Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 64
Mengun utanhúss I starfshópi, sem fjallaði um ytri mengun, var rætt um hina ýmsu þætti s. s. loft-, láðs- og lagar- mengun. Sérstaklega var fjallað um eftirfarandi: A. Vatnsmengun af völdum gerla, lífræns úrgangs og eiturefna og hættulegra efna. B. Loftmengun af völdum ryks og lofttegunda hvers konar, með sérstöku vægi á lyktarmengun. C. Landmengun af völdum sorps og annars úr- gangs. D. Hávaðamengun. Rætt var, hvers konar mengun stafi frá mismun- andi starfsemi og hvaða mengunarvörnum væri æskilegt að beita í hverju tilviki. Ennfremur var rætt um mismunandi viðkvæmni staða með tilliti til mismunandi þátta mengunar. Mengun innanhúss I starfshópi, sem fjallaði um innri mengun, kom eftirfarandi fram: Með tilkomu nýrra laga nr. 46/1980 hefur eftirlit með hollustuháttum og aðbúnaði á vinnustöðum færzt frá heilbrigðisnefndum til hinnar nýskipuðu stofnunar Vinnueftirlits ríkisins. Breytingarnar hafa orðið til þess, að margir heil- brigðisfulltrúar hafa leitað skýringa, m. a. til Heil- brigðiseftirlits ríkisins, varðandi skörun laga og verkaskiptingu eftirlitsaðila. Fram kom í umræðum, að ekki eru til skýrar reglur um hávaða og lýsingu í híbýlum manna og vinnustöðum, einnig að hljóðeinangrun sé víða áfátt. Þá kom fram, að skortur er á viðhlítandi tækja- búnaði, en mælitækni er í örri þróun og eftirlits- aðilar yfirleitt vanbúnir mælitækjum. Það kom einnig fram, að umrædd atriði (hávaði, lýsing) á vinnustöðum eru ekki lengur á vegum heilbrigðis- nefnda, samkvæmt fyrrgreindum lögum. Matvælaeftirlit Eftirfarandi kom fram við umræður í starfshópi, sem fjallaði um matvælaeftirlit. Lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum eru frá árinu 1936. Setning þessara laga markaði tímamót, hvað snerti eftirlit með sölu- og dreifingu matvæla og annarra neyzlu- og nauðsynjavara. Ágæti þessara laga má marka af því, hversu lengi flest ákvæða þeirra hafa verið í gildi óbreytt til þessa og hve margar reglugerðir með stoð i lögunum hafa verið samdar undanfarin ár. Nú er svo komið, að þeir aðilar, sem annast eftirlit með neyzlu- og nauðsynjavörum hér á landi, telja lögin orðin úrelt og ákvæði hinna ýmsu reglugerða, sem sett hafa verið með stoð i lögunum, að mörgu leyti ruglingsleg og ónákvæm og nefna því oft núverandi matvæla- löggjöf frumskóg laga og reglugerða. Það hefur þó nokkuð skort á að undanförnu, að unnið hafi verið markvisst að því að auka og bæta samstarf og sam- ræma störf þeirra aðila, sem með matvælaeftirlit fara. Skortur hefur verið á sérmenntuðum heil- brigðisfulltrúum, og víða eru starfsmönnum heil- brigðiseftirlitsins búin ófullnægjandi starfsskilyrði. Loks má nefna, að fjárskortur hefur stórlega háð ýmsum matvælarannsóknum og almennu mat- vælaeftirliti. Léleg starfsskilyrði Við umræður í starfshópi um stéttarfélagsmál kom m. a. fram: Starfsskilyrði heilbrigðisfulltrúa eru víðast hvar um landið til mikillar vansæmdar fyrir viðkomandi sveitarfélög. Sést það bezt á því, að viða vantar að- stöðu alla. Einnig skortir víða sérmenntaða heil- brigðisfulltrúa. Starfandi heilbrigðisnefndir i mörgum sveitar- félögum hafa alls ekki tilætluð stjórnunarleg áhrif, svo sem til að ráða heilbrigðisfulltrúa í fullt starf eða þá að sveitarfélög sameinist um ráðningu heil- brigðisfulltrúa fyrir fleiri en eitt sveitarfélag. Við umræður kom fram, að ráðningarskilmálar og launakjör fólks, sem gegnir stöðu heilbrigðisfulltrúa, eru mjög mismunandi á landinu. Vinnuskylda full- trúanna er afar breytileg, frá nokkrum klst. á mán- uði í hlutastarfi, t. d. 1/4—1/3 hluta starfs, upp í það að vera fullt starf. Sökum þessa eru launakjör heilbrigðisfulltrúa hvergi nægilega vel afmörkuð, enda ber niðurröðun þeirra í launaflokka BSRB, 7.-24. flokk, þess glögglega merki. Full ástæða er til að samræma þessi mál. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.