Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 19
TRYGGINGAMAL ----- RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN - Bætt aSstaða alclraðs fólks. Á síðasta Alþingi voru samþykkt sem lög tvö stjórnarírumvörp, sem ætluð eru til liagsbóta öldruðu fólki. Önnur lögin eru um byggingarsjóð aldraðs fólks. Um það mál er forystugrein í þeim hluta síðasta heft- is, sem er á vegum Sainbands íslenzkra sveit- arfélaga, og verður ekki vikið nánar að því hér. Hin lögin eru um breyting á lögum nr. 10/1952 um heimilishjálp í viðlögum. Samkvæmt lögunum um heimilishjálp í viðlögum frá 1952 er það hlutverk þeirrar heimilishjálpar að veita hjálp, sé hennar þörf um stundarsakir vegna sjúkdóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. í hinum nýju lögum felst sú breyting, að gert er ráð fyrir, að starfrækja megi heimilishjálp handa öldruðu fólki, eft- ir því sem nánar er ákveðið í reglugerð. í athugasemdum við frumvarpið sagði svo: „Með þessu frumvarpi er ætlunin, að ákvæði laga um heimilishjálp í viðlögum gildi einnig um hjálp, sem veitt kynni að vera öldruðu fólki um lengri tíma en lögin gera annars ráð fyrir. Nauðsynlegt væri að gera heimilishjálp aldraðs fólks að sérstakri deild 1 heimilis- hjálparstofnunum viðkomandi sveitarfé- laga. Aldraða fólkið kæmist af með aðstoð við heimilisstörf, rekstur erinda o. s. frv. hluta úr degi, og 1 ýrnsurn tilfellum aðeins nokkra daga í viku. Kemur því til greina að ráða til þessara starfa fólk, sem ekki ynni íullan vinnutíma, svo sem annars er að jafnaði um þá, er taka að sér heimilis- hjálp í viðlögum.“ I 22. gr. almannatryggingalaga þeirra, sem samþykkt voru á þinginu, eru enn frem- ur ákvæði um heimilishjálp fyrir ellilíf- eyrisþega, svohljóðandi: „N'ú ákveður sveitarstjórn að koma á fót lieimilislijálp íyrir ellilífeyrisþega, og getur tryggingaráð þá ákveðið, að útgjöld vegna slíkrar heimilishjálpar skuli að nokkru eða öllu leyti reiknuð sem uppbætur á lífeyri samkvæmt 21. gr., enda séu reglur um starf- semi þessa samþykktar af tryggingaráði.“ í athugasemdum með frumvarpinu til al- mannatryggingalaga sagði m. a. svo: „N’efnd- in telur, að bæði frá félagslegu og fjárliags- legu sjónarmiði, og hvort sem á það er litið írá sjónarhóli aldraða fólksins eða þjóðar- heildarinnar, sé hér um þarft mál að ræða, enda liefur slík heimilishjálp reynzt mjög vel víða erlendis. Geta ákvæði þessi gilt, hvort sem lögunum um heimilishjálp verð- ur breytt í það horf, að þau taki til slíkrar heimilishjálpar til langframa, eða ekki.“ Um lieimilishjálp íyrir aldrað fólk hefur undanfarin 6 ár oft verið ritað á þessum vettvangi, og er óþarft að íjölyrða um mál- ið að þessu sinni. Með samþykkt framan- greindra laga skapast sá rammi, sem hingað til heíur vantað, til þess að sveitarféiög geti látið það til sín taka. Mun Reykja-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.