Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 6
4 SVEITARST JÓRNARMÁL ir þeirra nýlegir og rnargir alveg nýir. Líður vart sá mánuður að ekki bætist við bátur í þennan myndarlega fiskiskipaflota. Eru þeir allt að 200 tonn að stærð. Á vetrar- vertíðum eru einnig gerðir út nokkrir að- komubátar, en hafnarskilyrði hafa torveld- að sjósókn. Á þessu er nú að verða gjör- breyling. Aljaingi hefur samþykkt lántöku- heimild fyrir landshöfnina í Njarðvík og Keflavík, og framkvæmdaáætlun ríkisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir, að unnið sé á þessu ári fyrir 7 milljónir króna við liafnargerð- ina. Heildarkostnaður er áætlaður 35 millj. króna, og á henni að verða lokið á árinu 1965. í fyrsta áfanga verður gerð bátakví í Njarðvík, en síðar munu hafnargarðarnir Jtar ásamt bryggjunum á Vatnsnesi í Kefla- vík mynda landshöfnina. Munu Jsá geta rúmast þar á annað hundrað fiskibátar. Ákvæðin um landshöfn í Njarðvík byggj- ’ast á lögum frá árinu 1946. Samkvæmt þeim keypti ríkissjóður þáverandi hafnarmann- virki og aðliggjandi land fyrir athafnasvæði hafnarinnar. Hafnarstjórnina skipa 5 menn, þar af eru Jrrír kjörnir af Alþingi en tveir af sveitarstjórnunum í Keflavík og Njarð- vík. Ráðherra skipar hafnarstjóra. Á landshafnarsvæðinu eru nú í byggingu mörg fiskverkunarhús, svo hvorki virðist vanta veiðitæki né verkunaraðstöðu á landi til að unnt sé að hagnýta sem bezt þá bættu aðstöðu, sem hafnarmannvirkin skapa. Hafnargarðarnir eru byggðir út frá tveim- ur sveitarfélögum, en þeir verða tengdir með breiðvegi á hafnarbakkanum. Með byggingu fiskiðjuvera á hafnarsvæðinu tengist byggðin saman og verður óslitin. Þetta má skilja bókstaflega. Þannig er Fisk- iðjan h.f. að reisa stórt mjölgeymsluhús, sem stendur að hálfu í Keflavík og að liálfu í N j arðví kurhreppi. Sameining byggðarinnar hefur þó ekki hingað til leitt af sér nein teljandi vand- kvæði í sambúð sveitarstjórnanna. Milli Jjeirra er ágætt samstarf á ýmsum sviðum, til dæmis um sorphreinsun og rafveitu- framkvæmdir. Þau eru í sama læknishéraði, standa ásamt öðrum hreppum á Reykjanesi að rekstri sjúkrahúss í Keflavík, og þau eru í sama bókasafnshverfi. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, Sveinn Jónsson bæjar- stjóri, og Jón Ásgeirsson sveitarstjóri, telja þó, að samstarfið gæti verið víðtækara, sér- staklega um allt J:>að, sem til stórra átaka þarf. Tilfinnanlegur skortur á vinnuafli há- ir verklegum framkvæmdum, en samstarf um kaup og notkun Jmngavinnuvéla með sameiginlegum vinnuflokkum gæti orðið til hagræðis. í sumar verður malbikuð 700— 800 nr löng braut á Vatnsnesvegi í Kefla- vík og hafa íslenzkir aðalverktakar tekið að sér Jrað verk. Forráðamenn kaupstaðarins hafa hug á að ráða bæjarverkfræðing og telja, að störf hans mtindu nýtast betur, ef Njarðvíkurhreppur stæði einnig að ráðn- ingu hans. Skipulagsstjóri ríkisins hefur gert heildaruppdrátt að hafnarsvæðinu og nágrenni en skipulagsmál og byggingareftir- lit sveitarfélaganna hefur verið aðskilið. Sú skoðun virðist útbreidd, að margv'ísleg málefni eigi að vera sameiginleg til fram- búðar, og þá sérstaklega með það fyrir aug- um að stuðla að hagkvæmari fjárfestingu en ella mundi verða. Myndarlegt félags- heimili er nærri fullgert í Njarðvík, en fyrirhugað er að reisa annað í Keflavík. Það hefur verið teiknað og Jrví valinn staður í minna en kílómeters fjarlægð frá því fyrr- nefnda. íbúar Keflavíkur hafa afnot af ntjög góðum íjDróttaleikvangi í Njarðvík, en ann- ar er í byggingu í Keflavík. Á liinn bóginn nota Njarðvíkurbúar stóra sundhöll í Kefla- vík. Þessi mannvirki hvert á sínu sviði munu geta fullnægt Jtörfum allra íbúanna á næstu

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.