Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Blaðsíða 22
18 SVEITARSTJÓRNARMÁL veg var horfið frá því að binda greiðsluna við nokkra skrá. Var það í samræmi við til- lögur sænskra læknasamtaka (sem m. a. nefndu hættu á letjandi áhrifum á lyfja- iðnaðinn). Aðalrökin, sem í'ærð voru fyrir þessu, voru, að vitað væri, að skyld lyí gætu oft haft aðrar verkanir á einn sjúklinginn en annan, að oft myndi erfitt að ákveða hvort sparnaður yrði að því að nota eitt lyí fremur en annað, þar sem verðið eitt skæri ekki altaf úr, skráin yrði að fela í sér kröft- ugan niðurskurð, ef umtalsverður sparnað- ur ætti að nást og loks að hún yrði að vera sífelldum breytingum háð. Ennfremur var lögð áherzla á, að ströng skrá myndi aila skyldutryggingunni, sem innleidd var um sömu mundir, óvinsælda. Vafalaust er, að verðmunur á lyfjum, til- búnum til notkunar, sem almennt eru tal- in jafngild, getur verið mjög mikill. I hinni íslenzku lyfjaverðskrá koma fyrir tilfelli með allt að 150% verðmismun1) jafn- gildra lyfja, sem mikið eru notuð. Athugun á lyfseðlum eins mánaðar í Reykjavík sýndi t. d., að samlagið greiddi fyrir aðeins einn flokkinn af fúkkalyfjum um kr. 56.000.00, sem að vísu var um 29.000 kr. minna en (lang-)dýrasta tegundin hefði kostað, en líka 20.000.00 meira en fá hefði mátt jafn- mikið fyrir af ódýrustu tegundinni. Það þarf sterk rök fyrir því að slíkt megi líða. Að vísu verður að játa, að varasamt er að úti- loka ýmis viðurkennd lyf frá greiðsluskrám sjúkratrygginga, vegna hlutfallslegs dýr- leika þeirra, en athugandi er að ákveða há- marksþátttöku samlaga í verði slíkra lyfja og miða hana við einhverja hinna ódýrari tegunda. Islenzku skránni, sem bæði nær til ein- 1) Síðan erindið var samið, hefur verðmunur á sumum sviðum orðið miklu stórfelldari. stakra efna og tilbúinna lyfja, er aðallega ætlað að útiloka samsett lyf, sem ekki liafa hlotið upptöku í löggilta lyfjaskrá eða við- urkennt lyfseðlasafn, svo og þau ný lyf, sem enn eru á reynslustigi. Auk þess sneiðir hún hjá mörgum lyfjum, samsettum á vafasam- an hátt, þ. á m. lyfjum, sem ætlað er að hafa almennt styrkjandi áhrif, með því að l'æra líkamanum fjölda ólíkra efna í sömu inn- tökunni, — og loks hjá nokkru af „hand- kaups“-lyfjunum. Danska skráin, ásamt undanþágureglun- um, sem jafnframt henni gilda, er í sér- flokki. Þar er stefnt að lausn, bæði eftir læknisfræðilegum sjónarmiðum og trygg- ingasjónarmiðum. Bæði í álitsgjörð sænsku heilbrigðisstjórnarinnar og í danska ritinu: „Félagsleg trygging í veikindum" er að finna rökstuðning fyrir slíkri skipan. Sam- kvæmt honum ber að taka á skrá öll lyf, sem hafa bein, læknandi áhrif á alvarlega sjúkdóma, eða losa sjúklinginn við alvarleg óþægindi. Hins vegar má ætla hinum tryggðu að greiða að fullu þau fjiilmörgu lyf, sem einkurn eru ætluð til að vinna bug á óverulegri sjúkdómseinkennum ogsjaldan eru notuð lengi í einu, og lyfjum, sem eru svo ódýr, að kostnaðurinn af þeim er ekki tilfinnanlegur fyrir hina tryggðu. — I und- antekningartilfellum ætti þó að greiða slík lyf, og eftir dönsku reglunum er það gert, þegar læknir telur að maður þurfi — vegna alvarlegs, langvinns sjúkdóms — að nota að staðaldri svefnlyf, róandi, hita- og verkja- stillandi, slímlosandi, hóstastillandi og sýru- bindandi lyf, svo og lyf til áburðar á húð eða slímhúð. (Hefði þessi upptalning ekki, fyrir svo sem 30 árum, náð yfir býsna mikið að lyfjaneyzlunni?) í reynd nálgast hin danska skipan þau sjónarmið, sem haldið var fram í inngangskaflanum, um skynsam- legt jafnvægi milli læknisfræðilegra og

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.