Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 12
10 SVEITARSTJÓRNARMÁL að lialda uppi reglu á mannfundum og á skemmtunum. Héraðslögreglumenn skulu hafa fasta þóknun fyrir störf sín úr sýslusjóði og icndurgreiðir ríkissjóður helming þess kostnaðar, en heimilt er að gera þeim, sem heldur skemmtun, að greiða sérstakt gjald til sýslusjóðs vegna löggæzlunnar. Xostnað af fræðslu og þjálfun liéraðs- lögreglumanna greiðist að öllu leyti úr ríkissjóði, svo og kostnaður af einkennis- fatnaði. Auk framantaldra breytinga frá fyrri skip- an, er í lögunum staðfest sú framkvæmd, sem tíðkast hefur, að lögregluskóli skuli starfræktur við lögreglustjóraembættið í Reykjavík. ☆ Með þessari lagasetningu hefur ríkisvald- íð komið verulega til móts við kröfur sveit- arstjórnanna á landinu. Þeirri megin- kröfu hefur að vísu ekki verið fullnægt, að allur löggæzlukostnaður greiðist úr ríkis- sjóði, en þess ber þá að gæta, að þegar sú krafa var sett fram, var hún hugsuð sem einn þáttur í því að bæta úr alvarlegum fjárhagsörðugleikum sveitarfélaganna, og að það vandamál hefur nú verið leyst með öðrum hætti, m. a. með hlutdeild í sölu- skatti. Fram hjá því verður ekki komizt, að telja þessar breytingar á lögreglumannalögunum verulegar umbætur og mikilsvert skref í rétta átt í þeim sama anda, sem ríkt hefur liin seinustu árin af hálfu ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna. Sú meginstefna er þó óbreytt af hálfu sambandsins og sveitarfé- laganna að telja að löggæzlukostnaðinn í Jandinu eigi ríkisvaldið eitt að bera. ☆ Samþykktir um sveitarstjóra. í 42.-44. grein sveitarstjórnarlaga eru ákvæði um sveitarstjóra, sem meðal annars kveða svo á um, að sveitarstjórn setji sam- þykkt, er ráðherra staðfestir, um starfssvið sveitarstjóra og laun, sem greiðast úr hrepps- sjóði. Skrifstofu sambandsins hafa borizt fyrir- spurnir varðandi form og efni slíkra sam- þykkta. Með því að hin fyrsta slíkra sam- þykkta hefur nú verið birt staðfest í Stjórn- artíðindum, þykir rétt að birta hana hér, til hliðsjónar þeim, sem eiga eftir að gera slíka samþykkt um starfssvið sveitarstjóra og laun, svo sem ráð er fyrir gert í lögunum. Samþykktin fer hér á eftir: SAMÞYKKT um sveitarstjúra í Stokkseyrarhreppi. 1. gr. Hreppsnefnd kýs sveitarstjóra og skal ráðningartími hans vera til loka kjörtíma- bils hreppsnefndar. 2. gr. Laun sveitarstjóra skulu vera kr. 7000.00 á mánuði, auk ferðakostnaðar í þarfir sveit- arfélagsins. 3. gr. Sveitarstjóri annast öll þau störf, sem odd- vita eru falin samkvæmt 39. gr. sveitar- stjórnarlaga, nr. 58 29. marz 1961. 4. gr. Sveitarstjóri skal fara með framkvæmda- stjórn, bókhald og fjárreiður fyrir rafveitu

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.