Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 20
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL ið, að tíma þeirra sé eytt í þetta, því að tím- inn, sem aflögu verður til nákvæmra rann- sókna, verður þeim mun minni sem meiri brögð eru að því, að þeir verði nauðugir viljugir að standa í því að skrifa þessa af- hendingarseðla." — Þessi ummæli hafa öllu minna gildi nú en þegar þau voru skrifuð, en eiga þó enn við um vissar tegundir lyfja. Yfirleitt hefur vandamálið gjörbreytzt vegna tilkomu hinna nýju flokka mikilvirkra lyfja. En þróunin hefur aukið vandann en ekki minnkað. Fólk leggur enn meira upp úr lyfjum en áður, og jafnframt hafa liætt- urnar, sem saml'ara eru ofnotkun lyfja stóraukizt. Að gefa verði læknunum að miklu leyti sök á hinni röngu afstöðu almennings, er áreiðanlegt, því að á þeirra færi einna er það, að breyta henni til batnaðar. Læknar viðurkenna þessa sök sína, 'en geta þess gjarnan um leið, að svona sé það í öllum löndum. Hitt er líka jafnvíst, að þeir eiga erfitt um vik. Ástæður eru margar, t. d. I járhagsörðugleikar ungra lækna í starfs- byrjun, samkeppni lækna, sem betur eru búnir að koma sér fyrir, svo og miklar ann- ir lækna, sem ekki einasta orsakast (meðal annars) af lyfjagreiðslum sjúkratrygging- anna, heldur eiga jafnframt þátt í að valda ofnotkun lyfja. Þannig verður úr þessu nokkurs konar vítahringur. Að lokum er það mun erfiðara fyrir lækna, að koma fólki í réttan skilning um lilutverk lækna, en samþykkja í verki liinn almenna skiln- ing á því. Það er Ijóst, að án gjörbreytingar á þess- ari afstöðu, er ennþá síður á þessu sviði en öðrum sviðum sjúkratrygginganna, liægt að greiða „sérhverja réttmæta meðferð, sem læknir ákveður“, án þess að með fljóti sá mikli fjöldi tilfella, þar sem annað hvort er ástæðulaust að ráðleggja lyf, eða lyfið, sem gefið er helði átt að vera mun ódýrara, — svo að ekki sé minnzt á þau tilvik, þar sem lyfjagjöfin er óréttmæt, af því að hún byggist ekki á eigin athugun læknisins, og kemur jafnvel að meira eða minna leyti í stað slíkrar athugunar. Hvað snertir afstöðu norrænna sjúkra- trygginga til lyfjavandamálsins liggur það Ijóst fyrir, að þær stefna ekki að því að uppfylla kröfurnar, sem um var ætt í inn- gangskaíla þessa erindis, um algjöra trygg- ingu. Þróunin liefur frekar farið í gagn- stæða átt. Og þar sem réttmæt þörf hinna tryggðu fyrir greiðslur trygginganna mjög oft er alveg jafnrík að því er snertir lyfja- kostnaðinn eins og t. d. læknishjálpina, þá lilýtur ástæðunnar að vera að leita í „auka- verkunum" lyfjagreiðslnanna. — í því sam- bandi hafa umræður mest snúizt um fjár- hagshliðina, þó að varla verði hún talin þýðingarmest. Ekki væri úr vegi að bera saman greiðslu- reglur samlaganna í þessum löndum. í fyrsta lagi greiða öll löndin fjögur hin svonefndu lífsnauðsynlegu lyf. í Svíþjóð og íslandi að fullu, Noregur ýmist 100% eða 75% og Danmörk 75%. Á íslandi eru „lífsnauðsyn- leg lyf“ talin færri en í hinum löndunum, þar eð þau eru aðeins við anæmia pernici- osa, diabetes mellitus og insipidus, addisons- sjúkdómi, skorti á skjaldkirtilshormon, myasthenia gravis og paralysis agitans. Hin löndin hafa nokkuð lengri lista og að mestu samhljóða, nema livað Noregur tekur auk þess með nokkra sjúkdóma, sem eiginlega ekki tilheyra þessum flokki, eins og nokkra meltingarsjúkdóma, langvarandi beinbólgu og ákveðna þráláta liúðsjúkdóma. Allir eru sammála um, að lítil liætta sé á misnotkun þeirra lyfja, sem einkum eiga við þessa sjúkdóma. Skýringin á því, að Noregur hef- ur fleiri lyf á lista sínum er eflaust sú, að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.