Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 17
TRYGGINGAMAL ----------RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN - Um lyf jagreiðslur sjúkratrygginga. Eftir Gunnar J. Möller hæstaréttarlögmann. Hér birtist í íslenzkri þýðingu kafli úr framsöguerindi, sem flutt var á 5. norræna almanna- trygg-ingamótinu í ágústmánuði síðastliðnum og nefndist „Greiðsiur sjúkratrygginga vegna læknishjálpar utan sjúkrahúsa, gigtlækninga, lyfja, svo og vegna ferða- og dvalarkostnaðar i sambandi við slíka læknishjálp." Eins og sjúkratryggingamönnum er vel kunnugt, hafa útgjöld til lyfja hækkað stöð- ugt undanfarna áratugi og á allra síðustu árum hafa tölurnar hækkað örar en nokkru sinni áður. Þetta er trúlega aðalástæðan til þess, að vandamál viðvíkjandi lyfjakostn- aði sjúkrasamlaga hafa upp á síðkastið ver- ið mjög ofarlega á baugi á alþjóðavettvangi. Útgjaldaaukningin er áberandi í flestum þeim löndum, þar sem sjúkrasamlög greiða verulegan hluta lyfjakostnaðar. Við vitum minna um ástandið, þar sem engin almenn sjúkratrygging er — eins og í Finnlandi — eða þar sem sjúkratryggingin tekur ekki nerna hverfandi þátt í lyfjakostnaði hinna tryggðu — eins og í Noregi. Fróðlegt væri að fá tölur frá löndum jressum varðandi lyfjakostnað til samanburðar við hin lönd- in. Tölulegar upplýsingar frá 14 þátttöku- ríkjum varðandi árin 1950—1955, sem lágu fyrir á ISSA-ráðstefnunni í London 1958, sýndu, að kostnaðurinn hafði aukizt um meira en 100% í fjórum landanna og milli 30 og 40% í öðrum fjórum. Þrjú lönd eru með minni aukningu, en í tveimur hafði kostnaðurinn lækkað lítið eitt. Meðaltals- aukningin var 64,74%. Hjá sex stofnunum í fjórum löndum var lyfjakostnaður jafn (hjá 3) eða talsvert hærri (hjá 3) en útgjöld til læknishjálpar utan sjúkrahúsa og tann- læknishjálpar, og í mörgum löndum er lyfjakostnaðurinn hærri en útgjöld til al- mennra lækna. Hjá jreim jrrem Norðurlandajrjóðum, þar sem þátttakan í lyfjakostnaði er veruleg, hefur og verið ör aukning útgjalda. Tölur frá fyrrnefndu 6 ára tímabili gefa þó ekki nothæfan samanburðargrundvöll við fyrr- nefnd ISSA-lönd, vegna Jress að í öllum þrem löndunum hafa á þeim tíma — nánar tiltekið á árunum 1951—54 — verið gerðar verulegar breytingar á Jrátttöku sjúkrasam- laga í lyfjakostnaði. En sá samanburður, sem við getum gert Jrau árin, þegar Jrátt- tökureglurnar hafa verið óbreyttar að mestu, sýnir aukningu svipaða Jrví, sem hæst gerist hjá ISSA-löndunum og Jrað enda Jrótt Jrau síðarnefndu taki mun meiri Jrátt í lyfja- kostnaðinum en við Jrekkjum á Norður- löndum. Lyfjakostnaður í Svíþjóð hefur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.