, og ráðleggja Jjví hollari lifnaðar- háttu. Slíkar rannsóknir og viðtöl eru mjög tímafrek, einkum Jjegar í hlut á fólk, sem lítið er að, en telur sig veikt. Oftrú almennings á lyf er að verða ískyggileg. Kveður svo ramt að þessu, að margir sjúklingar þykjast gera skyldu sína, ef Jjeir nota lyf samvizkusamlega, Jdó að aðrar ráðleggingar læknisins séu Jjverbrotn- ar . ..“ í sambandi við Jjessi ummæli skrifaði Jrá- verandi tryggingayfirlæknir: „Mikið af starfi og tíma lækna fer í að skrifa lyfseðla, sem fólk biður um upp á ákveðin lyf, sem kaupa mætti án lyfseðla eins og hverja aðra búðarvöru. Er illa far-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.