Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 12
fyrrgreindum bústörfum í vist sinni hér, hefur þeim
einnig gefizt kostur á nokkurri leiðsögn í trésmíði og
viðhaldi véla, en einmitt þess háttar hagnýt verk-
þjálfun er mikils virði. Stjórnendur verknáms-
menntunar á Grænlandi hafa lýst ánægju sinni yfir
þessari tilhögun, enda þörfin brýn og munar um
hvert pláss, en á það má benda, að óvenju stórir
árgangar eru nú að ljúka almennri skólagöngu á
Grænlandi næstu þrjú árin, samtímis því sem
heimastjórnin tekur að fullu við stjórn og rekstri
allra grænlenzkra menntamála.“
— Gætum við Islendingar orðið þar betur að
liði?
„Að sjálfsögðu eigum við að bregðast jákvætt við,
verði farið fram á slíkt, enda ber okkur nokkur
skylda til þess sem nágranna. Þótt menn séu almennt
sammála um að auka beri aðstoð okkar við þróun-
arlöndin, hefur framkvæmd þess konar aðstoðar oft
verið umdeild, sérstaklega vegna óvissunnar, sem
tengd er miklum fjarlægðum. Mér er kunnugt um,
að erlendar hjálparstofnanir, sem starfa eingöngu í
þróunarlöndum, eins og t. d. „Mellemfolkeligt
Samvirke“, starfrækir nú þróunarhjálp á Grænlandi
við byggingu fjárhúsa og annarra hliðstæðra mann-
virkja, enda hjálp af slíku tagi vænlegust til árang-
urs. Aðstoð íslands við þróunarlöndin er því tví-
mælalaust réttur vettvangur hvað mundi varða að-
stoð okkar við Grænland og ávinningur beggja
þjóða. Okkur gæfist tækifæri til þróunaraðstoðar
undir handarjaðri eigin eftirlits og stjórnar, og
Grænlendingar hlytu af því viðurkenningu á sér-
stöðu sinni.“
— Hvað með Grænlandssjóðinn nýja?
„Þeim sjóði mun fyrst og fremst ætlað að styrkja
menningarsamskipti, þó vissulega tengist þetta allt
hvert öðru. Á hinn bóginn má gjarnan benda á, úr
því Grænlandssjóð ber á góma, að þar kemur fram,
að sjóðurinn er einnig hugsaður til þess að stuðla að
hlutdeild okkar Islendinga í ýmsum verkefnum í
tengslum við uppbygginguna á Grænlandi. Miklar
framkvæmdir eru nú í gangi á Grænlandi eða standa
fyrir dyrum, svo sem bygging fyrstu virkjunarinnar,
sem sennilega mun staðsett á Suður-Grænlandi.
Sérþekking og áratuga reynsla við erfiðar aðstæður
ættu að gera islenzk fyrirtæki samkeppnisfær á þessu
sviði.“
— Eru íslenzk fyrirtæki að bera sig eftir við-
skiptum á Grænlandi?
„Þegar er fyrir hendi áhugi hjá íslenzkum fyrir-
tækjum á að kanna markaðsmöguleika á Grænlandi.
Má til dæmis nefna skipasmíðastöðvar, ráðgefandi
verkfræðifyrirtæki og byggingarverktaka sem aðila,
sem hugsanlega gætu aflað sér þar verkefna. Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins ráðgerir nú sérstaka
ferð fulltrúa slíkra fyrirtækja til Nuuk nú í byrjun
sumars.“
— Slík viðskipti hljóta að kalla á betri samgöng-
ur heldur en nú eru við Grænland?
„Það er rétt. Verulega hefur þó verið bætt úr í
þessum efnum með tilkomu hins nýja flugvallar í
höfuðstaðnum Nuuk, en þar er miðstöð stjórnunar
og athafnalífs fyrir alla vesturströndina. Nuuk er
mikill uppgangsstaður með yfir 13 þúsund íbúa og
þar er að auki að finna fullkomna hótel- og ferða-
mannaþjónustu. Þá hafa nýlega hafizt reglulegar
flugferðir frá Nuuk áfram til áfangastaða í Kanada
og Bandaríkjunum. Tíðar, reglubundnar siglingar
strandferðaskipa tengja alla helztu bæi vestur-
strandarinnar allt suður til Narssarssuaq (Bröttu-
hlíð), og má því segja, að Grænland hafi nú opnazt
verulega sem ferðamannaland. Ekki er ennþá flogið
héðan til Nuuk, en í því sambandi má nefna, að
Arnarflug hf. kannar nú sem stendur möguleika á að
hefja reglubundið áætlunarflug milli íslands og
Nuuk.“
— Hvað vilt þú að lokum ráðleggja þeim, sem nú
hyggjast taka upp samskipti við Grænlendinga?
„I hnotskurn eru Islendingar og Grænlendingar
tvær smáþjóðir, sem báðar eiga það sammerkt að
hafa lifað geysilega uppbyggingu og breytingar á
síðustu áratugum, en þó hvor með sínum hætti við
ríkjandi aðstæður. Svotil algjört sambandsleysi ná-
grannaþjóða á slíku tímabili, sem nú er rofið, hlýtur
því að kalla á sérstakt átak í gagnkvæmri upplýs-
ingamiðlun varðandi viðhorf og hugmyndir beggja.
Með tilliti til þeirra auknu samskipta og samvinnu,
sem ýmist er hafin eða lagt er upp í, svosem með
tilkomu Grænlandssjóðs og milliþinganefndar, og af
því, sem að framan hefur verið skýrt, tel ég þess
vegna mikils virði, að áfram verði aflað þekkingar,
sem stuðlað geti að því, að þau samskipti geti orðið
sem farsælust frá byrjun.“ U.St.
SVEITARSTJÓRNARMÁL