Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 16
Prúðbúnir bæjarfulltrúar í afmælishófinu. Æskulýðs- og dagvistarheimilið í Narssak er nýtízkulegt. Fiskur til þerris á klöppum í Narssak. salerni og rennandi vatn er ekki í öllum húsum. Á sumrin er vatn leitt ofanjarðar í plastslöngum í flest hús, en á vetrum flytur vatnsbíll vatn til fólksins. Narssak bær er vel upplýstur, og fær hann raf- magn frá díselstöð. Þar sem erfitt er að koma raf- magnsleiðslum í jörð bæði að húsum og ljósastaur- um, þá er nokkuð um loftlínur, aðallega á stálstaur- um. Fyrirhugað er, að á næstu árum verði gert átak í því að koma sem flestum leiðslum, bæði skolp-, rafmagns- og símaleiðslum í jörð, en það mun vera ákaflega dýrt. Byggingarframkvæmdir fara nær eingöngu fram að sumrinu. Flest hús í Narssak eru í svipuðum stíl, timburhús á steyptum grunni með bröttu risi og yfirleitt máluð í sterkum litum. Nokkur fjölbýlishús hafa verið byggð í Narssak undanfarin ár. Tómstundum sínum ver fólk á ýmsan máta eins og annars staðar. Tækifærin eru kannski ekki eins fjölbreytt og bezt verður á kosið, en í samkomuhús- inu eru haldnir dansleikir og diskótek með svipuðu sniði og sama hávaða og hér; þar er einnig eina kvikmyndahús bæjarins, einnig eru a. m. k. tveir aðrir staðir, þar sem danssamkomur eru haldnar og veitingar seldar. I tengslum við skólann eru ýmis kvöldnámskeið fyrir unga og gamla, þar er öldungadeild starfrækt fyrir þá, sem vilja læra. Þá er í bænum æskulýðsheimili og þar starfræktir ýmsir klúbbar fyrir unglinga, alls eru í bænum 17 félög af ýmsu tagi, iþróttafélög, söngfélög, bindindisfélög o. fl. o. fl. Einn knattspyrnumalarvöllur er i bænum, en ekki sá ég iðkaðar íþróttir þar að nokkru ráði, meðan við dvöldumst i bænum. Mikið er um, að menn fari til veiða, bæði sel- og fiskveiða svo og laxveiða, og oft sáum við ungt fólk fara með bakpoka sína og tjöld, annað hvort gang- andi til fjalla eða á litlum hraðbátum til þess að fara í útilegur. Við heimsóttum nokkur grænlenzk heimili, og þar sem við komum, var ekki annað að sjá en fólk byggi mjög vel, og íslendingar, sem ég hitti og eru við námugröftinn í Kvenefjalli, sögðu, að í Narssak væri unnt að lifa ágætu lífi. Aðalvandamál Græn- lendinga töldu þeir vera drykkjuskap, og urðum við að sjálfsögðu vör við það. Mikið er búið að skrifa um þau mál, og þótt ég vildi segja eitthvað frá þeim og SVKITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.