Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 10
„GRÆNLENDINGAR FYLGJAST VEL MEÐ MÁLEFNUM Á ÍSLANDI" Rætt vió Sigurjón Ásbjörnsson, sem verió hefur við leiðbeiningarstörf á Grænlandi sl. vetur Á seinasta vetri var í vissum skilningi brotið blað í samskiptum Islendinga og Grænlendinga hvað við- skipti varðar. Á vegum Iðnaðardeildar Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri var haldin kynning á ís- lenzkum ullarvörum i Quarqortoq (Júlianeháb), hin fyrsta sinnar tegundar á Grænlandi, en sérstök áherzla var lögð á að kynna íslenzka lopann, sem hingað til hefur verið næsta óþekkt vara á Græn- landi. Kynningu þessari var síðan fylgt eftir með því, að haldin voru sérstök handprjónanámskeið undir ís- lenzkri leiðsögn, þar sem eingöngu var unnið úr ís- Sigurjón Ásbjörnsson: „fslenzk fyrirtæki hafa áhuga á að kanna markaðsmöguleika á Grænlandi." lenzkum lopa, og fóru þau námskeið fram í sam- vinnu við Grænlenzka kvenfélagasambandið og menntamálaráðuneytið í Nuuk (Godtháb). Frumkvæði að þessu samstarfi átti Sigurjón Ás- björnsson á Álafossi, og var hann á Grænlandi sl. vetur og annaðist milligöngu og stjórn með fram- kvæmd þessa m. a. Hann hefur því haft gott tæki- færi til að kynnast ýmsum málum frá sjónarhóli Grænlendinga, og ekki tjóir að tala um aukið sam- starf milli þessara þjóða, ef ekki er um gagnkvæman vilja að ræða í þeim efnum. Sigurjón kom hingað til lands í aprílmánuði í tengslum við heimsókn sjónvarpsins í Júlíaneháb, og við notuðum tækifærið til þess að biðja hann að miðla lesendum Sveitarstjórnarmála nokkru af reynslu sinni á Grænlandi og kynnum sínum af sjónarmiðum Grænlendinga varðandi þau mál, sem hér eru rædd. — Fréttir íslenzku fjölmiðlanna af Grænlands- málefnum hafa helzt verið bundnar deilum Græn- lendinga við Efnahagsbandalagið um fiskveiðirétt- indi. Hversu mikil áhrif hafa þessi mál á atvinnulíf á Grænlandi nú? „Þó að deilt hafi verið hart um fiskveiðiréttindin við Grænland, er ekki annað að sjá en að sjávarút- vegur Grænlendinga eflist hröðum skrefum og auknar framkvæmdir bendi á grósku í atvinnumál- um. Á sviði sjávarútvegs er nú mest áherzla lögð á aukna afkastagetu og betri nýtingu aflans í landi, og byggðar hafa verið fullkomnar fiskvinnslustöðvar á vesturströndinni með nýjasta vélabúnaði. Helzta umræðuefni manna á meðal á Grænlandi um þessar mundir eru hugsanlegar afleiðingar úrsagnar úr Efnahagsbandalaginu. Grænland er í bandalaginu sem hluti af Danmörku, þrátt fyrir andstöðu meiri- hluta Grænlendinga. Þeir vilja nú fá full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu sinni, en þurfa nú eins og kunnugt er að sækja til stjórnar Efnahagsbanda- lagsins í Brússel, þar sem úthlutun fiskveiðileyfa við strendur Grænlands fer fram. Grænlendingum berst hins vegar nokkurt fé frá bandalaginu, og snýst um- ræðan um það, með hvaða hætti megi bæta upþ brottfall þessara fjárstrauma með nýjum tekjulind- um, sem fengjust með fullum yfirráðum yfir græn- lenzku fiskveiðilögsögunni. I þessu sambandi er rætt um möndulinn Færeyjar — Island — Grænland og víðtækara samstarf um fiskveiðimál og fiskveiði- stefnu.“ — Finnst þér vera hljómgrunnur fyrir slíku samstarfi meðal Grænlendinga? SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.