Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 14
12 SVEITARST J ORNARMAL 1) Greining (Diagnoseavdeling). 2) Æfing (Treningsavdeling). 3) Vist (Pensjonatavdeling). Til greiningar, sem stendur í 14 daga, er hægt að taka allt að 25 manns til sam- tímisdvalar. Að greiningu hvers vistmanns vinnur tiltekinn samstarfshópur, sem sam- anstendur af 1 lækni, 1 starfsvalsráðgjafa, 1 efnahagsráðgjafa og 1 sálfræðingi. Greiningin felur í sér almenna og sér- staka læknisrannsókn, athugun á fyrri störf- um, starfssögu og framtíðar starfsmöguleik- um, könnun efnahags- og fjölskylduástæðna ásamt aðstöðu hvers og eins til efnahags- hjálpar, t. d. við íbúðarkaup og loks sál- ræna prófun. Hver samstarfshópur gerir sameiginlega tillögu um áframhaldsmeðferð hvers vist- manns að lokinni greiningu. Til greiningar koma offast um 500 manns árlega, þar af um 80 konur. Held- ur fleiri, eða um 600 manns árlega, sækja unr aðstoð, en um í/q hluta er af ýmsum ástæðum ekki hægt að taka til athugunar, enda er nokkrum vísað á hjálp í heima- héraði hjá héraðsráðgjafa í vinnumálum eða hjá héraðsvinnumiðlun. Aldurstakmörk til vistar eru engin, en fáir eru yngri en 16 ára eða eldri en 60 ára. Á árunum 1953—1960 incl. var aldurs- flokkaskiptingin jressi: Undir 20 ára ..... 18,2% 20-24 ára ........ 16,3% 25-29 - 13,2% 30-34 - 13,9% 35-39 - 13,3% 40-44 - 10,8% 45-49 - 6,9% 50-54 - 4,0% 55-59 - 1,9% 60 - 1,5% Meðalaldurinn var 29 ár 1953/1954, en 33.8 ár 1959/1960 og hefur farið hækkandi með hverju ári. Um 20% þeirra, sem teknir eru til grein- ingar árlega, hafa orðið fyrir ýmis konar slysum. 25% þjást af taugasjúkdómum, 18% af berklum, 15% af gigtarsjúkdóm- um, 11% af sjúkdómum í hjarta, æðum og öndunarfærum, 2% af augn- og eyrna- sjúkdómum, 4% af geðsjúkdómum og 5% þjást af öðrum sjúkdómum. — Þannig hljóð- ar greiningin eftir 14 daga rannsóknina. Við síðari dvöl á æfingardeildinni hefur svo komið í ljós, að enn fleiri hafa ýmis konar geðveilur, sem oft torvelda árang- ur meðlerðarinnar. Um 50% vistmanna hefur ekki hlotið aðra menntun en barnafræðslu og 5% hafa ekki lokið barnaskóla. Aðeins um 1% hef- ur lokið stúdentsprófi en um 14% hafa lokið einhvers konar prófi frá framhalds- skóla. Að greiningu lokinni koma aðallega 3 leiðir til greina: 1) Hjálp við atvinnuöflun án frekara náms, þá leið fara um 37% vistmanna af greiningardeildinni. 2) Hjálp við nám til undirbúnings at- vinnu. Flestir fara í iðnfræðslu ýmis konar eða í verzlunarskóla. Þessa leið fara líka um 37% vistmanna. 3) Vistun á æfingardeildinni til æfingar og undirbúnings atvinnuöflun. Þessa leið fara um 20% vistmanna. Hætta verður við frekari meðferð hjá um 4,5%, aðallega af andlegum ástæðum. Um 1,5% fá aðeins aðstoð vegna gervilima. Æfingardeildin ræður yfir urn 100 rúm- um. Starfsemin fer fram bæði á verkstæðis- deild og á sérstakri orkulækningadeild og ílestir fá meðferð á báðum deildum sam-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.