Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 32
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL istrygginga er erfitt að spá, en þær ættu að draga úr útgjöldum á næstu árum, en auka þau síðar.“ Loks segir svo um breytingar þær, sem lagt er til, að gerðar verði á ákvæðunum um barnalífeyri: „Með afnámi skerðingarákvæðanna mynd- ast misræmi í greiðslum barnalífeyris, að óbreyttum bótaákvæðum að öðru leyti. Þannig verður að telja óeðlilegt, að maður, sem hefur fullar atvinnutekjur, en á eigin- konu, sem dvelst á hæli á kostnað trygging- anna eða ríkisframfærslunnar, eigi rétt á fullúm barnalífeyri með börnum sínum, þótt ekkill með sömu tekjur eigi engan rétt. Óbreytt ákvæði um barnalífeyri vegna örorku virðast því mundu hafa í för með sér, að taka yrði upp greiðslu barnalífeyris til ekkla almennt, en slíkt mundi valda verulegri útgjaldaaukningu. Ekki virðist heldur sjálfsagt, að maður, sem kominn er á ellilífeyrisaldur og á því óskoraðan rétt til ellilíl’eyris, en heldur þó fullum atvinnu- tekjum, eigi að auki rétt á barnalífeyri. Af framangreindum ástæðum er með frumvarpinu lagt til, að um greiðslur barna- lífeyris, þegar annað hvort foreldranna er ellilífeyrisþegi eða móðirin er örorkulíf- eyrisþegi, gildi heimildarákvæði hliðstæð því, sem gilt hefur um greiðslur til ekkla.“ Sjúkrahótel. Árið 1950 tók til starfa í Bergen í Nor- egi svonefnt sjúkrahótel, þ. e. gistihús, sem ætlað er sjúku fólki og barnshafandi kon- um, sem bíða þess að komast í sjúkrahús eða á fæðingarheimili. Þessi starfsemi hefur síðan aukizt svo mjög, að nú eru rekin í Noregi 11 sjúkrahótel, og fleiri munu bæt- ast við. Sjúkrahótelin eru starfrækt með svipuð- um hætti og venjuleg gistihús, en þar er þó meiri heimilisbragur og gisting er þar ódýrari. Venjulega eru þau staðsett í grennd við sjúkrahús, og er það hagræði fyrir fólk, sem koma þarf til reglubundins eftirlits eða meðferðar í sjúkrahús. Oft sparast legudagar í sjúkrahúsum, þeg- ar ekki er brýn nauðsyn á sjúkrahúsdvöl, en í staðinn hægt að vísa sjúklingi á sjúkrahót- el og haía hann jafnframt undir læknis- hendi. Einnig getur það lengt sjúkrahús- dvöl, ef erfitt reynist að finna sjúklingi viðunandi dvalarstað, meðan hann bíður aðgerðar eða þegar henni er lokið. Fyrir ut- anbæjarfólk hefur þessi bætta aðstaða mikla þýðingu, enda taka sjúkrasamlög í Noregi nokkurn þátt í dvalarkostnaðinum. (Heimild: Sygekassetidende, október 1960). Frá sjúkrasamlögum. IÐG J ALD AHÆKK ANIR. Sjúkrasamlag Ásahrepps .... úr kr. 3S6 í kr. 420 á ári frá 1/7 1960 — Borgarfjarðarhrepps .... - - 216 - _ 300 1/7 1960 — Eyrarsveitar ,... - - 336 - - 420 1/7 1960 — Grafningshrepps .... - - 384 - - 540 1/7 1960 — Ólafsfjarðar .... - - 276 - - 360 1/7 1960 — Sauðaneshrepps .... - - 336 - - 360 1/1 1960

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.